HIV-samfélagið slegið vegna frétta af handtöku meints smitbera Jakob Bjarnar skrifar 23. júlí 2015 13:34 Einar Þór. Mál af þessu tagi, þar sem einn og sami einstaklingurinn er grunaður um að hafa smitað vísvitandi fjölda stúlkna af HIV, er einsdæmi á Íslandi. Fregnir af handtöku manns frá Nígeríu, hælisleitanda, sem grunaður er um að hafa smitað stúlkur vísvitandi af HIV-veirunni, hafa vakið óhug. Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV-Ísland, samtaka um málefni HIV-smitaðra, og honum er brugðið, sem öðrum. „Ég hafði svo sem haft ávæning af því að þetta mál gæti verið í uppsiglingu. Þetta er dapurt. Og fyrir alla aðila. Við erum auðvitað, í félaginu, sem erum HIV-jákvæð, slegin yfir þessu. Ekki hægt að svara þessu í stuttu máli, svona mál eru yfirleitt alltaf margslungin.“Ótti og fordómarEinar Þór hafði haft vitneskju um nokkur tiltekin smit einstaklinga mætti rekja til ákveðins aðila. Hann segir það einsdæmi á Íslandi að mál af þessu tagi komi upp. „Þetta er einsdæmi hér á landi að það fari út í þetta. Hvort þetta verði dómsmál eða gefnar út ákærur, maður veit það ekki. Það hefur aldrei komið upp mál af þessu tagi og þá til kasta dómsstóla, þó það hafi oft gerst erlendis.“ Einar Þór segir mikilvægt og hann vonar að í kjölfarið vakni jákvæð umræða um þennan skrítna sjúkdóm sem HIV er. Öll umræða um hann hefur alla tíð litast af ótta. „Og það er hættulegt þegar ótti og fordómar koma saman eins og víða er erlendis. Þar sem HIV er rosalega „stigmatiserað“ og fólk býr við við mikinn ótta og jafnvel er refsiákvæðum hreinlega beitt gagnvart því fólki sem er með sjúkdóminn.“ Raunveruleg hætta er á að umræðan litist af ótta og fordómum og Einar Þór segir mikilvægt að við missum okkur ekki í þeirri umræðu.200 HIV-smitaðir á ÍslandiAllir þeir sem hafa verið greindir á íslandi, frá upphafi um 330 hvar af hluti eru dánir og aðrir búa í útlöndum, eru 200 manns sem njóta heilþjónustu vegna sjúkdómsins. 98 prósent þeirra eru á HIV-lyfjum og Einar Þór segir mikilvægt að það komi fram að þeir sem eru í lyfjameðferð, þeir smita ekki. „Einstaklingar sem eru að koma til landsins frá löndum þar sem HIV-meðferð er ekki eins aðgengileg og hér er, jafnvel frá löndum í Afríku og Asíu þar sem tilvist sjúkdómsins er varla viðurkennd, þetta fólk er hrætt. Og veit kannski ekki að það er með sjúkdóminn. Við verðum að hafa þetta í huga,“ segir Einar Þór sem vill undirstrika að hann sé að tala almennt, en ekki með beinni skírskotun til þessa tiltekna máls sem upp er komið nú á Íslandi.Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sérÞá er mikilvægt í þessu að fólk sem er að lifa kynlífi; það ber alltaf ábyrgð á sér sjálft: „Ég vil minna á öruggt kynlíf, nota smokkinn til að vera öruggur. Enginn getur ætlast til þess að hinn aðilinn beri ábyrgðina. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Það er svo mikilvægt í þessu,“ segir Einar Þór. Ýmislegt er til varna, hægt er að halda HIV-niðri, þetta er alvarlegur sjúkdómur en hann veldur ekki dauða eins og áður var, ef fólk fær lyfjameðferð. Tengdar fréttir HIV smit: Sá grunaði nígerískur hælisleitandi Maðurinn hefur dvalið hér á landi í meira en ár. 23. júlí 2015 11:56 Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
Fregnir af handtöku manns frá Nígeríu, hælisleitanda, sem grunaður er um að hafa smitað stúlkur vísvitandi af HIV-veirunni, hafa vakið óhug. Einar Þór Jónsson er framkvæmdastjóri HIV-Ísland, samtaka um málefni HIV-smitaðra, og honum er brugðið, sem öðrum. „Ég hafði svo sem haft ávæning af því að þetta mál gæti verið í uppsiglingu. Þetta er dapurt. Og fyrir alla aðila. Við erum auðvitað, í félaginu, sem erum HIV-jákvæð, slegin yfir þessu. Ekki hægt að svara þessu í stuttu máli, svona mál eru yfirleitt alltaf margslungin.“Ótti og fordómarEinar Þór hafði haft vitneskju um nokkur tiltekin smit einstaklinga mætti rekja til ákveðins aðila. Hann segir það einsdæmi á Íslandi að mál af þessu tagi komi upp. „Þetta er einsdæmi hér á landi að það fari út í þetta. Hvort þetta verði dómsmál eða gefnar út ákærur, maður veit það ekki. Það hefur aldrei komið upp mál af þessu tagi og þá til kasta dómsstóla, þó það hafi oft gerst erlendis.“ Einar Þór segir mikilvægt og hann vonar að í kjölfarið vakni jákvæð umræða um þennan skrítna sjúkdóm sem HIV er. Öll umræða um hann hefur alla tíð litast af ótta. „Og það er hættulegt þegar ótti og fordómar koma saman eins og víða er erlendis. Þar sem HIV er rosalega „stigmatiserað“ og fólk býr við við mikinn ótta og jafnvel er refsiákvæðum hreinlega beitt gagnvart því fólki sem er með sjúkdóminn.“ Raunveruleg hætta er á að umræðan litist af ótta og fordómum og Einar Þór segir mikilvægt að við missum okkur ekki í þeirri umræðu.200 HIV-smitaðir á ÍslandiAllir þeir sem hafa verið greindir á íslandi, frá upphafi um 330 hvar af hluti eru dánir og aðrir búa í útlöndum, eru 200 manns sem njóta heilþjónustu vegna sjúkdómsins. 98 prósent þeirra eru á HIV-lyfjum og Einar Þór segir mikilvægt að það komi fram að þeir sem eru í lyfjameðferð, þeir smita ekki. „Einstaklingar sem eru að koma til landsins frá löndum þar sem HIV-meðferð er ekki eins aðgengileg og hér er, jafnvel frá löndum í Afríku og Asíu þar sem tilvist sjúkdómsins er varla viðurkennd, þetta fólk er hrætt. Og veit kannski ekki að það er með sjúkdóminn. Við verðum að hafa þetta í huga,“ segir Einar Þór sem vill undirstrika að hann sé að tala almennt, en ekki með beinni skírskotun til þessa tiltekna máls sem upp er komið nú á Íslandi.Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sérÞá er mikilvægt í þessu að fólk sem er að lifa kynlífi; það ber alltaf ábyrgð á sér sjálft: „Ég vil minna á öruggt kynlíf, nota smokkinn til að vera öruggur. Enginn getur ætlast til þess að hinn aðilinn beri ábyrgðina. Hver og einn ber ábyrgð á sjálfum sér. Það er svo mikilvægt í þessu,“ segir Einar Þór. Ýmislegt er til varna, hægt er að halda HIV-niðri, þetta er alvarlegur sjúkdómur en hann veldur ekki dauða eins og áður var, ef fólk fær lyfjameðferð.
Tengdar fréttir HIV smit: Sá grunaði nígerískur hælisleitandi Maðurinn hefur dvalið hér á landi í meira en ár. 23. júlí 2015 11:56 Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Hringvegurinn opinn á ný Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Fleiri fréttir Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sagt upp vegna aðhaldskröfu Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Sjá meira
HIV smit: Sá grunaði nígerískur hælisleitandi Maðurinn hefur dvalið hér á landi í meira en ár. 23. júlí 2015 11:56
Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV Ekki er vitað hve margar konur hafa orðið fyrir barðinu á manninum. 23. júlí 2015 11:27