Vill Skeljagrandabróður eldri í fimm ára fangelsi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. júní 2015 13:45 Kristján Markús Sívarsson í Héraðsdómi Reykjaness. Vísir/Vilhelm Munnlegur málflutningur í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni, Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni og tveimur 19 ára piltum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Kristján Markús er ákærður í fjölda mála, meðal annars fyrir fimm ofbeldisbrot, nokkra þjófnaði og umferðarlagabrot. Fer saksóknari fram á fimm ára fangelsisdóm yfir honum. Í einu málanna er Kristján ákærður ásamt Marteini og Ríkharði fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í Kópavogi í febrúar í fyrra.Hefur játað hluta þess sem ákært er fyrirÞremenningarnir komu þá inn á heimili manns og réðust þar í sameiningu á hann, meðal annars með höggum og spörkum. Þá var hann tekinn kverkataki svo honum lá við köfnun auk þess sem hann var stunginn með skærum í öxlina. Kristján Markús játaði fyrir dómi að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potað í hann með skærum en sagði að þau hefðu ekki rist djúpt. Þá játaði Ríkharð fyrir dómi að hafa hugsanlega hrint manninum en neitaði því að hafa tekið hann kverkataki. Hann viðurkenndi hins vegar við skýrslutöku að hafa gert það. Marteinn hefur aðeins viðurkennt að hafa verið á staðnum en neitar að hafa tekið þátt í árásinni.Hrottafengin og gróf árásFram kom í máli saksóknara í morgun að árásin hafi verið hrottafengin og gróf. Árásin hafi staðið yfir í klukkutíma og metur ákæruvaldið það sem svo að maðurinn hafi ekki haft möguleika á að koma sér út úr þeim aðstæðum sem hann var í á meðan árásin átti sér stað. Refsikrafa yfir ákærðu tekur þar af leiðandi mið af því. Annars vegar fer saksóknari fram á að Ríkharð verði dæmdur í 12-18 mánaða fangelsi og hins vegar að Marteinn verði dæmdur í 12 mánaða fangelsi.Skammaði drenginn fyrir að nota nafn hans í hótunumÞá er Kristján Markús einnig ákærður í öðru frelsissviptingarmáli ásamt 19 ára piltunum. Í því máli er ákært fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn 18 ára dreng, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar. Átti árásin sér stað á heimili Sívars Bragasonar, föður Kristjáns, í Vogum á Vatnsleysuströnd. Sá sem ráðist var á lýsti því meðal annars fyrir dómi að hann hefði verið kýldur um leið og hann kom inn. Þá hafi hann verið stunginn í lærið með óhreinni sprautunál, verið látinn drekka smjörsýru og sleikja hráka og egg af gólfinu. Fyrir dómi sagði Kristján Markús að hafa skammað drenginn fyrir að nota nafn hans í hótunum við annan mann. Þá hefur hann játað að hafa kýlt fórnarlambið tvisvar í andlitið með krepptun hnefa en neitaði öðru sem honum er gefið að sök.Sagði Kristján Markús hafa verið „hræðilegan”Annar piltanna sem ákærður er ásamt Kristjáni hefur alfarið neitað sök, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Hinn pilturinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa gefið fórnarlambinu tvö rafstuð með rafbyssu og hugsanlega slegið hann utan undir eða ýtt við honum. Saksóknari rakti svo framburð piltsins hjá lögreglu sem sagði að Kristján Markús hefði kýlt drenginn þrisvar. Þá hafi hann einnig séð þegar honum var skipað að sleikja hráka og egg. Lýsti pilturinn því sem svo að Kristján Markús hafi verið mjög aggressívur, öskrað og bara verið „hræðilegur.” Þá hafi drengurinn sem ráðist var á verið „hrikalega hræddur.” Í málflutningi sínum í dag sagði saksóknari að pilturinn hefði gert lítið úr þessu öllu fyrir dómi og það hafi verið augljóst að hann hafi ekkert viljað tjá sig. Engu að síður sé hægt að byggja að einhverju leyti á skýrslum hans hjá lögreglu sem séu í vissum tilfellum í samræmi við frásögn fórnarlambsins af atburðarásinni. Fer ákæruvaldið fram á 12-18 mánaða fangelsi yfir báðum 19 ára piltunum enda séu brot þeirra gróf og hrottafengin, eins og saksóknari komst að orði. Tengdar fréttir Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. 15. júní 2015 16:45 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Munnlegur málflutningur í málum ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóhannssyni, Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni og tveimur 19 ára piltum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. Kristján Markús er ákærður í fjölda mála, meðal annars fyrir fimm ofbeldisbrot, nokkra þjófnaði og umferðarlagabrot. Fer saksóknari fram á fimm ára fangelsisdóm yfir honum. Í einu málanna er Kristján ákærður ásamt Marteini og Ríkharði fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og frelsissviptingu í Kópavogi í febrúar í fyrra.Hefur játað hluta þess sem ákært er fyrirÞremenningarnir komu þá inn á heimili manns og réðust þar í sameiningu á hann, meðal annars með höggum og spörkum. Þá var hann tekinn kverkataki svo honum lá við köfnun auk þess sem hann var stunginn með skærum í öxlina. Kristján Markús játaði fyrir dómi að hafa kýlt manninn tvisvar eða þrisvar og potað í hann með skærum en sagði að þau hefðu ekki rist djúpt. Þá játaði Ríkharð fyrir dómi að hafa hugsanlega hrint manninum en neitaði því að hafa tekið hann kverkataki. Hann viðurkenndi hins vegar við skýrslutöku að hafa gert það. Marteinn hefur aðeins viðurkennt að hafa verið á staðnum en neitar að hafa tekið þátt í árásinni.Hrottafengin og gróf árásFram kom í máli saksóknara í morgun að árásin hafi verið hrottafengin og gróf. Árásin hafi staðið yfir í klukkutíma og metur ákæruvaldið það sem svo að maðurinn hafi ekki haft möguleika á að koma sér út úr þeim aðstæðum sem hann var í á meðan árásin átti sér stað. Refsikrafa yfir ákærðu tekur þar af leiðandi mið af því. Annars vegar fer saksóknari fram á að Ríkharð verði dæmdur í 12-18 mánaða fangelsi og hins vegar að Marteinn verði dæmdur í 12 mánaða fangelsi.Skammaði drenginn fyrir að nota nafn hans í hótunumÞá er Kristján Markús einnig ákærður í öðru frelsissviptingarmáli ásamt 19 ára piltunum. Í því máli er ákært fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gegn 18 ára dreng, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar. Átti árásin sér stað á heimili Sívars Bragasonar, föður Kristjáns, í Vogum á Vatnsleysuströnd. Sá sem ráðist var á lýsti því meðal annars fyrir dómi að hann hefði verið kýldur um leið og hann kom inn. Þá hafi hann verið stunginn í lærið með óhreinni sprautunál, verið látinn drekka smjörsýru og sleikja hráka og egg af gólfinu. Fyrir dómi sagði Kristján Markús að hafa skammað drenginn fyrir að nota nafn hans í hótunum við annan mann. Þá hefur hann játað að hafa kýlt fórnarlambið tvisvar í andlitið með krepptun hnefa en neitaði öðru sem honum er gefið að sök.Sagði Kristján Markús hafa verið „hræðilegan”Annar piltanna sem ákærður er ásamt Kristjáni hefur alfarið neitað sök, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Hinn pilturinn viðurkenndi fyrir dómi að hafa gefið fórnarlambinu tvö rafstuð með rafbyssu og hugsanlega slegið hann utan undir eða ýtt við honum. Saksóknari rakti svo framburð piltsins hjá lögreglu sem sagði að Kristján Markús hefði kýlt drenginn þrisvar. Þá hafi hann einnig séð þegar honum var skipað að sleikja hráka og egg. Lýsti pilturinn því sem svo að Kristján Markús hafi verið mjög aggressívur, öskrað og bara verið „hræðilegur.” Þá hafi drengurinn sem ráðist var á verið „hrikalega hræddur.” Í málflutningi sínum í dag sagði saksóknari að pilturinn hefði gert lítið úr þessu öllu fyrir dómi og það hafi verið augljóst að hann hafi ekkert viljað tjá sig. Engu að síður sé hægt að byggja að einhverju leyti á skýrslum hans hjá lögreglu sem séu í vissum tilfellum í samræmi við frásögn fórnarlambsins af atburðarásinni. Fer ákæruvaldið fram á 12-18 mánaða fangelsi yfir báðum 19 ára piltunum enda séu brot þeirra gróf og hrottafengin, eins og saksóknari komst að orði.
Tengdar fréttir Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. 15. júní 2015 16:45 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Fleiri fréttir Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Sjá meira
Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. 15. júní 2015 16:45
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30
Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57