Forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 10. júlí 2015 11:23 Þorkell gerir ráð fyrir einhverjum hnökrum, en stefnir á að afhenda forseta Íslands undirskriftirnar í lok mánaðar. vísir/vilhelm Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. Vinna við að yfirfara listann mun hefjast eftir helgi og gert er ráð fyrir að forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar. Alls rituðu 51.296 Íslendingar nafn sitt á listann þar sem skorað er á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs, á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. Þorkell Helgason stærðfræðingur og einn aðstandenda söfnunarinnar, segir niðurstöðurnar hafa komið sér á óvart. „Við höfðum engar sérstakar væntingar, við sem stóðum að þessu. Við höfum ekki mikla reynslu í þessum efnum en mér persónulega kom þetta á óvart. Að þjóðin væru reiðubúin að skrifa undir þetta mál alveg sérstaklega, en það sýnir bara enn og aftur hvað þessi kvótamál eru öllum hugleikin,“ segir hann. Þorkell segir listann verða yfirfarinn nú eftir helgi, en telur að vænta megi smávægilegra hnökra. „Við undirskriftirnar sjálfar er innbyggðis varúð. Enginn getur skráð sig oftar en einu sinni og svo framvegis en tölvufyrirtækið sem sér um það mun gera þær rástafanir og eftirlit sem mögulegt er með tölvutækum hætti. Þannig að það er alveg við því að búast að þetta gryjist eitthvað en ég held það verði lítið og varla mælanlegt. En þetta eru örugglega fimmtíu þúsund undirskriftir eða meira sem hægt verður að afhenda forseta Íslands.“ Aðstandendur söfnunarinnar hafa þegar haft samband við forsetaskrifstofuna og eiga von á svari frá forsetanum á næstu dögum. „Það verður auðvitað eftir tímatöflu forsetans hvernig það gengur. Ég held það sé ekki fyrr en í næstu viku eða þarnæstu, en það verður fyrr en síðar.“ Söfnuninni var hrundið af stað hinn 1.maí síðastliðinn í kjölfar makrílfrumvarps sjávarútvegsráðherra, þar sem lagt var til að makrílkvóta yrði úthlutað til útgerðarinnar til næstu sex ára. Ekki tókst þó að afgreiða frumvarpið á yfirstandandi þingi. Tengdar fréttir Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti, en söfnunin er sú fjórða stærsta í Íslandssögunni. Vinna við að yfirfara listann mun hefjast eftir helgi og gert er ráð fyrir að forseta Íslands verði afhentar undirskriftirnar í lok mánaðar. Alls rituðu 51.296 Íslendingar nafn sitt á listann þar sem skorað er á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs, á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. Þorkell Helgason stærðfræðingur og einn aðstandenda söfnunarinnar, segir niðurstöðurnar hafa komið sér á óvart. „Við höfðum engar sérstakar væntingar, við sem stóðum að þessu. Við höfum ekki mikla reynslu í þessum efnum en mér persónulega kom þetta á óvart. Að þjóðin væru reiðubúin að skrifa undir þetta mál alveg sérstaklega, en það sýnir bara enn og aftur hvað þessi kvótamál eru öllum hugleikin,“ segir hann. Þorkell segir listann verða yfirfarinn nú eftir helgi, en telur að vænta megi smávægilegra hnökra. „Við undirskriftirnar sjálfar er innbyggðis varúð. Enginn getur skráð sig oftar en einu sinni og svo framvegis en tölvufyrirtækið sem sér um það mun gera þær rástafanir og eftirlit sem mögulegt er með tölvutækum hætti. Þannig að það er alveg við því að búast að þetta gryjist eitthvað en ég held það verði lítið og varla mælanlegt. En þetta eru örugglega fimmtíu þúsund undirskriftir eða meira sem hægt verður að afhenda forseta Íslands.“ Aðstandendur söfnunarinnar hafa þegar haft samband við forsetaskrifstofuna og eiga von á svari frá forsetanum á næstu dögum. „Það verður auðvitað eftir tímatöflu forsetans hvernig það gengur. Ég held það sé ekki fyrr en í næstu viku eða þarnæstu, en það verður fyrr en síðar.“ Söfnuninni var hrundið af stað hinn 1.maí síðastliðinn í kjölfar makrílfrumvarps sjávarútvegsráðherra, þar sem lagt var til að makrílkvóta yrði úthlutað til útgerðarinnar til næstu sex ára. Ekki tókst þó að afgreiða frumvarpið á yfirstandandi þingi.
Tengdar fréttir Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50 Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05 Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Innlent Fleiri fréttir Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Sjá meira
Aðstandendur Þjóðareignar funduðu með sjávarútvegsráðherra Tæplega 51.000 manns hafa nú skrifað undir áskorun til forseta að setja makrílmálið í þjóðaratkvæði. 10. júní 2015 16:50
Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. 8. júlí 2015 21:05
Undirskriftasöfnuninni lokið: 51.296 skrifuðu undir Undirskriftasöfnun Þjóðareignar lauk nú á miðnætti. 10. júlí 2015 00:05