Erlent

Hafa helgina til að ná samkomulagi um aðgerðir Grikkja

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands. visir/epa
Grikkir hafa helgina til að ná samkomulagi við lánardrottna sína um aðgerðir til að koma í veg fyrir þjóðargjaldþrot og mögulegt brotthvarf úr evrusamstarfinu.

Ekki náðist samkomulag um aðgerðir í gær eftir langan fund Alexis Tsipras, forsætisráðherra Grikklands, með leiðtogum Evrópusambandsins og fulltrúum lánardrottna gríska ríkisins. Fjármálaráðherrar evruríkjanna koma næst saman til fundar í Brussel á laugardag til að freista þess að ná samkomulagi.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur lagt áherslu á að samkomulag liggi fyrir áður en markaðir opna á mánudag. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×