Félagsmálaráðherra segir áhuga unglinga á útlöndum jákvæðar fréttir Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. júlí 2015 14:04 Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra. Vísir/vilhelm Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, fagnar því að íslenskir unglingar vilji í æ ríkari mæli flytja til útlanda.Vísir greindi frá nýrri rannsókn Háskólans á Akureyri sem leiddi í ljós að sífellt fleiri íslenskir unglingar vilja helst búa erlendis. Fyrir hrun árin 2003 og 2007 vildi um þriðjungur íslenskra unglinga helst búa erlendis en réttur helmingur þeirra árið 2015. Í athugasemd við frétt Vísis segir félagsmálaráðherrann niðurstöðurnar vera gleðiefni. „Þetta finnst mér jákvæðar fréttir, - að unga fólkið okkar vill fara erlendis, læra, vinna og afla sér nýrrar þekkingar og reynslu fyrir samfélag okkar,” segir Eygló og bætir því við að hún hafi sjálf búið og starfað á erlendri grundu. Þá hafi hún „unnið við það að hjálpa ungu fólki bæði að koma hingað og að fara erlendis til vinnu og annarra ævintýra, og séð hvað sú reynsla hefur gefið því mikið,” eins og hún kemst að orði í færslunni. Hún leggur til að útlandaþrá unglinganna verði höfð að leiðarljósi við fyrirhugaða endurskoðun námslánakerfisins, sem Illugi Gunnarsson sagði á dögunum í samtali við Fréttablaðið að væri á döfinni – ekki síst í ljósi þess að hún helst í hendur við ályktun Framsóknarflokksins sem samþykkt var á síðasta flokksþingi og lesa má í færslu hennar hér að neðan.Þetta finnst mér jákvæðar fréttir, - að unga fólkið okkar vill fara erlendis, læra, vinna og afla sér nýrrar þekkingar...Posted by Eygló Harðardóttir on Friday, 17 July 2015 Haft er eftir Þóroddi Bjarnasyni prófessor, sem hafði yfirumsjón með rannsókninni, að mikilvægt sé að taka viðhorfsbreytinguna sem birtist í niðurstöðum rannsóknarinnar alvarlega. Hann telur þó ekki sérstaka ástæðu til að óttast aðdráttarafl annarra landa. „Það er hins vegar okkar sem eldri erum að skapa hér samfélag sem gott er að flytja til, hvort fólk á hér rætur eða ekki. Í þessari alþjóðlegu samkeppni er fjölbreytni búsetukosta í stærri og smærri byggðarlögum lykilatriði þannig að sem flestir vilji snúa heim aftur með nýja þekkingu og reynslu, og ekki síður til að fólk með rætur í öðrum byggðarlögum eða öðrum löndum geti fundið hér framtíðarheimili, hvort sem það kemur hingað á eigin vegum eða til dæmis með maka á heimleið,“ segir Þóroddur. Tengdar fréttir Helmingur ungs fólks vill flytja til útlanda Ungmenni sem Fréttablaðið tók tali sáu flest fyrir sér að flytja til útlanda en mörg þeirra sjá einnig fyrir sér að koma aftur til baka. Prófessor í félagsfræði telur ástæðuna ekki endilega þá að fólk sé að flýja á brott heldur gæti verið að alþjóðlegt um 17. júlí 2015 07:00 Rúmlega helmingur unglinga vill flytja af landi brott Íslensku unglingum sem vilja helst búa erlendis hefur fjölgað um 70 prósent á síðastliðnum átta árum samkvæmt nýrri rannsókn Háskólans á Akureyri. 15. júlí 2015 23:15 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Sjá meira
Eygló Harðardóttir, félagsmálaráðherra, fagnar því að íslenskir unglingar vilji í æ ríkari mæli flytja til útlanda.Vísir greindi frá nýrri rannsókn Háskólans á Akureyri sem leiddi í ljós að sífellt fleiri íslenskir unglingar vilja helst búa erlendis. Fyrir hrun árin 2003 og 2007 vildi um þriðjungur íslenskra unglinga helst búa erlendis en réttur helmingur þeirra árið 2015. Í athugasemd við frétt Vísis segir félagsmálaráðherrann niðurstöðurnar vera gleðiefni. „Þetta finnst mér jákvæðar fréttir, - að unga fólkið okkar vill fara erlendis, læra, vinna og afla sér nýrrar þekkingar og reynslu fyrir samfélag okkar,” segir Eygló og bætir því við að hún hafi sjálf búið og starfað á erlendri grundu. Þá hafi hún „unnið við það að hjálpa ungu fólki bæði að koma hingað og að fara erlendis til vinnu og annarra ævintýra, og séð hvað sú reynsla hefur gefið því mikið,” eins og hún kemst að orði í færslunni. Hún leggur til að útlandaþrá unglinganna verði höfð að leiðarljósi við fyrirhugaða endurskoðun námslánakerfisins, sem Illugi Gunnarsson sagði á dögunum í samtali við Fréttablaðið að væri á döfinni – ekki síst í ljósi þess að hún helst í hendur við ályktun Framsóknarflokksins sem samþykkt var á síðasta flokksþingi og lesa má í færslu hennar hér að neðan.Þetta finnst mér jákvæðar fréttir, - að unga fólkið okkar vill fara erlendis, læra, vinna og afla sér nýrrar þekkingar...Posted by Eygló Harðardóttir on Friday, 17 July 2015 Haft er eftir Þóroddi Bjarnasyni prófessor, sem hafði yfirumsjón með rannsókninni, að mikilvægt sé að taka viðhorfsbreytinguna sem birtist í niðurstöðum rannsóknarinnar alvarlega. Hann telur þó ekki sérstaka ástæðu til að óttast aðdráttarafl annarra landa. „Það er hins vegar okkar sem eldri erum að skapa hér samfélag sem gott er að flytja til, hvort fólk á hér rætur eða ekki. Í þessari alþjóðlegu samkeppni er fjölbreytni búsetukosta í stærri og smærri byggðarlögum lykilatriði þannig að sem flestir vilji snúa heim aftur með nýja þekkingu og reynslu, og ekki síður til að fólk með rætur í öðrum byggðarlögum eða öðrum löndum geti fundið hér framtíðarheimili, hvort sem það kemur hingað á eigin vegum eða til dæmis með maka á heimleið,“ segir Þóroddur.
Tengdar fréttir Helmingur ungs fólks vill flytja til útlanda Ungmenni sem Fréttablaðið tók tali sáu flest fyrir sér að flytja til útlanda en mörg þeirra sjá einnig fyrir sér að koma aftur til baka. Prófessor í félagsfræði telur ástæðuna ekki endilega þá að fólk sé að flýja á brott heldur gæti verið að alþjóðlegt um 17. júlí 2015 07:00 Rúmlega helmingur unglinga vill flytja af landi brott Íslensku unglingum sem vilja helst búa erlendis hefur fjölgað um 70 prósent á síðastliðnum átta árum samkvæmt nýrri rannsókn Háskólans á Akureyri. 15. júlí 2015 23:15 Mest lesið Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Fleiri fréttir Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Sjá meira
Helmingur ungs fólks vill flytja til útlanda Ungmenni sem Fréttablaðið tók tali sáu flest fyrir sér að flytja til útlanda en mörg þeirra sjá einnig fyrir sér að koma aftur til baka. Prófessor í félagsfræði telur ástæðuna ekki endilega þá að fólk sé að flýja á brott heldur gæti verið að alþjóðlegt um 17. júlí 2015 07:00
Rúmlega helmingur unglinga vill flytja af landi brott Íslensku unglingum sem vilja helst búa erlendis hefur fjölgað um 70 prósent á síðastliðnum átta árum samkvæmt nýrri rannsókn Háskólans á Akureyri. 15. júlí 2015 23:15