Segir Má gefa grænt ljós á verðhækkanir Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. júní 2015 18:22 Ólafía B. Rafnsdóttir vill að Már Guðmundsson bíða heldur eftir áhrifum kjarasamninganna og grípa þá inn í með aðgerðum. VÍSIR/VR/GVA Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, hnýtir í Má Guðmundsson seðlabankastjóra fyrir að gefa fyrirtækjum „grænt ljós á að hækka verð og fela sig á bak við það að laun hafi hækkað of mikið”. Þá sakar hún Seðlabankann einnig um að hafa talað talað óvarlega um áhrif launahækkana umfram 3,5% og segir bankann hafa leikið lykilþátt í því að verðbólguvæntingar hafa rokið upp að undanförnu. Þetta kemur fram í harðorði yfirlýsingu sem Ólafía sendi frá sér í dag. Tilefnið er viðtal við Má sem birtist síðastliðinn föstudag, skömmu eftir að nýir kjarasamningar voru undirritaðir á hinum almenna vinnumarkaði. Í viðtalinu sagði seðlabankastjóri að honum þætti ólíklegt að fyrirtæki í landinu gætu heilt yfir tekið á sig hina nýju kjarasamninga og því myndi verðlag í landinu að öllum líkindum hækka. Ólafía segir þessi orð Más í andstöðu við það sem kemur fram í nýjastas hefti Peningamála, riti Seðlabankans, þar sem greint er frá niðurstöðum könnunnar Gallup um væntingar stjórnenda.VÍSIR/GVA„Samkvæmt þeim eru stjórnendur bjartsýnir um þróun framlegðar (EBITDA) á næstu sex mánuðum og hefur bjartsýni þeirra ekki mælst meiri á þessum mælikvarða síðan í febrúar 2007. Þar segir einnig að þetta gæti verið vísbending um að fyrirtæki hafi nokkurt svigrúm til að taka á sig kostnaðarhækkanir án þess að velta þeim út í verðlag eða hægja á ráðningum. Það er því töluvert ósamræmi í orðum seðlabankastjóra og svörum stjórnenda fyrirtækja um getu fyrirtækjanna til að taka á sig aukinn kostnað,” segir Ólafía í tilkynningunni. Hún bætir við að „þær atvinnugreinar þar sem starfsfólk er alla jafna á lægri launum eru einnig í þeirri stöðu að laun og tengd gjöld eru lágt hlutfall af heildarkostnaði, eða um 10%. Sérstök hækkun lægstu launa ætti því ekki að þurfa að leiða til þess að verðlag hækki mikið.” Þá telur Ólafía allt stefna í að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á næstunni og segir hún ástæðu þess megi að miklu leyti rekja til orðræðu bankans í fjölmiðlum síðan samningarnir voru undirritaðir fyrir helgi. „Þannig hefur Seðlabankanum tekist að hækka þær væntingar sem hann vill halda niðri. Nú stefnir því allt í að Seðlabankinn muni hækka vexti til að ná niður væntingum sem hann hefur sjálfur tekið þátt í að þrýst upp á við. Skynsamlegra væri að bíða eftir áhrifum kjarasamninganna og grípa þá inn í með aðgerðum, ef þörf krefur,“ segir Ólafía en yfirlýsinguna í heild sinni má nálgast með því að smella hér Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira
Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, hnýtir í Má Guðmundsson seðlabankastjóra fyrir að gefa fyrirtækjum „grænt ljós á að hækka verð og fela sig á bak við það að laun hafi hækkað of mikið”. Þá sakar hún Seðlabankann einnig um að hafa talað talað óvarlega um áhrif launahækkana umfram 3,5% og segir bankann hafa leikið lykilþátt í því að verðbólguvæntingar hafa rokið upp að undanförnu. Þetta kemur fram í harðorði yfirlýsingu sem Ólafía sendi frá sér í dag. Tilefnið er viðtal við Má sem birtist síðastliðinn föstudag, skömmu eftir að nýir kjarasamningar voru undirritaðir á hinum almenna vinnumarkaði. Í viðtalinu sagði seðlabankastjóri að honum þætti ólíklegt að fyrirtæki í landinu gætu heilt yfir tekið á sig hina nýju kjarasamninga og því myndi verðlag í landinu að öllum líkindum hækka. Ólafía segir þessi orð Más í andstöðu við það sem kemur fram í nýjastas hefti Peningamála, riti Seðlabankans, þar sem greint er frá niðurstöðum könnunnar Gallup um væntingar stjórnenda.VÍSIR/GVA„Samkvæmt þeim eru stjórnendur bjartsýnir um þróun framlegðar (EBITDA) á næstu sex mánuðum og hefur bjartsýni þeirra ekki mælst meiri á þessum mælikvarða síðan í febrúar 2007. Þar segir einnig að þetta gæti verið vísbending um að fyrirtæki hafi nokkurt svigrúm til að taka á sig kostnaðarhækkanir án þess að velta þeim út í verðlag eða hægja á ráðningum. Það er því töluvert ósamræmi í orðum seðlabankastjóra og svörum stjórnenda fyrirtækja um getu fyrirtækjanna til að taka á sig aukinn kostnað,” segir Ólafía í tilkynningunni. Hún bætir við að „þær atvinnugreinar þar sem starfsfólk er alla jafna á lægri launum eru einnig í þeirri stöðu að laun og tengd gjöld eru lágt hlutfall af heildarkostnaði, eða um 10%. Sérstök hækkun lægstu launa ætti því ekki að þurfa að leiða til þess að verðlag hækki mikið.” Þá telur Ólafía allt stefna í að stýrivextir Seðlabankans verði hækkaðir á næstunni og segir hún ástæðu þess megi að miklu leyti rekja til orðræðu bankans í fjölmiðlum síðan samningarnir voru undirritaðir fyrir helgi. „Þannig hefur Seðlabankanum tekist að hækka þær væntingar sem hann vill halda niðri. Nú stefnir því allt í að Seðlabankinn muni hækka vexti til að ná niður væntingum sem hann hefur sjálfur tekið þátt í að þrýst upp á við. Skynsamlegra væri að bíða eftir áhrifum kjarasamninganna og grípa þá inn í með aðgerðum, ef þörf krefur,“ segir Ólafía en yfirlýsinguna í heild sinni má nálgast með því að smella hér
Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira