Innlent

Meirihluti starfsmanna á hjartaþræðingardeild sagt upp

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/vilhelm
Meirihluti hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild Landspítalans hefur sagt upp störfum, eftir að Alþingi setti lög á verkföll hjúkrunarfræðinga. Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðunni sem upp er komin.

Í ályktun frá samtökunum segir að uppsagnir hjúkrunarfræðinga og annarra starfsmanna undanfarna daga muni auka enn á þann vanda sem safnast hafi upp í verkföllunum síðustu vikur. Uppsagnir hjúkrunarfræðinga á hjartaþræðingardeild hafi í för með sér ófyrirséðar afleiðingar fyrir þá lífsnauðsynlegu starfsemi og þá hjartasjúklinga sem þurfi á bráðri aðstoð að halda.

Hjartaheill skora því á samningsaðila beggja vegna borðs að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná samningum áður en gerðardómur tekur til starfa í þeirri von að hjúkrunarfræðingar og annað starfsfólk spítalans sem nú hafa sagt upp störfum sjái sér fært að draga uppsagnir sínar til baka áður en enn alvarlegra ástand skapast.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.