Suður-Ameríkukeppnin hefst í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. júní 2015 17:00 Messi hefur gert 45 mörk í 97 landsleikjum fyrir Argentínu. vísir/getty Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta hefst í kvöld með opnunarleik gestgjafa Chile og Ekvador á Estadio Nacional í Santíago. Þetta 44. Suður-Ameríkukeppnin í röðinni en hún var fyrst haldin í Argentínu árið 1916, eða fyrir 99 árum. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin í Chile. Úrúgvæ er sigursælasta lið í sögu keppninnar með 15 sigra, en Úrúgvæar unnu einmitt keppnina fyrir fjórum árum og hafa því titil að verja. Þeir verða hins vegar án Luís Suárez, síns besta manns, í Chile en hann er í banni frá alþjóðlegum fótbolta eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM síðasta sumar. Hinir tveir félagar Suárez í hinu ógurlega MSN-sóknartríói Barcelona, Lionel Messi og Neymar, verða hins vegar báðir með í Chile.Neymar er með væntingar brasilísku þjóðarinnar á bakinu.vísir/gettyMessi fer fyrir liði Argentínu sem stefnir á vinna keppnina í fyrsta sinn í 22 ár. Það er mikið í húfi fyrir Messi sjálfan en þrátt fyrir alla sína hæfileika og öll sín afrek með Barcelona hefur hann aldrei unnið neitt með landsliðinu, ef frá er talið gull á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Neymar er orðinn fyrirliði Brasilíu sem hefur unnið alla níu leiki sína síðan Dunga tók aftur við liðinu eftir HM á heimavelli í fyrra. Brasilíumenn hafa ýmislegt að sanna eftir hrakfarirnar gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM en þeir eru líklegir sigurvegarar ásamt Argentínu, Chile og jafnvel Kólumbíu. Leikið er í þremur fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslitin ásamt þeim tveimur liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti. Fjögur lið sitja því eftir að riðlakeppninni lokinni. Öll 10 löndin í Suður-Ameríku taka þátt í keppninni, auk tveggja gestaþjóða sem að þessu sinni eru Jamaíka og Mexíkó. Keppninni lýkur með úrslitaleik á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.Alexis Sánchez og félagar þykja líklegir til afreka á heimavelli.vísir/gettyRiðlarnir eru þannig skipaðir:Riðill A: Chile Mexíkó Ekvador BólivíaRiðill B: Argentína Úrúgvæ Paragvæ JamaíkaRiðill C: Brasilía Kólumbía Perú Venesúela Fótbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta hefst í kvöld með opnunarleik gestgjafa Chile og Ekvador á Estadio Nacional í Santíago. Þetta 44. Suður-Ameríkukeppnin í röðinni en hún var fyrst haldin í Argentínu árið 1916, eða fyrir 99 árum. Þetta er í sjöunda sinn sem keppnin er haldin í Chile. Úrúgvæ er sigursælasta lið í sögu keppninnar með 15 sigra, en Úrúgvæar unnu einmitt keppnina fyrir fjórum árum og hafa því titil að verja. Þeir verða hins vegar án Luís Suárez, síns besta manns, í Chile en hann er í banni frá alþjóðlegum fótbolta eftir að hafa bitið Giorgio Chiellini, leikmann Ítalíu, á HM síðasta sumar. Hinir tveir félagar Suárez í hinu ógurlega MSN-sóknartríói Barcelona, Lionel Messi og Neymar, verða hins vegar báðir með í Chile.Neymar er með væntingar brasilísku þjóðarinnar á bakinu.vísir/gettyMessi fer fyrir liði Argentínu sem stefnir á vinna keppnina í fyrsta sinn í 22 ár. Það er mikið í húfi fyrir Messi sjálfan en þrátt fyrir alla sína hæfileika og öll sín afrek með Barcelona hefur hann aldrei unnið neitt með landsliðinu, ef frá er talið gull á Ólympíuleikunum í Peking 2008. Neymar er orðinn fyrirliði Brasilíu sem hefur unnið alla níu leiki sína síðan Dunga tók aftur við liðinu eftir HM á heimavelli í fyrra. Brasilíumenn hafa ýmislegt að sanna eftir hrakfarirnar gegn Þjóðverjum í undanúrslitum HM en þeir eru líklegir sigurvegarar ásamt Argentínu, Chile og jafnvel Kólumbíu. Leikið er í þremur fjögurra liða riðlum. Tvö efstu liðin úr hverjum riðli komast í 8-liða úrslitin ásamt þeim tveimur liðum sem eru með bestan árangur í 2. sæti. Fjögur lið sitja því eftir að riðlakeppninni lokinni. Öll 10 löndin í Suður-Ameríku taka þátt í keppninni, auk tveggja gestaþjóða sem að þessu sinni eru Jamaíka og Mexíkó. Keppninni lýkur með úrslitaleik á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí.Alexis Sánchez og félagar þykja líklegir til afreka á heimavelli.vísir/gettyRiðlarnir eru þannig skipaðir:Riðill A: Chile Mexíkó Ekvador BólivíaRiðill B: Argentína Úrúgvæ Paragvæ JamaíkaRiðill C: Brasilía Kólumbía Perú Venesúela
Fótbolti Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega líta í kringum mig“ Körfubolti Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Fótbolti Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Fótbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ Körfubolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Fleiri fréttir Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum Sjá meira