Innlent

Eygló ömurlegur velferðarráðherra að mati flokkssystur sinnar

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Borgarfulltrúinn er ósáttur við störf flokksystur sinnar.
Borgarfulltrúinn er ósáttur við störf flokksystur sinnar. Vísir/Ernir/Eyjan
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar, segist skammast sín fyrir að vera í sama flokki og Eygló Harðardóttir, velferðarráðherra. Ástæðan er samkvæmt borgarfulltrúanum sú að ráðherrann taki ekki við ráðgjöf þegar kemur að húsnæðismálum og því séu þau „í rugli.“ Þetta kemur fram á Facebook síðu borgarfulltrúans. Færsluna má sjá síðar í fréttinni.

Eygló sé ömurlegur velferðarráðherra alveg eins og Árni Páll Árnason og Guðbjartur Hannesson. Þeir eru báðir Samfylkingarmenn. Árni Páll var félags- og tryggingamálaráðherra á þingárinu 2009 til 2010 en Guðbjartur Hannesson tók við stöðunni og sat svo sem velferðarráðherra á árunum 2011 til 2013.

Eygló boðaði tvö húsnæðismálafrumvörp á liðnu þingi en hvorugt þeirra varð að veruleika og urðu um þau nokkrar deilur. Bjarni Benediktsson hvatti hana til að draga þau tilbaka að hennar sögn eftir kostnaðarmat í fjármálaráðuneytinu.

Guðfinna hefur starfað í húsnæðismálum lengi en hún sat á árunum 2002 til 2011 í stjórn húseigendafélagsins, starfaði hjá Húsnæðisstofnun ríkisins á árunum 1997 til 1999, starfaði hjá Íbúðalánasjóði rétt fyrir aldamót, því næst hjá félagsmálaráðuneytinu og nú hjá lögmannstofunni Fasteignamál.

Guðfinna segist í færslunni gera sér grein fyrir því að hún megi ekki segja þetta áður en hún lætur skoðun sína flakka. Færsluna má sjá hér að neðan.

Ok ég veit að ég má ekki segja það en Árni Páll og Guðbjartur voru ömurlegir velferðarráðherra en Eygló er það líka,...

Posted by Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir on Monday, July 27, 2015

Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.