Innlent

BHM mun að öllum líkindum áfrýja: „Óneitanlega vonbrigði“

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Ástráður Haraldsson, lögmaður BHM og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, fara yfir dóminn.
Ástráður Haraldsson, lögmaður BHM og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, fara yfir dóminn. vísir/ernir
Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, segir líklegt að að félagið muni áfrýja dómi Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Ótækt sé að brotið sé á mannréttindum launafólks og segist afar vonsvikin með niðurstöðuna.

„Dómurinn kemur kannski ekki á óvart en þetta eru óneitanlega vonbrigði,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, í samtali við Vísi. „Við munum skoða það mjög vandlega en það er mjög líklegt að við áfrýjum til Hæstaréttar,“ bætir hún við og segir jafnvel koma til greina að fara með málið út fyrir landsteinana.

„Það fer eftir hvað gerist í Hæstarétti en við vonum að það sé ekki hægt að brjóta mannréttindi launafólks á Íslandi án þess að Hæstiréttur skerist í leikinn.“

Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu í dag að Alþingi hafi verið heimilt að setja lög á verkfallsaðgerðir BHM. Verkfall félagsmanna hafði þá staðið yfir í 68 daga.

Lögin voru sett á verkfall félagsmanna BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga 11.júní síðastliðinn. Gerðardómur var í kjölfarið skipaður en hann hefur frest til 15. ágúst til að ákvarða kjör og kaup félagsmanna.

Dóm héraðsdóms má lesa í heild hér


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×