Innlent

Myndavél mun skoða flakið

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hér átti slysið sér stað.
Hér átti slysið sér stað. kort/loftmyndir.is
Rannsókn á orsökum þess að bátnum Jóni Hákoni BA-60 hvolfdi skammt frá Aðalvík á Hornströndum er á frumstigi. Þetta segir Jón Arelíus Ingólfsson, rannsóknastjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa, í samtali við Vísi. Einn maður fórst í slysinu en þremur var bjargað.

„Við erum að safna saman gögnum sem stendur. Við tókum skýrslu af skipstjóranum í dag og ræðum við aðra úr áhöfninni á næstunni,“ segir Jón Arelíus. Að auki er stefnt að því að fara með myndavélar að bátnum og skoða hann á þann veg.

Aðspurður um hvenær megi búast við niðurstöðum í fyrsta lagi segir Jón að það sé erfitt að segja um það. „Það veltur alfarið á því hve djúpt þarf að kafa í málið. Ef það kemur eitthvað í ljós sem okkur finnst að þurfi að athuga þá gerum við það gaumgæfilega og skilum engu frá okkur fyrr en allt er orðið ljóst.“


Tengdar fréttir

Björgunarbúnaður gæti hafa brugðist

Rannsóknarnefnd sjóslysa og lögreglan á Vestfjörðum rannsaka hvort björgunarbúnaður um borð í Jóni Hákoni BA-60 hafi virkað sem skyldi þegar báturinn sökk. Einn skipverji lést þegar báturinn sökk úti fyrir Aðalvík í gærmorgun.

Nafn mannsins sem lést

Hann lét lífið þegar­ Jón Hákon BA-60 hvolfdi við Aðalvík í gær en þremur öðrum var bjargað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×