Umfjöllun og viðtöl: KA - Fjölnir 2-1 | KA í undanúrslit Ólafur Haukur Tómasson á Akureyrarvelli skrifar 6. júlí 2015 17:15 Ævar Ingi Jóhannesson skoraði annað marka KA í kvöld. vísir/stefán KA tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld þegar liðið lagði Pepsi-deildar liðið Fjölni að velli á Akureyrarvelli. Draumabyrjun KA manna var lykillinn að sigrinum en liðið var komið í 2-0 eftir sjö mínútna leik. Leikurinn byrjaði af miklum krafti. KA menn komust yfir strax á 6.mínútu leiksins þegar aukaspyrna Jóhanns Helgasonar rataði til Davíðs Rúnars Bjarnasonar sem afgreiddi boltann snyrtilega í markið. Heimamenn voru ekki lengi að bæta við og mínútu seinna skoraði Ævar Ingi Jóhannesson sem slapp í gegn eftir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn Fjölnis og lyfti boltanum yfir Þórð í marki Fjölnis. Kröftug byrjun KA í leiknum kom eins og blaut tuska í andlitið á Fjölni sem tóku tíma til að koma sér aftur í leikinn. Fjölnir sótti að marki KA án þess að skapa alvöru hættu í fyrri hálfleiknum og KA ögruðu á móti og sluppu tvisvar bakvið vörn gestana en náðu ekki að bæta við marki. Heimamenn héldu inn í hálfleik með sanngjarna 2-0 forystu en líklega hafa áhorfendur og leikmenn ekki þorað að slaka á enda liðið annað slagið tekist að tapa niður slíkum forystum í sumar. Leikurinn var með frekar rólegu móti heilt yfir og engin breyting varð á seinni hálfleik. Fjölnismenn komust betur í leikinn sem var heilt yfir nokkuð jafn. Mark Charles Magee minnkaði muninn fyrir gestina snemma í seinni hálfleik og leikurinn opnaðist við það. Liðin sóttu til skiptis en lítið var um almennileg færi og leikurinn fjaraði út. KA menn unnu því stóran sigur og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikarsins.Ágúst Gylfason: Þeir vildu þetta meira „Vð töpuðum leiknum á fyrstu tíu mínútunum,” sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis eftir leikinn. KA menn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 eftir tæplega tíu mínútna leik og vill Ágúst meina að leikurinn hafi tapast þar. „KA-menn komu grimmir til leiks og refsuðu okkur fyrir okkar mistök, skoruðu tvö mörk og eftir það var á brattann að sækja. Við náðum að minnka muninn en náðum ekki að gera meira. Þeir bara vildu þetta meira og eigum við ekki að segja að þeir hafi unnið okkur mjög sannfærandi? Að tapa og detta úr bikarnum er mjög sárt.” Fjölnir minnkaði muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Einbeitingarleysi í upphafi leiks og hugsanlegt skortur á hungri taldi hann hafa verið þar sem leikurinn tapaðist. „Menn voru bara ekki tilbúnir, gerðu afdrifarík mistök og við reyndum að koma til baka en það var ekki nógu mikil gæði í okkur í dag. Við reyndum að þrýsta á þetta eftir að við minnkuðum muninn en sköpuðum ekki mikil færi og KA menn vörðust þessu vel. Þetta er bara bikarinn og nú getum við einbeitt okkur að deildinni,” sagði Ágúst. „Ég óska KA góðs gengis og vonast til að sjá þá í úrslitum,” bætti Ágúst við, hógvær eftir leik.Bjarni Jóhannsson: Sum lið gefa skít í þessa keppni „Þetta var flottur sigur og massívur leikur – þá sérstaklega framan af leiknum í fyrri hálfleik. Við gerðum tvö mörk snemma og það var það sem færði okkur sigurinn. Við fengum tvö eða þrjú dauðafæri og hefðum viljað ná þriðja markinu til að róa þetta aðeins.” sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari KA kátur í bragði eftir leikinn. KA hefur haft þann leiðindar djöful að draga í sumar að hafa oft misst niður það sem virðast góðar forystu eða jafnvel unna leikir. Bjarni viðurkennir að skjálfti hafi verið í sér og sínum mönnum en vonandi að þeir nái að taka þessi úrslit með sér inn í framhaldið. „Að sjálfsögðu. Þetta er búið að hanga yfir okkur og vonandi getum við tekið hugarfar eins og við sýndum í dag áfram inn í deildina. Við erum búnir að spila leiki gegn sterkari liðum mjög vel eins og Breiðablik og Fjölni í dag og þeir gefa okkur helling,” sagði Bjarni. KA skoraði tvö mörk snemma leiks sem lagði grunninn að sigrinum. Bjarni vildi meina að þetta hafi allt verið eftir plani og hugarfar í bikarleikjum geti oft ráðið úrslitum. „Það var eftir plani að byrja af krafti og lokka þá framar á völlinn til að geta gefið smá pláss fyrir aftan þá. Við skoruðum eitt slíkt þar sem við komumst fyrir aftan og annað eftir fast leikatriði svo við vorum mjög vel gíraðir í leiknum.” Spurður hvort hann ætti sér einhvern óska mótherja í undanúrslitum þá vildi hann sem minnst segja en helst vildi hann þó fá heimaleik. „Það er alltaf best að fá heimaleiki og forðast ferðalögin en það er orðið mjög stutt í úrslitaleikinn. Þetta er eitthvað sem við getum tekið með okkur í deildina og sendir skilaboð til þeirra liða sem eru enn í keppninni,” sagði Bjarni. Bjarni er ekki ánægður með það hvernig staðið er að mótaniðurröðun í 1. deildinni og bendir hann á að mikið vesen er þegar lið úr þeirri deild kemst langt í bikarnum. Til að mynda hefur þurft að breyta mörgum leikjum liðsins í sumar og gætu þeir líklega orðið fleiri ef vel gengur. Hann skorar á þá sem raða þessu niður að hafa meiri trú á neðrideildarliðunum þegar raðað er niður leikdögum í framtíðinni. „Við ætlum að reyna að fara alla leið en það er mjög erfitt fyrir 1. deildarliðin að komast langt í bikarnum því mótaniðurröðin gerir ekki ráð fyrir því að þau lið komist í átta liða úrslitin. Ég held það sé búið að breyta alveg fjórum eða fimm leikjum hjá okkur út af bikarnum. Þannig maður skilur sum lið sem gefa skít í þessa keppni og það verður að velta því fyrir sér að neðrideildarliðin geti komist áfram í þessum keppnum. Ég skora því á þá sem raða niður mótunum að reikna með að þau geti komist áfram í þessum keppnum næstu árin,” sagði Bjarni. Íslenski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira
KA tryggði sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikarsins í kvöld þegar liðið lagði Pepsi-deildar liðið Fjölni að velli á Akureyrarvelli. Draumabyrjun KA manna var lykillinn að sigrinum en liðið var komið í 2-0 eftir sjö mínútna leik. Leikurinn byrjaði af miklum krafti. KA menn komust yfir strax á 6.mínútu leiksins þegar aukaspyrna Jóhanns Helgasonar rataði til Davíðs Rúnars Bjarnasonar sem afgreiddi boltann snyrtilega í markið. Heimamenn voru ekki lengi að bæta við og mínútu seinna skoraði Ævar Ingi Jóhannesson sem slapp í gegn eftir frábæra stungusendingu inn fyrir vörn Fjölnis og lyfti boltanum yfir Þórð í marki Fjölnis. Kröftug byrjun KA í leiknum kom eins og blaut tuska í andlitið á Fjölni sem tóku tíma til að koma sér aftur í leikinn. Fjölnir sótti að marki KA án þess að skapa alvöru hættu í fyrri hálfleiknum og KA ögruðu á móti og sluppu tvisvar bakvið vörn gestana en náðu ekki að bæta við marki. Heimamenn héldu inn í hálfleik með sanngjarna 2-0 forystu en líklega hafa áhorfendur og leikmenn ekki þorað að slaka á enda liðið annað slagið tekist að tapa niður slíkum forystum í sumar. Leikurinn var með frekar rólegu móti heilt yfir og engin breyting varð á seinni hálfleik. Fjölnismenn komust betur í leikinn sem var heilt yfir nokkuð jafn. Mark Charles Magee minnkaði muninn fyrir gestina snemma í seinni hálfleik og leikurinn opnaðist við það. Liðin sóttu til skiptis en lítið var um almennileg færi og leikurinn fjaraði út. KA menn unnu því stóran sigur og tryggðu sér farseðilinn í undanúrslit Borgunarbikarsins.Ágúst Gylfason: Þeir vildu þetta meira „Vð töpuðum leiknum á fyrstu tíu mínútunum,” sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis eftir leikinn. KA menn byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru komnir í 2-0 eftir tæplega tíu mínútna leik og vill Ágúst meina að leikurinn hafi tapast þar. „KA-menn komu grimmir til leiks og refsuðu okkur fyrir okkar mistök, skoruðu tvö mörk og eftir það var á brattann að sækja. Við náðum að minnka muninn en náðum ekki að gera meira. Þeir bara vildu þetta meira og eigum við ekki að segja að þeir hafi unnið okkur mjög sannfærandi? Að tapa og detta úr bikarnum er mjög sárt.” Fjölnir minnkaði muninn í seinni hálfleik en það dugði ekki til. Einbeitingarleysi í upphafi leiks og hugsanlegt skortur á hungri taldi hann hafa verið þar sem leikurinn tapaðist. „Menn voru bara ekki tilbúnir, gerðu afdrifarík mistök og við reyndum að koma til baka en það var ekki nógu mikil gæði í okkur í dag. Við reyndum að þrýsta á þetta eftir að við minnkuðum muninn en sköpuðum ekki mikil færi og KA menn vörðust þessu vel. Þetta er bara bikarinn og nú getum við einbeitt okkur að deildinni,” sagði Ágúst. „Ég óska KA góðs gengis og vonast til að sjá þá í úrslitum,” bætti Ágúst við, hógvær eftir leik.Bjarni Jóhannsson: Sum lið gefa skít í þessa keppni „Þetta var flottur sigur og massívur leikur – þá sérstaklega framan af leiknum í fyrri hálfleik. Við gerðum tvö mörk snemma og það var það sem færði okkur sigurinn. Við fengum tvö eða þrjú dauðafæri og hefðum viljað ná þriðja markinu til að róa þetta aðeins.” sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari KA kátur í bragði eftir leikinn. KA hefur haft þann leiðindar djöful að draga í sumar að hafa oft misst niður það sem virðast góðar forystu eða jafnvel unna leikir. Bjarni viðurkennir að skjálfti hafi verið í sér og sínum mönnum en vonandi að þeir nái að taka þessi úrslit með sér inn í framhaldið. „Að sjálfsögðu. Þetta er búið að hanga yfir okkur og vonandi getum við tekið hugarfar eins og við sýndum í dag áfram inn í deildina. Við erum búnir að spila leiki gegn sterkari liðum mjög vel eins og Breiðablik og Fjölni í dag og þeir gefa okkur helling,” sagði Bjarni. KA skoraði tvö mörk snemma leiks sem lagði grunninn að sigrinum. Bjarni vildi meina að þetta hafi allt verið eftir plani og hugarfar í bikarleikjum geti oft ráðið úrslitum. „Það var eftir plani að byrja af krafti og lokka þá framar á völlinn til að geta gefið smá pláss fyrir aftan þá. Við skoruðum eitt slíkt þar sem við komumst fyrir aftan og annað eftir fast leikatriði svo við vorum mjög vel gíraðir í leiknum.” Spurður hvort hann ætti sér einhvern óska mótherja í undanúrslitum þá vildi hann sem minnst segja en helst vildi hann þó fá heimaleik. „Það er alltaf best að fá heimaleiki og forðast ferðalögin en það er orðið mjög stutt í úrslitaleikinn. Þetta er eitthvað sem við getum tekið með okkur í deildina og sendir skilaboð til þeirra liða sem eru enn í keppninni,” sagði Bjarni. Bjarni er ekki ánægður með það hvernig staðið er að mótaniðurröðun í 1. deildinni og bendir hann á að mikið vesen er þegar lið úr þeirri deild kemst langt í bikarnum. Til að mynda hefur þurft að breyta mörgum leikjum liðsins í sumar og gætu þeir líklega orðið fleiri ef vel gengur. Hann skorar á þá sem raða þessu niður að hafa meiri trú á neðrideildarliðunum þegar raðað er niður leikdögum í framtíðinni. „Við ætlum að reyna að fara alla leið en það er mjög erfitt fyrir 1. deildarliðin að komast langt í bikarnum því mótaniðurröðin gerir ekki ráð fyrir því að þau lið komist í átta liða úrslitin. Ég held það sé búið að breyta alveg fjórum eða fimm leikjum hjá okkur út af bikarnum. Þannig maður skilur sum lið sem gefa skít í þessa keppni og það verður að velta því fyrir sér að neðrideildarliðin geti komist áfram í þessum keppnum. Ég skora því á þá sem raða niður mótunum að reikna með að þau geti komist áfram í þessum keppnum næstu árin,” sagði Bjarni.
Íslenski boltinn Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Fleiri fréttir Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Sjá meira