Formaður Sjómannasambandsins kallar eftir rannsókn á sleppibúnaði björgunarbáta Gissur Sigurðsson skrifar 29. júlí 2015 12:27 Mennirnir sem komust af þegar Jón Hákon BA sökk voru fluttir til Bolungarvíkur. Vísir/Hafþór Gunnarsson Formaður Sjómannasambands Íslands segir brýnt að endurskoða allan búnað björgunarbáta í flotanum hið fyrsta svo að þeir veiti ekki falskt öryggi. Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda hér eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Myndir úr neðansjávartökuvél sýna að sjálfvirkur búnaður virkaði ekki í báðum björgunarbátum Jóns Hákons, BA sem sökk út af Aðalvík nýverið. Einn skipverjanna fórst en þremur tókst að bjarga.Sjá einnig:Sleppibúnaður veitir falskt öryggi Sjómannasambandið hefur áhyggjur af þessu og reyndar fleiri tilvikum, þar sem sjálfvirkur búnaður hefur ekki virkað, að sögn Valmundar Valmundarsonar, formanns sambandsins.Valmundur Valmundarson.Vísir/ErnirGálginn skaust ekki út „Við gerum þá skýlausu kröfu að þetta verði rannsakað ofan í kjölinn og skýringar fengnar af hverju búnaðurinn virkaði ekki,“ segir Valmundur. „Ef ég skil þetta rétt var svokallaður Hammer búnaður á öðrum bátnum sem á að skera böndin við ákveðinn þrýsting,“ segir Valmundur. Mögulega hafi haft áhrif að báturinn marraði hálfur í kafi sem hafi haft áhrif á þrýstinginn. „En það var líka gálgi sem á að skjótast út ef búnaðurinn blotnar. Það gerðist ekki heldur.“Falskt öryggi Valmundur segir mörg ár síðan búnaðurinn kom fram og kannski þurfi að leggjast í ákveðna skoðun á honum. „Við höfum kannski sofnað á verðinum við að viðhalda rannsóknum á þessum búnaði og þróa hann meira.“ Aðspurður hvers vegna þessi búnaður sé notaður hér á landi, sem er einsdæmi, segir Valmundur ástæðuna einfalda: „Við höfum talið hann vera bestan. Það fer ekki á milli mála.“ Þá segir Valmundur vel meðvitaður um dæmi þess að gormurinn gefi sig. „Auðvitað verðum við að komast til botns í þessu. Ef þetta er búnaður sem virkar ekki er eins gott að sleppa honum. Hann er þá falskt öryggi,“ segir Valmundur. Hann minnir sjómenn í leiðinni á að hlusta á neyðarrásina 16 en vanhöld voru líka á því þegar Jón Hákon sökk. Tengdar fréttir Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Formaður Sjómannasambands Íslands segir brýnt að endurskoða allan búnað björgunarbáta í flotanum hið fyrsta svo að þeir veiti ekki falskt öryggi. Sleppigálgar fyrir björgunarbáta sem eru skylda hér eru hvergi annars staðar notaðir í heiminum. Myndir úr neðansjávartökuvél sýna að sjálfvirkur búnaður virkaði ekki í báðum björgunarbátum Jóns Hákons, BA sem sökk út af Aðalvík nýverið. Einn skipverjanna fórst en þremur tókst að bjarga.Sjá einnig:Sleppibúnaður veitir falskt öryggi Sjómannasambandið hefur áhyggjur af þessu og reyndar fleiri tilvikum, þar sem sjálfvirkur búnaður hefur ekki virkað, að sögn Valmundar Valmundarsonar, formanns sambandsins.Valmundur Valmundarson.Vísir/ErnirGálginn skaust ekki út „Við gerum þá skýlausu kröfu að þetta verði rannsakað ofan í kjölinn og skýringar fengnar af hverju búnaðurinn virkaði ekki,“ segir Valmundur. „Ef ég skil þetta rétt var svokallaður Hammer búnaður á öðrum bátnum sem á að skera böndin við ákveðinn þrýsting,“ segir Valmundur. Mögulega hafi haft áhrif að báturinn marraði hálfur í kafi sem hafi haft áhrif á þrýstinginn. „En það var líka gálgi sem á að skjótast út ef búnaðurinn blotnar. Það gerðist ekki heldur.“Falskt öryggi Valmundur segir mörg ár síðan búnaðurinn kom fram og kannski þurfi að leggjast í ákveðna skoðun á honum. „Við höfum kannski sofnað á verðinum við að viðhalda rannsóknum á þessum búnaði og þróa hann meira.“ Aðspurður hvers vegna þessi búnaður sé notaður hér á landi, sem er einsdæmi, segir Valmundur ástæðuna einfalda: „Við höfum talið hann vera bestan. Það fer ekki á milli mála.“ Þá segir Valmundur vel meðvitaður um dæmi þess að gormurinn gefi sig. „Auðvitað verðum við að komast til botns í þessu. Ef þetta er búnaður sem virkar ekki er eins gott að sleppa honum. Hann er þá falskt öryggi,“ segir Valmundur. Hann minnir sjómenn í leiðinni á að hlusta á neyðarrásina 16 en vanhöld voru líka á því þegar Jón Hákon sökk.
Tengdar fréttir Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33 Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37 „Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Fleiri fréttir Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sjá meira
Myndavél mun skoða flakið Rannsóknarstjóri rannsóknarnefndar samgönguslysa segir vinnslu málsins á algeru frumstigi. 10. júlí 2015 15:33
Vanhöld eru á að skipstjórnarmenn hlusti á neyðarrásina Engin bátur svaraði neyðarsendingu frá Vaktstöð siglinga og stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, þegar fiskibáturinn Jón Hákon sökk í Aðalvík á Ströndum í gær. 8. júlí 2015 13:37
„Ég átti að komast upp til að hjálpa þeim“ Þröstur Leó Gunnarsson er einn þeirra þriggja sem björguðust þegar báturinn Jón Hákon sökk við Aðalvík á þriðjudagsmorgun. 9. júlí 2015 10:30