Sleppibúnaður veitir sjómönnum falskt öryggi Heimir Már Pétursson skrifar 28. júlí 2015 20:00 Jón H. Ingólfsson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að við rannsókn slyssins hafi neðansjávarmyndavél verið notuð til að skoða aðstæður þar sem báturinn sökk og liggur á um 80 metra dýpi. Sjómenn búa við falskt öryggi ef sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta virkar ekki eins og gerðist nýlega þegar bátur fórst úti fyrri Aðalvík. Rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir málið vera alvarlegt og þarfnist ítarlegrar skoðunar. Gúmbjörgunarbátar eru er einn mikilvægasti öryggisbúnaður sem sjófarendur reiða sig á. Ef sjálvirkur sleppibúnaður þeirra virkar ekki er öryggi sjómanna stefnt í voða. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur að undanförnu rannsakað hvers vegna tveir gúmbjörgunarbátar um borð í Jóni Hákoni BA skutust ekki sjálfkrafa út þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík nýlega með þeim afleiðingum að einn skipverja fórst en tveir björguðust naumlega. Jón H. Ingólfsson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að við rannsókn slyssins hafi neðansjávarmyndavél verið notuð til að skoða aðstæður þar sem báturinn sökk og liggur á um 80 metra dýpi. „Annar báturinn sat bara í sínum gálga eins og gengið er frá honum eftir skoðun og annað. Hinn báturinn var að vísu laus en lá á botninum sem er út af fyrir sig athyglivert,“ segir Jón. Fanglína hafi verið tengd við bátinn. Rannsaka þurfi hvers vegna bátarnir blésu ekki upp sjálfkrafa eins og þeir áttu að gera, en svipað atvik átti sér stað árið 2005 þegar sleppibúnaður annar tveggja báta virkaði heldur ekki. „Þarna á ögurstundu brást þessi búnaður og það er alvarlegt mál því þetta er öryggisatriði sem skiptir máli og hefði skipt miklu máli þarna,“ segir Jón. Enda hvolfdi Jóni Hákoni svo hratt að skipverjar höfðu ekki tíma til að komast í flotgalla. Þetta mál verði tekið fyrir í rannsóknarnefndinni en ljóst sé að grípa þurfi til aðgerða og jafnvel skoða sleppibúnað allra báta. En búnaður um borð í Jóni Hákoni fór í árlega skoðun í nóvember í fyrra.Sjómenn reiða sig á þennan búnað, þeir búa þá kannski við falskt öryggi? „Í þessu tilfelli var þetta falskt öryggi já. Það er bara óhætt að segja það eins og það er,“ segir Jón. Þetta gefi tilefni til að skoða þennan búnað í öðrum skipum. Það sé ástæða til að skoða verklag við skoðanir á búnaðinum. Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Sjómenn búa við falskt öryggi ef sjálfvirkur sleppibúnaður björgunarbáta virkar ekki eins og gerðist nýlega þegar bátur fórst úti fyrri Aðalvík. Rannsóknarstjóri Rannsóknarnefndar samgönguslysa segir málið vera alvarlegt og þarfnist ítarlegrar skoðunar. Gúmbjörgunarbátar eru er einn mikilvægasti öryggisbúnaður sem sjófarendur reiða sig á. Ef sjálvirkur sleppibúnaður þeirra virkar ekki er öryggi sjómanna stefnt í voða. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur að undanförnu rannsakað hvers vegna tveir gúmbjörgunarbátar um borð í Jóni Hákoni BA skutust ekki sjálfkrafa út þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík nýlega með þeim afleiðingum að einn skipverja fórst en tveir björguðust naumlega. Jón H. Ingólfsson, rannsóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa, segir að við rannsókn slyssins hafi neðansjávarmyndavél verið notuð til að skoða aðstæður þar sem báturinn sökk og liggur á um 80 metra dýpi. „Annar báturinn sat bara í sínum gálga eins og gengið er frá honum eftir skoðun og annað. Hinn báturinn var að vísu laus en lá á botninum sem er út af fyrir sig athyglivert,“ segir Jón. Fanglína hafi verið tengd við bátinn. Rannsaka þurfi hvers vegna bátarnir blésu ekki upp sjálfkrafa eins og þeir áttu að gera, en svipað atvik átti sér stað árið 2005 þegar sleppibúnaður annar tveggja báta virkaði heldur ekki. „Þarna á ögurstundu brást þessi búnaður og það er alvarlegt mál því þetta er öryggisatriði sem skiptir máli og hefði skipt miklu máli þarna,“ segir Jón. Enda hvolfdi Jóni Hákoni svo hratt að skipverjar höfðu ekki tíma til að komast í flotgalla. Þetta mál verði tekið fyrir í rannsóknarnefndinni en ljóst sé að grípa þurfi til aðgerða og jafnvel skoða sleppibúnað allra báta. En búnaður um borð í Jóni Hákoni fór í árlega skoðun í nóvember í fyrra.Sjómenn reiða sig á þennan búnað, þeir búa þá kannski við falskt öryggi? „Í þessu tilfelli var þetta falskt öryggi já. Það er bara óhætt að segja það eins og það er,“ segir Jón. Þetta gefi tilefni til að skoða þennan búnað í öðrum skipum. Það sé ástæða til að skoða verklag við skoðanir á búnaðinum.
Tengdar fréttir Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15 Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00 Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20 Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05 Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Björguðu lífi þriggja sjómanna við Ísafjarðardjúp: „Þetta var erfið stund“ „Við náðum að kippa þeim um borð, við mjög erfiðar aðstæður.“ 7. júlí 2015 18:15
Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun. 9. júlí 2015 07:00
Nálægur strandveiðibátur kom mönnunum til bjargar Báturinn sökk svo hratt að ekki vannst tími til að klæðast flotgalla. 7. júlí 2015 15:20
Einn fórst þegar bátur sökk á Ísafjarðardjúpi Þremur mönnum var bjargað en einn fórst þegar fiskibátur sökk út af Rit, við utanvert Ísafjarðardjúp snemma í morgun. 7. júlí 2015 12:05
Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33
Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37
Hvorugur björgunarbátanna blés út Báðir bátarnir fóru í árlega skoðun fyriri tæpu ári þar sem gegnið var úr skugga um að þeir væru í fullkomnu lagi. 8. júlí 2015 12:11
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30