Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 16. júlí 2015 11:48 Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. Fyrirsögn Fréttablaðsins er „Reiðir hjúkrunarfræðingar munu standa við uppsagnir“ og fyrirsögn Morgunblaðsins „Lokun gjörgæslu yfirvofandi“. Heilbrigðisráðherra sagði í Bítinu í morgun að svona fyrirsagnir hafa sést alveg frá árinu 2012 þegar fjöldi hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga sagði upp á Landspítalanum auk lækna. „Þetta er búið að liggj á Íslendingum núna í allnokkur ár í kjölfar hrunsins og þetta er uppsafnaður pirringur sem er að brjótast fram með þessum hætti en ennþá gengur samt sem áður heilbrigðisþjónusta við Íslendinga þó hún gangi ekki eins vel og allir vilja.“Landspítalanum verður ekki lokað þó 300 manns láti af störfum Kristján sagðist þó ekki líta svo á að uppsagnir hjúkrunarfræðinga séu innantómar hótanir en bendir á að þrátt fyrir „dómsdagsspár síðustu ára“ sé enn verið að reka heilbrigðiskerfi hér á landi. „Dettur mönnum það til hugar að halda því fram í fullri alvöru að þó svo að á 4-5 þúsund manna vinnustað hætti 200 til 300 manns að vinnustaðnum verði lokað? Nei, það gerist ekki þannig.“ Varðandi það að lokun gjörgæslu sé yfirvofandi er Kristján sammála því að ef til þess komi sé samfélagið brostið. „En hvað er búið að halda þessu lengi fram? Það sem ég er bara að segja er það, umræðan um íslenska heilbrigðiskerfið núna í fimm ár, frá hruni er búin að vera í þessum fyrirsögnum. En enn erum við að reka kerfið. Það er alið á þessu á hverjum einasta degi, það er það sem ég er að segja.“Nóg boðið vegna umræðunnar Það er ekki ofsögum sagt að heilbrigðisráðherra hafi verið mikið niðri fyrir í morgun og aðspurður hvort honum væri nóg boðið sagði hann: „Mér er nóg boðið af þeirri umræðu sem þið eruð að flytja hérna. [...] Mér er heitt í hamsi vegna þess að umræðan er í fyrirsögnunum og hún er búin að vera svona í nokkur ár. Alltaf eru fyrirsagnirnar sóttar í umræðuna með þeim hætti að lokunin sé að verða á morgun.“ Kristján sagðist ekki vera að skjóta sendiboðann með gagnrýni sinni á umfjöllun fjölmiðla um heilbrigðiskerfið. „Eðlilega bregst maður svona við vegna þess að það er búið að halda þessu að Íslendingum og fólk er orðið skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Ég hef hitt og heyrt í fólki sem er í raun búið að missa traust á því að geta leitað til íslenskrar heilbrigðisþjónustu. En ég fullyrði það, á hverjum einasta degi er verið að vinna fullt af afrekum í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það fer ekkert fyrir þeirri umræðu.“ Hlusta má á viðtalið við heilbrigðisráðherra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Katrín og Árni Páll gagnrýna lög á verkföll Þau segja lagasetningu ekki hafa leyst vandann. 16. júlí 2015 07:00 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. Fyrirsögn Fréttablaðsins er „Reiðir hjúkrunarfræðingar munu standa við uppsagnir“ og fyrirsögn Morgunblaðsins „Lokun gjörgæslu yfirvofandi“. Heilbrigðisráðherra sagði í Bítinu í morgun að svona fyrirsagnir hafa sést alveg frá árinu 2012 þegar fjöldi hjúkrunarfræðinga og geislafræðinga sagði upp á Landspítalanum auk lækna. „Þetta er búið að liggj á Íslendingum núna í allnokkur ár í kjölfar hrunsins og þetta er uppsafnaður pirringur sem er að brjótast fram með þessum hætti en ennþá gengur samt sem áður heilbrigðisþjónusta við Íslendinga þó hún gangi ekki eins vel og allir vilja.“Landspítalanum verður ekki lokað þó 300 manns láti af störfum Kristján sagðist þó ekki líta svo á að uppsagnir hjúkrunarfræðinga séu innantómar hótanir en bendir á að þrátt fyrir „dómsdagsspár síðustu ára“ sé enn verið að reka heilbrigðiskerfi hér á landi. „Dettur mönnum það til hugar að halda því fram í fullri alvöru að þó svo að á 4-5 þúsund manna vinnustað hætti 200 til 300 manns að vinnustaðnum verði lokað? Nei, það gerist ekki þannig.“ Varðandi það að lokun gjörgæslu sé yfirvofandi er Kristján sammála því að ef til þess komi sé samfélagið brostið. „En hvað er búið að halda þessu lengi fram? Það sem ég er bara að segja er það, umræðan um íslenska heilbrigðiskerfið núna í fimm ár, frá hruni er búin að vera í þessum fyrirsögnum. En enn erum við að reka kerfið. Það er alið á þessu á hverjum einasta degi, það er það sem ég er að segja.“Nóg boðið vegna umræðunnar Það er ekki ofsögum sagt að heilbrigðisráðherra hafi verið mikið niðri fyrir í morgun og aðspurður hvort honum væri nóg boðið sagði hann: „Mér er nóg boðið af þeirri umræðu sem þið eruð að flytja hérna. [...] Mér er heitt í hamsi vegna þess að umræðan er í fyrirsögnunum og hún er búin að vera svona í nokkur ár. Alltaf eru fyrirsagnirnar sóttar í umræðuna með þeim hætti að lokunin sé að verða á morgun.“ Kristján sagðist ekki vera að skjóta sendiboðann með gagnrýni sinni á umfjöllun fjölmiðla um heilbrigðiskerfið. „Eðlilega bregst maður svona við vegna þess að það er búið að halda þessu að Íslendingum og fólk er orðið skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu. Ég hef hitt og heyrt í fólki sem er í raun búið að missa traust á því að geta leitað til íslenskrar heilbrigðisþjónustu. En ég fullyrði það, á hverjum einasta degi er verið að vinna fullt af afrekum í íslenskri heilbrigðisþjónustu. Það fer ekkert fyrir þeirri umræðu.“ Hlusta má á viðtalið við heilbrigðisráðherra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Katrín og Árni Páll gagnrýna lög á verkföll Þau segja lagasetningu ekki hafa leyst vandann. 16. júlí 2015 07:00 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
Katrín og Árni Páll gagnrýna lög á verkföll Þau segja lagasetningu ekki hafa leyst vandann. 16. júlí 2015 07:00
88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42