„Frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. júní 2015 18:38 Frú Vigdís Finnbogadóttir á svölum Alþingishússins í dag. vísir/stefán Frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var vel fagnað þegar hún steig út á svalir Alþingishússins í dag og ávarpaði mannfjöldann sem var samankominn á Austurvelli til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna. Í upphafi ræðu sinnar spurði hún hvers vegna við værum sérstaklega að fagna sjálfstæði hugsunar kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra þjóðfélaginu: „Jú, það er af því að frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið og það skynjum við vel í daglegum fréttum frá öðrum heimshlutum. Svo afar fátt af því sem okkur finnst sjálfsagt í daglegu lífi hefur komið inn í samfélag okkar eins og regn af himnum ofan heldur áunnist með óþreytandi elju og framsýni þeirra sem á undan okkur komu.“Jafnrétti ekki náð í raun Vigdís sagði 19. júní vera minningardag okkar allra, karla jafnt sem kvenna, þeirra yngri jafnt sem þeirra eldri og að hann væri táknrænn fyrir þjóðarhag. Hún minnti á að körlum og konum væru tryggð sömu mannréttindi í stjórnarskrá og lögum en sagði þó enn mörg verkefni blasa við. „Þó svo eigi að heita að jafnrétti kynja á Íslandi hafi verið náðst með lögum vitum við að talsvert vantar upp á að jafnrétti ríki í raun. Enn er langt í land að konur hafi sömu laun og karlar, þrátt fyrir þá staðreynd að lög sem áttu að tryggja sömu laun fyrir sömu vinnu hafi verið í gildi í meira en fjóra áratugi.“Minnti á tvö dýrmæt djásn Íslendinga Vigdís beindi svo orðum sínum sérstaklega til unga fólksins og minnti á tvö dýrmæt djásn sem Íslendingum hafi verið falin til verndar. „Það er náttúra Íslands og þjóðtungan okkar, íslenskan. Enginn getur tekið þessi djásn frá okkur nema við sjálf. Þess vegna fæ ég aldrei hvatt ykkur nógu oft, unga fólkið í landinu, til að gleyma aldrei að varðveita og vernda þessi djásn sem bæði eru þess eðlis að ef þau eru einu sinni glötuð þá verða þau ekki endurheimt.“ Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kosin var á Alþingi, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi. 19. júní 2015 17:11 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Frú Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands, var vel fagnað þegar hún steig út á svalir Alþingishússins í dag og ávarpaði mannfjöldann sem var samankominn á Austurvelli til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar og kjörgengis kvenna. Í upphafi ræðu sinnar spurði hún hvers vegna við værum sérstaklega að fagna sjálfstæði hugsunar kvenna og jafnræði til að velja hvernig á að stýra þjóðfélaginu: „Jú, það er af því að frelsið, jafnréttið og lýðræðið er ekki sjálfgefið og það skynjum við vel í daglegum fréttum frá öðrum heimshlutum. Svo afar fátt af því sem okkur finnst sjálfsagt í daglegu lífi hefur komið inn í samfélag okkar eins og regn af himnum ofan heldur áunnist með óþreytandi elju og framsýni þeirra sem á undan okkur komu.“Jafnrétti ekki náð í raun Vigdís sagði 19. júní vera minningardag okkar allra, karla jafnt sem kvenna, þeirra yngri jafnt sem þeirra eldri og að hann væri táknrænn fyrir þjóðarhag. Hún minnti á að körlum og konum væru tryggð sömu mannréttindi í stjórnarskrá og lögum en sagði þó enn mörg verkefni blasa við. „Þó svo eigi að heita að jafnrétti kynja á Íslandi hafi verið náðst með lögum vitum við að talsvert vantar upp á að jafnrétti ríki í raun. Enn er langt í land að konur hafi sömu laun og karlar, þrátt fyrir þá staðreynd að lög sem áttu að tryggja sömu laun fyrir sömu vinnu hafi verið í gildi í meira en fjóra áratugi.“Minnti á tvö dýrmæt djásn Íslendinga Vigdís beindi svo orðum sínum sérstaklega til unga fólksins og minnti á tvö dýrmæt djásn sem Íslendingum hafi verið falin til verndar. „Það er náttúra Íslands og þjóðtungan okkar, íslenskan. Enginn getur tekið þessi djásn frá okkur nema við sjálf. Þess vegna fæ ég aldrei hvatt ykkur nógu oft, unga fólkið í landinu, til að gleyma aldrei að varðveita og vernda þessi djásn sem bæði eru þess eðlis að ef þau eru einu sinni glötuð þá verða þau ekki endurheimt.“
Tengdar fréttir Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55 Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kosin var á Alþingi, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi. 19. júní 2015 17:11 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þúsundir kvenna fagna kosningarétti á Austurvelli Fjöldi fólks er nú saman kominn á Austurvelli. 19. júní 2015 15:55
Styttan af Ingibjörgu H. Bjarnason afhjúpuð Ingibjörg H. Bjarnason var fyrsta konan sem kosin var á Alþingi, sjö árum eftir að konur hlutu kosningarétt og kjörgengi. 19. júní 2015 17:11