Erlent

Hundrað meðlimir Hamas handteknir

Samúel Karl Ólason skrifar
Hamas samtökin hafa kallað eftir því að mönnunum verði sleppt og vara við afleiðingunum, verði það ekki gert.
Hamas samtökin hafa kallað eftir því að mönnunum verði sleppt og vara við afleiðingunum, verði það ekki gert. Vísir/AFP
Yfirvöld á Vesturbakkanum í Palestínu hafa handtekið rúmlega hundrað meðlimi Hamas samtakanna. Handtökurnar voru framkvæmdar af aðilum Fatah hreyfingar Mahmoud Abbas, forseta Palestínu. Þeir segja að Hamas-liðarnir hafi ætlað að draga úr öryggi Vesturbakkans.

Talsmaður Hamas samtakanna segir BBC að mennirnir hafi verið handteknir til að stöðva árásir Hamas á Ísrael. Husam Badran sagði Fatah vinna fyrir Ísraelsmenn og sagði að samtökin teldu Abbas persónulega ábyrgan fyrir handtökunum.

Hamas samtökin hafa kallað eftir því að mönnunum verði sleppt og vara við afleiðingunum, verði það ekki gert. Handtökuskipun hefur verið gefin út á helstu leiðtoga Fatah á Gasaströndinni. Hamas stjórnar Gasa og Fatah stjórna Vesturbakkanum.

Fylkingarnar hafa stýrt sitthvoru svæðinu frá því að Hamas vann þingkosningar árið 2006 og bolaði Fatah frá Gasa árið 2007.

Fréttaritari BBC í Jerúsalem segir að samstarf Ísraels og yfirvalda á Vesturbakkanum sé viðkvæmt málefni í Palestínu og að þessar deilur muni ýta undir ótta við deilur á milli Hamas og Fatah.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.