Suður-Ameríkukeppnin hefst í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2015 17:00 Messi hefur gert 45 mörk í 97 landsleikjum fyrir Argentínu. vísir/getty Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta hefst í kvöld með opnunarleik gestgjafa Chile og Ekvador á Estadio Nacional í Santíago. Þetta 44. Suður-Ameríkukeppnin í röðinni en hún var fyrst haldin í Argentínu árið 1916, eða fyrir 99 árum. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin í Chile. Úrúgvæ er sigursælasta lið í sögu keppninnar með 15 sigra, en Úrúgvæar unnu einmitt keppnina fyrir fjórum árum og hafa því titil að verja. Þeir verða hins vegar án Luís Suárez, síns besta manns, í Chile en hann er í banni frá alþjóðlegum fótbolta eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM síðasta sumar. Hinir tveir félagar Suárez í hinu ógurlega MSN-sóknartríói Barcelona, Lionel Messi og Neymar, verða hins vegar báðir með í Chile.Neymar er með væntingar brasilísku þjóðarinnar á bakinu.vísir/gettyMessi fer fyrir liði Argentínu sem stefnir á vinna keppnina í fyrsta sinn í 22 ár. Það er mikið í húfi fyrir Messi sjálfan en þrátt fyrir alla sína hæfileika og öll sín afrek með Barcelona hefur hann aldrei unnið neitt með landsliðinu, ef frá er talið gull á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Neymar er orðinn fyrirliði Brasilíu sem hefur unnið alla níu leiki sína síðan Dunga tók aftur við liðinu eftir HM á heimavelli í fyrra. Brasilíumenn hafa ýmislegt að sanna eftir hrakfarirnar gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM en þeir eru líklegir sigurvegarar ásamt Argentínu, Chile og jafnvel Kólumbíu. Leikið er í þremur fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslitin ásamt þeim tveimur liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti. Fjögur lið sitja því eftir að riðlakeppninni lokinni. Öll 10 löndin í Suður-Ameríku taka þátt í keppninni, auk tveggja gestaþjóða sem að þessu sinni eru Jamaíka og Mexíkó. Keppninni lýkur með úrslitaleik á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.Alexis Sánchez og félagar þykja líklegir til afreka á heimavelli.vísir/gettyRiðlarnir eru þannig skipaðir:Riðill A: Chile Mexíkó Ekvador BólivíaRiðill B: Argentína Úrúgvæ Paragvæ JamaíkaRiðill C: Brasilía Kólumbía Perú Venesúela Fótbolti Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta hefst í kvöld með opnunarleik gestgjafa Chile og Ekvador á Estadio Nacional í Santíago. Þetta 44. Suður-Ameríkukeppnin í röðinni en hún var fyrst haldin í Argentínu árið 1916, eða fyrir 99 árum. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin í Chile. Úrúgvæ er sigursælasta lið í sögu keppninnar með 15 sigra, en Úrúgvæar unnu einmitt keppnina fyrir fjórum árum og hafa því titil að verja. Þeir verða hins vegar án Luís Suárez, síns besta manns, í Chile en hann er í banni frá alþjóðlegum fótbolta eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM síðasta sumar. Hinir tveir félagar Suárez í hinu ógurlega MSN-sóknartríói Barcelona, Lionel Messi og Neymar, verða hins vegar báðir með í Chile.Neymar er með væntingar brasilísku þjóðarinnar á bakinu.vísir/gettyMessi fer fyrir liði Argentínu sem stefnir á vinna keppnina í fyrsta sinn í 22 ár. Það er mikið í húfi fyrir Messi sjálfan en þrátt fyrir alla sína hæfileika og öll sín afrek með Barcelona hefur hann aldrei unnið neitt með landsliðinu, ef frá er talið gull á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Neymar er orðinn fyrirliði Brasilíu sem hefur unnið alla níu leiki sína síðan Dunga tók aftur við liðinu eftir HM á heimavelli í fyrra. Brasilíumenn hafa ýmislegt að sanna eftir hrakfarirnar gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM en þeir eru líklegir sigurvegarar ásamt Argentínu, Chile og jafnvel Kólumbíu. Leikið er í þremur fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslitin ásamt þeim tveimur liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti. Fjögur lið sitja því eftir að riðlakeppninni lokinni. Öll 10 löndin í Suður-Ameríku taka þátt í keppninni, auk tveggja gestaþjóða sem að þessu sinni eru Jamaíka og Mexíkó. Keppninni lýkur með úrslitaleik á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.Alexis Sánchez og félagar þykja líklegir til afreka á heimavelli.vísir/gettyRiðlarnir eru þannig skipaðir:Riðill A: Chile Mexíkó Ekvador BólivíaRiðill B: Argentína Úrúgvæ Paragvæ JamaíkaRiðill C: Brasilía Kólumbía Perú Venesúela
Fótbolti Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira