Gjörgæslan verður óstarfhæf 1. október Aðalsteinn Kjartansson skrifar 16. júlí 2015 13:01 Þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. Vísir/Vilhelm Grafalvarleg staða blasir við á gjörgæsludeild Landspítalans en rúmlega 60 prósent hjúkrunarfræðinga láta af störfum eftir rúma tvo mánuði eftir fjöldauppsagnir. Gjörgæsludeildin verður nánast óstarfhæf gangi uppsagnirnar eftir. Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæslu í Fossvogi, segir stöðuna alvarlega en hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildinni eru með tveggja ára sérmenntun til viðbótar við fjögurra ára grunnnám. „Þetta er fólk með sex ára nám og búið að vinna margir í 10 til 30 ár. Við erum að missa út alveg gífurlegan mannauð ef þetta fólk fer af deildinni. Þannig að ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir húnVandi sem þarf að leysa Kristín segir að fólkið sem hafi sagt upp hafi gríðarlegan áhuga á starfinu og að mikill mannauður hverfi með því. Hún segist ekki vera með töfralausn á vandanum, en eitthvað þurfi að gerast. „Það er mjög mikið álag að vera í svona vinnu, svona vaktafvinnu, fyrir fólk. Það þarf að viðurkenna að það þarf að borga betur fyrir þessa vinnu heldur en er gert í dag,“ segir hún. Deildin verður óstarfhæf, komi uppsagnirnar til framkvæmda, en þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. „Hún verður algjörlega óstarfhæf og ég sé ekki fyrir mér hvernig við ætlum að bjarga þessu því þetta er það mikil sérhæfing. Við erum hérna með fólk sem eru veikustu einstaklingar landsins. Við erum að taka á móti slysum – stórslysum – þar sem skiptir svo miklu máli að fólk hafi mjög miklu þjálfun og reynslu,“ segir hún.Verða að tala íslensku Kristín segir hugmyndir um að ráð inn erlenda hjúkrunarfræðinga einfaldlega ekki ganga upp á gjörgæsludeildinni. „Það er ekki hægt. Það skiptir miklu máli að það sé mikill hraði þannig að einstaklingar eða hjúkrunarfræðingar sem eru ekki með málið, ef það er talað um að finna hjúkrunarfræðinga erlendis frá, þá er það tómt mál að tala um á þessari deild,“ segir hún. „Það bara gengur ekki.“ Kristín bendir á að gerðar séu kröfur í Noregi til hjúkrunarfræðinga sem þar starfa að þeir tali tungumálið. Hún segir að gera megi ráð fyrir ansi löngum undirbúningstíma ef kenna erlendum hjúkrunarfræðingum íslensku. Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Grafalvarleg staða blasir við á gjörgæsludeild Landspítalans en rúmlega 60 prósent hjúkrunarfræðinga láta af störfum eftir rúma tvo mánuði eftir fjöldauppsagnir. Gjörgæsludeildin verður nánast óstarfhæf gangi uppsagnirnar eftir. Kristín Gunnarsdóttir, deildarstjóri á gjörgæslu í Fossvogi, segir stöðuna alvarlega en hjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeildinni eru með tveggja ára sérmenntun til viðbótar við fjögurra ára grunnnám. „Þetta er fólk með sex ára nám og búið að vinna margir í 10 til 30 ár. Við erum að missa út alveg gífurlegan mannauð ef þetta fólk fer af deildinni. Þannig að ég hef gríðarlegar áhyggjur af þessu,“ segir húnVandi sem þarf að leysa Kristín segir að fólkið sem hafi sagt upp hafi gríðarlegan áhuga á starfinu og að mikill mannauður hverfi með því. Hún segist ekki vera með töfralausn á vandanum, en eitthvað þurfi að gerast. „Það er mjög mikið álag að vera í svona vinnu, svona vaktafvinnu, fyrir fólk. Það þarf að viðurkenna að það þarf að borga betur fyrir þessa vinnu heldur en er gert í dag,“ segir hún. Deildin verður óstarfhæf, komi uppsagnirnar til framkvæmda, en þriggja mánaða uppsagnarfrestur hjúkrunarfræðinganna rennur sitt skeið 1. október næstkomandi. „Hún verður algjörlega óstarfhæf og ég sé ekki fyrir mér hvernig við ætlum að bjarga þessu því þetta er það mikil sérhæfing. Við erum hérna með fólk sem eru veikustu einstaklingar landsins. Við erum að taka á móti slysum – stórslysum – þar sem skiptir svo miklu máli að fólk hafi mjög miklu þjálfun og reynslu,“ segir hún.Verða að tala íslensku Kristín segir hugmyndir um að ráð inn erlenda hjúkrunarfræðinga einfaldlega ekki ganga upp á gjörgæsludeildinni. „Það er ekki hægt. Það skiptir miklu máli að það sé mikill hraði þannig að einstaklingar eða hjúkrunarfræðingar sem eru ekki með málið, ef það er talað um að finna hjúkrunarfræðinga erlendis frá, þá er það tómt mál að tala um á þessari deild,“ segir hún. „Það bara gengur ekki.“ Kristín bendir á að gerðar séu kröfur í Noregi til hjúkrunarfræðinga sem þar starfa að þeir tali tungumálið. Hún segir að gera megi ráð fyrir ansi löngum undirbúningstíma ef kenna erlendum hjúkrunarfræðingum íslensku.
Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira