Rúmlega helmingur unglinga vill flytja af landi brott Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júlí 2015 23:15 Ríflega helmingur unglinga á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri vill flytja af landi brott en tæpur þriðjungur jafnaldra þeirra annars staðar á Norðurlandi. vísir/vilhelm Rúmlega helmingur íslenskra ungmenna vill helst búa í útlöndunum í framtíðinni ef marka má nýja rannsókn Háskólans á Akureyri. Það eru um 70 prósent aukning frá árinu 2007 þegar um þriðjungur ungmenna sagðist vilja flytja af landi brott.Akureyri Vikublað greinir frá rannsókninni en hún er hluti evrópsku ESPAD rannsóknarinnar og nær til allra íslenskra unglinga í 10. bekk grunnskóla. Hátt í fjögur þúsund íslenskir unglingar tóku þátt í ár en rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti og svarhlutfallið alla jafna gott, um 85-92%. Fyrir hrun árin, 2003 og 2007, vildi um þriðjungur íslenskra unglinga helst búa erlendis en réttur helmingur þeirra árið 2015. Þessi hlutföll eru lítið eitt hærri á höfuðborgarsvæðinu en utan þess.Þóroddur Bjarnason prófessor.vísir/gvaHaft er eftir yfirmanni rannsóknarinnar, Þóroddi Bjarnasyni prófessor á vefsíðu Vikublaðsins, að mikilvægt sé að taka þessa viðhorfsbreytingu alvarlega. Hann telur þó ekki sérstaka ástæðu til að óttast aðdráttarafl annarra landa. „Það er hins vegar okkar sem eldri erum að skapa hér samfélag sem gott er að flytja til, hvort fólk á hér rætur eða ekki. Í þessari alþjóðlegu samkeppni er fjölbreytni búsetukosta í stærri og smærri byggðarlögum lykilatriði þannig að sem flestir vilji snúa heim aftur með nýja þekkingu og reynslu, og ekki síður til að fólk með rætur í öðrum byggðarlögum eða öðrum löndum geti fundið hér framtíðarheimili, hvort sem það kemur hingað á eigin vegum eða til dæmis með maka á heimleið,“ segir Þóroddur í samtali við Akureyri Vikublað.Þá leiðir rannsókn Háskólans einnig í ljós að sífellt færri ungmenni sjá höfuðborgarsvæðið sem framtíðarheimili sitt. Það stafar einn helst af minnkandi áhuga unglinga höfuðborgarsvæðisins á því að búa þar áfram í framtíðinni, lækkaði úr 53 prósent árið 2003 í 36 prósent árið 2015. Þá lækkar einnig áhugi landsbyggðarunglinga á því að búa áfram á landsbyggðinni á milli kannanna, úr 55 prósent árið 2003 í 39 prósent árið 2015. Þóroddur telur þessar niðurstöður vera til marks um aukna alþjóðlega strauma um land allt. „Stundum hefur því verið haldið fram að fólksflutningar innanlands séu einkum milli Reykjavíkur og landsbyggðanna en flutningar milli landa séu milli Reykjavíkur og annarra landa. Myndin er þó talsvert flóknari og hefur breyst talsvert á síðustu árum,” segir Þóroddur en betur má glöggva sig á niðurstöðum hans hér. Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Rúmlega helmingur íslenskra ungmenna vill helst búa í útlöndunum í framtíðinni ef marka má nýja rannsókn Háskólans á Akureyri. Það eru um 70 prósent aukning frá árinu 2007 þegar um þriðjungur ungmenna sagðist vilja flytja af landi brott.Akureyri Vikublað greinir frá rannsókninni en hún er hluti evrópsku ESPAD rannsóknarinnar og nær til allra íslenskra unglinga í 10. bekk grunnskóla. Hátt í fjögur þúsund íslenskir unglingar tóku þátt í ár en rannsóknin er lögð fyrir á fjögurra ára fresti og svarhlutfallið alla jafna gott, um 85-92%. Fyrir hrun árin, 2003 og 2007, vildi um þriðjungur íslenskra unglinga helst búa erlendis en réttur helmingur þeirra árið 2015. Þessi hlutföll eru lítið eitt hærri á höfuðborgarsvæðinu en utan þess.Þóroddur Bjarnason prófessor.vísir/gvaHaft er eftir yfirmanni rannsóknarinnar, Þóroddi Bjarnasyni prófessor á vefsíðu Vikublaðsins, að mikilvægt sé að taka þessa viðhorfsbreytingu alvarlega. Hann telur þó ekki sérstaka ástæðu til að óttast aðdráttarafl annarra landa. „Það er hins vegar okkar sem eldri erum að skapa hér samfélag sem gott er að flytja til, hvort fólk á hér rætur eða ekki. Í þessari alþjóðlegu samkeppni er fjölbreytni búsetukosta í stærri og smærri byggðarlögum lykilatriði þannig að sem flestir vilji snúa heim aftur með nýja þekkingu og reynslu, og ekki síður til að fólk með rætur í öðrum byggðarlögum eða öðrum löndum geti fundið hér framtíðarheimili, hvort sem það kemur hingað á eigin vegum eða til dæmis með maka á heimleið,“ segir Þóroddur í samtali við Akureyri Vikublað.Þá leiðir rannsókn Háskólans einnig í ljós að sífellt færri ungmenni sjá höfuðborgarsvæðið sem framtíðarheimili sitt. Það stafar einn helst af minnkandi áhuga unglinga höfuðborgarsvæðisins á því að búa þar áfram í framtíðinni, lækkaði úr 53 prósent árið 2003 í 36 prósent árið 2015. Þá lækkar einnig áhugi landsbyggðarunglinga á því að búa áfram á landsbyggðinni á milli kannanna, úr 55 prósent árið 2003 í 39 prósent árið 2015. Þóroddur telur þessar niðurstöður vera til marks um aukna alþjóðlega strauma um land allt. „Stundum hefur því verið haldið fram að fólksflutningar innanlands séu einkum milli Reykjavíkur og landsbyggðanna en flutningar milli landa séu milli Reykjavíkur og annarra landa. Myndin er þó talsvert flóknari og hefur breyst talsvert á síðustu árum,” segir Þóroddur en betur má glöggva sig á niðurstöðum hans hér.
Mest lesið Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira