HIV-samfélagið slegið vegna frétta af handtöku meints smitbera Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2015 13:34 Einar Þór. Mál af þessu tagi, þar sem einn og sami einstaklingurinn er grunaður um að hafa smitað vísvitandi fjölda stúlkna af HIV, er einsdæmi á Íslandi. Fregnir af handtöku manns frá Nígeríu, hælisleitanda, sem grunaður er um að hafa smitað stúlkur vísvitandi af HIV-veirunni, hafa vakið óhug. Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV-Ísland, samtaka um málefni HIV-smitaðra, og honum er brugðið, sem öðrum. „Ég hafði svo sem haft ávæning af því að þetta mál gæti verið í uppsiglingu. Þetta er dapurt. Og fyrir alla aðila. Við erum auðvitað, í félaginu, sem erum HIV-jákvæð, slegin yfir þessu. Ekki hægt að svara þessu í stuttu máli, svona mál eru yfirleitt alltaf margslungin.“Ótti og fordómarEinar Þór hafði haft vitneskju um nokkur tiltekin smit einstaklinga mætti rekja til ákveðins aðila. Hann segir það einsdæmi á Íslandi að mál af þessu tagi komi upp. „Þetta er einsdæmi hér á landi að það fari út í þetta. Hvort þetta verði dómsmál eða gefnar út ákærur, maður veit það ekki. Það hefur aldrei komið upp mál af þessu tagi og þá til kasta dómsstóla, þó það hafi oft gerst erlendis.“ Einar Þór segir mikilvægt og hann vonar að í kjölfarið vakni jákvæð umræða um þennan skrítna sjúkdóm sem HIV er. Öll umræða um hann hefur alla tíð litast af ótta. „Og það er hættulegt þegar ótti og fordómar koma saman eins og víða er erlendis. Þar sem HIV er rosalega „stigmatiserað“ og fólk býr við við mikinn ótta og jafnvel er refsiákvæðum hreinlega beitt gagnvart því fólki sem er með sjúkdóminn.“ Raunveruleg hætta er á að umræðan litist af ótta og fordómum og Einar Þór segir mikilvægt að við missum okkur ekki í þeirri umræðu.200 HIV-smitaðir á ÍslandiAllir þeir sem hafa verið greindir á íslandi, frá upphafi um 330 hvar af hluti eru dánir og aðrir búa í útlöndum, eru 200 manns sem njóta heilþjónustu vegna sjúkdómsins. 98 prósent þeirra eru á HIV-lyfjum og Einar Þór segir mikilvægt að það komi fram að þeir sem eru í lyfjameðferð, þeir smita ekki. „Einstaklingar sem eru að koma til landsins frá löndum þar sem HIV-meðferð er ekki eins aðgengileg og hér er, jafnvel frá löndum í Afríku og Asíu þar sem tilvist sjúkdómsins er varla viðurkennd, þetta fólk er hrætt. Og veit kannski ekki að það er með sjúkdóminn. Við verðum að hafa þetta í huga,“ segir Einar Þór sem vill undirstrika að hann sé að tala almennt, en ekki með beinni skírskotun til þessa tiltekna máls sem upp er komið nú á Íslandi.Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sérÞá er mikilvægt í þessu að fólk sem er að lifa kynlífi; það ber alltaf ábyrgð á sér sjálft: „Ég vil minna á öruggt kynlíf, nota smokkinn til að vera öruggur. Enginn getur ætlast til þess að hinn aðilinn beri ábyrgðina. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Það er svo mikilvægt í þessu,“ segir Einar Þór. Ýmislegt er til varna, hægt er að halda HIV-niðri, þetta er alvarlegur sjúkdómur en hann veldur ekki dauða eins og áður var, ef fólk fær lyfjameðferð. Tengdar fréttir HIV smit: Sá grunaði nígerískur hælisleitandi Maðurinn hefur dvalið hér á landi í meira en ár. 23. júlí 2015 11:56 Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
Fregnir af handtöku manns frá Nígeríu, hælisleitanda, sem grunaður er um að hafa smitað stúlkur vísvitandi af HIV-veirunni, hafa vakið óhug. Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV-Ísland, samtaka um málefni HIV-smitaðra, og honum er brugðið, sem öðrum. „Ég hafði svo sem haft ávæning af því að þetta mál gæti verið í uppsiglingu. Þetta er dapurt. Og fyrir alla aðila. Við erum auðvitað, í félaginu, sem erum HIV-jákvæð, slegin yfir þessu. Ekki hægt að svara þessu í stuttu máli, svona mál eru yfirleitt alltaf margslungin.“Ótti og fordómarEinar Þór hafði haft vitneskju um nokkur tiltekin smit einstaklinga mætti rekja til ákveðins aðila. Hann segir það einsdæmi á Íslandi að mál af þessu tagi komi upp. „Þetta er einsdæmi hér á landi að það fari út í þetta. Hvort þetta verði dómsmál eða gefnar út ákærur, maður veit það ekki. Það hefur aldrei komið upp mál af þessu tagi og þá til kasta dómsstóla, þó það hafi oft gerst erlendis.“ Einar Þór segir mikilvægt og hann vonar að í kjölfarið vakni jákvæð umræða um þennan skrítna sjúkdóm sem HIV er. Öll umræða um hann hefur alla tíð litast af ótta. „Og það er hættulegt þegar ótti og fordómar koma saman eins og víða er erlendis. Þar sem HIV er rosalega „stigmatiserað“ og fólk býr við við mikinn ótta og jafnvel er refsiákvæðum hreinlega beitt gagnvart því fólki sem er með sjúkdóminn.“ Raunveruleg hætta er á að umræðan litist af ótta og fordómum og Einar Þór segir mikilvægt að við missum okkur ekki í þeirri umræðu.200 HIV-smitaðir á ÍslandiAllir þeir sem hafa verið greindir á íslandi, frá upphafi um 330 hvar af hluti eru dánir og aðrir búa í útlöndum, eru 200 manns sem njóta heilþjónustu vegna sjúkdómsins. 98 prósent þeirra eru á HIV-lyfjum og Einar Þór segir mikilvægt að það komi fram að þeir sem eru í lyfjameðferð, þeir smita ekki. „Einstaklingar sem eru að koma til landsins frá löndum þar sem HIV-meðferð er ekki eins aðgengileg og hér er, jafnvel frá löndum í Afríku og Asíu þar sem tilvist sjúkdómsins er varla viðurkennd, þetta fólk er hrætt. Og veit kannski ekki að það er með sjúkdóminn. Við verðum að hafa þetta í huga,“ segir Einar Þór sem vill undirstrika að hann sé að tala almennt, en ekki með beinni skírskotun til þessa tiltekna máls sem upp er komið nú á Íslandi.Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sérÞá er mikilvægt í þessu að fólk sem er að lifa kynlífi; það ber alltaf ábyrgð á sér sjálft: „Ég vil minna á öruggt kynlíf, nota smokkinn til að vera öruggur. Enginn getur ætlast til þess að hinn aðilinn beri ábyrgðina. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Það er svo mikilvægt í þessu,“ segir Einar Þór. Ýmislegt er til varna, hægt er að halda HIV-niðri, þetta er alvarlegur sjúkdómur en hann veldur ekki dauða eins og áður var, ef fólk fær lyfjameðferð.
Tengdar fréttir HIV smit: Sá grunaði nígerískur hælisleitandi Maðurinn hefur dvalið hér á landi í meira en ár. 23. júlí 2015 11:56 Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27 Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Sjá meira
HIV smit: Sá grunaði nígerískur hælisleitandi Maðurinn hefur dvalið hér á landi í meira en ár. 23. júlí 2015 11:56
Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27