Mótmæli á Austurvelli: „Fólki er misboðið“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 12. júní 2015 10:53 Fólk er ósátt við að það stefni í lagasetningu á verkfall heilbrigðisstétta. Vísir/Valli Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta í heilbrigðiskerfinu en félög þeirra eiga aðild að BHM. Mótmælin voru boðuð klukkan hálf ellefu en strax um tíuleytið var fólk tekið að streyma niður á Austurvöll. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, telur að nokkur hundruð manns hafi verið á staðnum þegar Vísir náði af honum tali rétt fyrir hálf ellefu í morgun. „Fólki hér er misboðið,“ segir hann afdráttarlaus. „Við lítum á það þannig að það sé verið að taka af okkur lýðræðislegan og sjálfsagðan samningarétt okkar. Alþingi sé að sýna okkur mikla vanvirðingu með því. Ég sé ekki að þeir séu búnir að ákveða, að með því að gefa okkur tveggja vikna fyrirvara, að Gerðardómur muni ákveða okkar laun, samþykki þeir frumvarpið það er að segja.“ Hann telur afar líklegt að lögin verði samþykkt en boðað var til lagasetningar í gærkvöldi.Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sést í fjarska ræða við mótmælendur.Vísir/ValliÓlafur segist þegar hafa heyrt af uppsögnum en mikil ósátt er innan stétta heilbrigðiskerfisins. Hann sagði í Fréttablaðinu að mikil vöntun væri á heilbrigðisstarfsmönnum í Evrópu og því væri lítið mál fyrir Íslendinga að fá vinnu erlendis. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Mótmælin standa yfir þar til Alþingi hefur tekið ákvörðun um lagasetningu á verkfallið.Forsvarsmenn BHM og félags hjúkrunarfræðinga ræða málin.Vísir/Valli Verkfall 2016 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira
Nú standa yfir mótmæli hjúkrunarfræðinga og fleiri stétta í heilbrigðiskerfinu en félög þeirra eiga aðild að BHM. Mótmælin voru boðuð klukkan hálf ellefu en strax um tíuleytið var fólk tekið að streyma niður á Austurvöll. Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, telur að nokkur hundruð manns hafi verið á staðnum þegar Vísir náði af honum tali rétt fyrir hálf ellefu í morgun. „Fólki hér er misboðið,“ segir hann afdráttarlaus. „Við lítum á það þannig að það sé verið að taka af okkur lýðræðislegan og sjálfsagðan samningarétt okkar. Alþingi sé að sýna okkur mikla vanvirðingu með því. Ég sé ekki að þeir séu búnir að ákveða, að með því að gefa okkur tveggja vikna fyrirvara, að Gerðardómur muni ákveða okkar laun, samþykki þeir frumvarpið það er að segja.“ Hann telur afar líklegt að lögin verði samþykkt en boðað var til lagasetningar í gærkvöldi.Ólafur G. Skúlason, formaður félags hjúkrunarfræðinga, sést í fjarska ræða við mótmælendur.Vísir/ValliÓlafur segist þegar hafa heyrt af uppsögnum en mikil ósátt er innan stétta heilbrigðiskerfisins. Hann sagði í Fréttablaðinu að mikil vöntun væri á heilbrigðisstarfsmönnum í Evrópu og því væri lítið mál fyrir Íslendinga að fá vinnu erlendis. Hann viti til dæmis um eina sem strax hafi fengið vinnu í Svíþjóð eftir eitt símtal á sjúkrahús þar í vikunni. „En við erum ansi hrædd um það að farið verði að setja lög,“ segir hann. Skilaboðin hafi verið að fyrst ekki náðust samningar á samningafundum vikunnar þá mætti vænta lagasetningar sem fyrst. Mótmælin standa yfir þar til Alþingi hefur tekið ákvörðun um lagasetningu á verkfallið.Forsvarsmenn BHM og félags hjúkrunarfræðinga ræða málin.Vísir/Valli
Verkfall 2016 Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Sjá meira