Undirskriftasöfnun Þjóðareignar sú fjórða stærsta kristjana guðbrandsdóttir skrifar 8. júlí 2015 21:05 Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. Þorkell Helgason stærðfræðingur er einn aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar og segir niðurstöðurnar koma á óvart „Við höfðum svo sem ekkert markmið, við höfðum heldur ekki stundað neinn áróður eða verið með einhverjar herferðir. Við sáum bara um framkvæmdina, að koma tölvukerfinu upp og þvíumlíkt. En vitaskuld er þetta mjög athyglisvert. Þetta er fjórða vinsælasta undirskriftasöfnunin sem fram hefur farið. En ætti samt ekki að koma áóvart því þjóðin hefur mikinn áhuga á þessum málum eins og berlega kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012.“ Vilji meirihluta þjóðar til þess að náttúruauðlindir sem eru ekki í einkaeign verði lýstar þjóðareign segir Þorkell að sé kjarninn í þessari áskorun til forseta Íslands. „Áskoruninni er í sjálfu sér ekki beint gegn makrílfrumvarpinu sérstaklega þótt að það hafi verið tilefni til aðhrinda þessu af stað. Þetta er að mínu viti fyrst og fremst áskorun um það að nú taki stjórnmálamenn sig alvarlega og hrindi því í framkvæmd að setja ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindum, það er ekki sama hvernig ákvæði það er. Það er berlega sagt í áskoruninni að það verði að vera bitastætt ákvæði og ákvæði um leið sem tryggir þjóðinni fullt gjald fyrir afnot af þessari sameiginlegu auðlind. Það er okkar von aðundirskriftasöfnunin verði til þess að nú verði ráðist í það loksins eftir margar tilraunir að setja slík ákvæði í stjórnarskrá.“ Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk Sjá meira
Undirskriftasöfnunin Þjóðareign er orðin sú fjórða stærsta í sögunni nú degi áður en henni lýkur. Rúmlega fimmtíu þúsund Íslendingar skora á forseta Íslands að vísa í þjóðaratkvæðagreiðslu hverjum þeim lögum sem fiskveiðiauðlindum er ráðstafað til meira en eins árs á meðan ekkert ákvæði um þjóðareign á auðlindum hefur verið sett í stjórnarskrá. Þorkell Helgason stærðfræðingur er einn aðstandenda undirskriftasöfnunarinnar og segir niðurstöðurnar koma á óvart „Við höfðum svo sem ekkert markmið, við höfðum heldur ekki stundað neinn áróður eða verið með einhverjar herferðir. Við sáum bara um framkvæmdina, að koma tölvukerfinu upp og þvíumlíkt. En vitaskuld er þetta mjög athyglisvert. Þetta er fjórða vinsælasta undirskriftasöfnunin sem fram hefur farið. En ætti samt ekki að koma áóvart því þjóðin hefur mikinn áhuga á þessum málum eins og berlega kom fram í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012.“ Vilji meirihluta þjóðar til þess að náttúruauðlindir sem eru ekki í einkaeign verði lýstar þjóðareign segir Þorkell að sé kjarninn í þessari áskorun til forseta Íslands. „Áskoruninni er í sjálfu sér ekki beint gegn makrílfrumvarpinu sérstaklega þótt að það hafi verið tilefni til aðhrinda þessu af stað. Þetta er að mínu viti fyrst og fremst áskorun um það að nú taki stjórnmálamenn sig alvarlega og hrindi því í framkvæmd að setja ákvæði í stjórnarskrá um þjóðareign á auðlindum, það er ekki sama hvernig ákvæði það er. Það er berlega sagt í áskoruninni að það verði að vera bitastætt ákvæði og ákvæði um leið sem tryggir þjóðinni fullt gjald fyrir afnot af þessari sameiginlegu auðlind. Það er okkar von aðundirskriftasöfnunin verði til þess að nú verði ráðist í það loksins eftir margar tilraunir að setja slík ákvæði í stjórnarskrá.“
Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Erlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk Sjá meira