Suður-Ameríkukeppnin hefst í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2015 17:00 Messi hefur gert 45 mörk í 97 landsleikjum fyrir Argentínu. vísir/getty Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta hefst í kvöld með opnunarleik gestgjafa Chile og Ekvador á Estadio Nacional í Santíago. Þetta 44. Suður-Ameríkukeppnin í röðinni en hún var fyrst haldin í Argentínu árið 1916, eða fyrir 99 árum. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin í Chile. Úrúgvæ er sigursælasta lið í sögu keppninnar með 15 sigra, en Úrúgvæar unnu einmitt keppnina fyrir fjórum árum og hafa því titil að verja. Þeir verða hins vegar án Luís Suárez, síns besta manns, í Chile en hann er í banni frá alþjóðlegum fótbolta eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM síðasta sumar. Hinir tveir félagar Suárez í hinu ógurlega MSN-sóknartríói Barcelona, Lionel Messi og Neymar, verða hins vegar báðir með í Chile.Neymar er með væntingar brasilísku þjóðarinnar á bakinu.vísir/gettyMessi fer fyrir liði Argentínu sem stefnir á vinna keppnina í fyrsta sinn í 22 ár. Það er mikið í húfi fyrir Messi sjálfan en þrátt fyrir alla sína hæfileika og öll sín afrek með Barcelona hefur hann aldrei unnið neitt með landsliðinu, ef frá er talið gull á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Neymar er orðinn fyrirliði Brasilíu sem hefur unnið alla níu leiki sína síðan Dunga tók aftur við liðinu eftir HM á heimavelli í fyrra. Brasilíumenn hafa ýmislegt að sanna eftir hrakfarirnar gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM en þeir eru líklegir sigurvegarar ásamt Argentínu, Chile og jafnvel Kólumbíu. Leikið er í þremur fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslitin ásamt þeim tveimur liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti. Fjögur lið sitja því eftir að riðlakeppninni lokinni. Öll 10 löndin í Suður-Ameríku taka þátt í keppninni, auk tveggja gestaþjóða sem að þessu sinni eru Jamaíka og Mexíkó. Keppninni lýkur með úrslitaleik á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.Alexis Sánchez og félagar þykja líklegir til afreka á heimavelli.vísir/gettyRiðlarnir eru þannig skipaðir:Riðill A: Chile Mexíkó Ekvador BólivíaRiðill B: Argentína Úrúgvæ Paragvæ JamaíkaRiðill C: Brasilía Kólumbía Perú Venesúela Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira
Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta hefst í kvöld með opnunarleik gestgjafa Chile og Ekvador á Estadio Nacional í Santíago. Þetta 44. Suður-Ameríkukeppnin í röðinni en hún var fyrst haldin í Argentínu árið 1916, eða fyrir 99 árum. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin í Chile. Úrúgvæ er sigursælasta lið í sögu keppninnar með 15 sigra, en Úrúgvæar unnu einmitt keppnina fyrir fjórum árum og hafa því titil að verja. Þeir verða hins vegar án Luís Suárez, síns besta manns, í Chile en hann er í banni frá alþjóðlegum fótbolta eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM síðasta sumar. Hinir tveir félagar Suárez í hinu ógurlega MSN-sóknartríói Barcelona, Lionel Messi og Neymar, verða hins vegar báðir með í Chile.Neymar er með væntingar brasilísku þjóðarinnar á bakinu.vísir/gettyMessi fer fyrir liði Argentínu sem stefnir á vinna keppnina í fyrsta sinn í 22 ár. Það er mikið í húfi fyrir Messi sjálfan en þrátt fyrir alla sína hæfileika og öll sín afrek með Barcelona hefur hann aldrei unnið neitt með landsliðinu, ef frá er talið gull á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Neymar er orðinn fyrirliði Brasilíu sem hefur unnið alla níu leiki sína síðan Dunga tók aftur við liðinu eftir HM á heimavelli í fyrra. Brasilíumenn hafa ýmislegt að sanna eftir hrakfarirnar gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM en þeir eru líklegir sigurvegarar ásamt Argentínu, Chile og jafnvel Kólumbíu. Leikið er í þremur fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslitin ásamt þeim tveimur liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti. Fjögur lið sitja því eftir að riðlakeppninni lokinni. Öll 10 löndin í Suður-Ameríku taka þátt í keppninni, auk tveggja gestaþjóða sem að þessu sinni eru Jamaíka og Mexíkó. Keppninni lýkur með úrslitaleik á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.Alexis Sánchez og félagar þykja líklegir til afreka á heimavelli.vísir/gettyRiðlarnir eru þannig skipaðir:Riðill A: Chile Mexíkó Ekvador BólivíaRiðill B: Argentína Úrúgvæ Paragvæ JamaíkaRiðill C: Brasilía Kólumbía Perú Venesúela
Fótbolti Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Fleiri fréttir Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Sjá meira