Fótbolti

Inter og AC berjast um að fá Zlatan Ibrahimovic

Zlatan Ibrahimovic gæti snúið aftur til Mílanóborgar en hann vann ítölsku deildinni með bæði Inter og AC á sínum tíma.
Zlatan Ibrahimovic gæti snúið aftur til Mílanóborgar en hann vann ítölsku deildinni með bæði Inter og AC á sínum tíma. vísir/afp
Erkifjendurnir AC og Inter frá Mílanó eru sögð vera í baráttu um að fá sænsku stórstjörnuna Zlatan Ibrahimovic í sínar raðir frá Paris St. Germain í Frakklandi.

Fregnir frá Ítalíu herma að Zlatan sé falur fyrir einungis 3,2 milljónir punda, sem nemur um 660 milljónum króna.

Ibrahimovic er 33 ára gamall og hefur þegar spilað fyrir bæði þessi lið á sínum ferli. Hann spilaði fyrir Inter frá 2006 til 2009 og AC frá 2010 til 2012.

"Leikmaður eins og hann getur alltaf gert gæfumuninn," var haft eftir Sinisa Mihajlovic, nýráðnum þjálfari AC Milan, á heimasíðu félagsins.

Ítalska blaðið La Gazzetta dello Sport segir frá því að AC Milan hafi nú þegar komist að samkomulagi við Ibrahimovic og að PSG sé til í að selja hann, þrátt fyrir að hafa átt gott tímabil síðasta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×