Framkvæmdastjóri hjúkrunar: Engin heildarlausn að fá erlent vinnuafl Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. júlí 2015 19:45 Það er engin heildarlausn til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga að fá erlent vinnuafl til starfa hér á landi. Þetta segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Reynslan af slíku vinnuafli sé misgóð. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að til greina kæmi að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalanum, meðal annars til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Sagði hann málið hafa verið rætt við stjórnendur spítalans og innan ráðuneytisins.Sjá einnig: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir spítalann hafa þurft að reiða sig nokkuð á erlent vinnuafl á árunum 2004 til 2007, en þá hafi verið erfitt að manna stöður. Reynslan af erlendu vinnuafli hafi verið misgóð. „Ég myndi nú ekki segja að það væri nein heildarlausn sem felist í því, þó það hafi komið hingað vissulega gott fólk,“ segir Sigríður. „En við stóðum líka frammi fyrir því að fá hérna hjúkrunarfræðinga sem voru bara hreinlega sendir til baka innan viku, af því að þeir gátu ekki sinnt þeim störfum sem þeim var ætlað hér.“Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Vísir/ErnirÞví fylgi aukinn kostnaður að fá erlent vinnuafl. Auk þess að greiða kjarasamningsbundin laun, myndi bætast við þjálfunarkostnaður. „En ef þú ert að tala um einstakling sem talar ekki málið og þekkir ekki samfélagið og heilbrigðiskerfið, þá myndi sú þjálfun taka mun lengri tíma og því fylgir auðvitað bara aukinn kostnaður,” segir Sigríður.Sjá einnig: Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Það væri algjört frumskilyrði að erlendir starfsmenn myndu læra íslensku, enda séu góð samskipti grunnurinn að starfi hjúkrunarfræðinga. „Og í raun algjör forsenda fyrir því að við getum veitt örugga þjónustu, að samskipti gangi snurðulaust fyrir sig.” Þá veltir Sigríður því fyrir sér hversu mikil aðsóknin yrði í þessi störf. „Þeir sem eru á annað borð að færa sig milli landa, þetta er alþjóðlegur vinnumarkaður, þannig að maður veit ekki hvort þeir myndu kjósa að koma hingað,” segir Sigríður. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Það er engin heildarlausn til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga að fá erlent vinnuafl til starfa hér á landi. Þetta segir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum. Reynslan af slíku vinnuafli sé misgóð. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að til greina kæmi að fá erlent vinnuafl til starfa á Landspítalanum, meðal annars til að bregðast við fjöldauppsögnum hjúkrunarfræðinga. Sagði hann málið hafa verið rætt við stjórnendur spítalans og innan ráðuneytisins.Sjá einnig: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum, segir spítalann hafa þurft að reiða sig nokkuð á erlent vinnuafl á árunum 2004 til 2007, en þá hafi verið erfitt að manna stöður. Reynslan af erlendu vinnuafli hafi verið misgóð. „Ég myndi nú ekki segja að það væri nein heildarlausn sem felist í því, þó það hafi komið hingað vissulega gott fólk,“ segir Sigríður. „En við stóðum líka frammi fyrir því að fá hérna hjúkrunarfræðinga sem voru bara hreinlega sendir til baka innan viku, af því að þeir gátu ekki sinnt þeim störfum sem þeim var ætlað hér.“Sigríður Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á Landspítalanum.Vísir/ErnirÞví fylgi aukinn kostnaður að fá erlent vinnuafl. Auk þess að greiða kjarasamningsbundin laun, myndi bætast við þjálfunarkostnaður. „En ef þú ert að tala um einstakling sem talar ekki málið og þekkir ekki samfélagið og heilbrigðiskerfið, þá myndi sú þjálfun taka mun lengri tíma og því fylgir auðvitað bara aukinn kostnaður,” segir Sigríður.Sjá einnig: Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Það væri algjört frumskilyrði að erlendir starfsmenn myndu læra íslensku, enda séu góð samskipti grunnurinn að starfi hjúkrunarfræðinga. „Og í raun algjör forsenda fyrir því að við getum veitt örugga þjónustu, að samskipti gangi snurðulaust fyrir sig.” Þá veltir Sigríður því fyrir sér hversu mikil aðsóknin yrði í þessi störf. „Þeir sem eru á annað borð að færa sig milli landa, þetta er alþjóðlegur vinnumarkaður, þannig að maður veit ekki hvort þeir myndu kjósa að koma hingað,” segir Sigríður.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00 Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42 Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Sjá meira
Bálreiðir hjúkrunarfræðingar ætla að standa við uppsagnir Hjúkrunarfræðingar eru afar ósáttir við framkomu ráðamanna og segjast ætla að standa við uppsagnir. 16. júlí 2015 07:00
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
88 prósent hjúkrunarfræðinga höfnuðu kjarasamningi Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga við fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður 23. júní síðastliðinn og var hann felldur með 1677 atkvæðum á móti 219. 15. júlí 2015 12:42
Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. 16. júlí 2015 13:01