Erlent

Afhjúpun dómsskjala vendipunktur í Cosby-málum

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby.
Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby. Vísir/Getty

Leikarinn Bill Cosby viðurkenndi árið 2005 að hafa byrlað minnst einni konu lyf til að misnota hana kynferðislega. Þetta kemur fram í dómsskjölum sem fréttastofan AP hefur undir höndum en talið er að skjölin kunni að hafa úrslitaáhrif í fjölda dómsmála sem höfðuð hafa verið á hendur leikaranum.

Leynd hvíldi yfir skjölum málsins, en AP fór í mál til að fá leyndinni aflétt og sigraði málið, eins og Vísir greindi frá í morgun.

Lögmenn Cosby reyndu í lengstu lög að koma í veg fyrir að skjölin yrðu gerð opinber, þar sem þau voru sögð einkar vandræðaleg fyrir Cosby.

Þá staðfesti lög­regl­an í Los Angeles í gær að rann­sókn standi nú yfir í máli 25 ára fyr­ir­sætu sem kærði Bill Cosby fyr­ir nauðgun fyrr á árinu. Á nauðgun­in að hafa átt sér stað þegar kon­an var 18 ára göm­ul, á Play­boy-setr­inu eft­ir að Cosby byrlaði henni eit­ur­lyf. Lögmaður kon­unn­ar sagði í samtali við þarlenda fjölmiðla í gær að upp­lýs­ing­ar sem komu fram á sjón­ar­sviðið með birtingu dómsskjalanna vera afar mik­il­vægar fyr­ir fram­haldið. Þær gæfu skýrt til kynna að Cosby væri raðnauðgari og kynni sú vitneskja að hafa úrslitáhrif á einkamálið sem konan hefur höfðað á hendur honum. Kon­an kærði Cosby til lög­regl­unn­ar í janú­ar á þessu ári og bíður þess nú að ákæru­valdið höfði refsi­mál gegn hon­um. Vonir standa til að játningu Cosby frá árinu 2005 megi nota í hinum fjölmörgu refsimálum sem hann á yfir höfði sér. Upp­lýs­inga­full­trúi lög­regl­unn­ar í Los Angeles vildi þó ekki tjá sig um hvort það yrði mögu­legt. Síðustu mánuði hafa tugir kvenna stigið fram og ásakað leikarann um margvísleg kynferðisbrot og ná ásakanirnar rúmlega fjóra áratugi aftur í tímann. Cosby hefur hins vegar alltaf haldið fram sakleysi sínu í þeim málum og ekki hlotið neinn dóm, enn sem komið er.

Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×