Innlent

Maður handtekinn vegna gruns um að hafa smitað konur af HIV

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Maðurinn er nú í haldi lögreglu og verður farið fram á gæsluvarðhald yfir honum seinna í dag.
Maðurinn er nú í haldi lögreglu og verður farið fram á gæsluvarðhald yfir honum seinna í dag. visir/heiðar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við sóttvarnalækni, rannskar nú mál þar sem karlmaður af erlendum uppruna er grunaður um að hafa smitað ungar konur af alvarlegum smitsjúkdómi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni. Samkvæmt heimildum Vísis er sjúkdómurinn sem um ræðir HIV.

Rannsóknin snýr meðal annars að því að skoða hvort fleiri konur kunni að hafa verið í samneyti við manninn og hvort að þær séu smitaðar. Vegna alvarleika málsins verður farið fram á gæsluvarðhald yfir manninum seinna í dag á meðan lögreglan vinnur að frumrannsókn málsins.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.