Íslenski boltinn

KFG lét Breiðablik hafa fyrir hlutunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Höskuldur skoraði þriðja og síðasta mark Breiðabliks.
Höskuldur skoraði þriðja og síðasta mark Breiðabliks. vísir/pjetur

Breiðablik þurfti að hafa fyrir því að leggja 4. deildarlið KFG að velli í lokaleik 32-liða úrslita Borgunarbikarsins í fótbolta. Lokatölur 1-3, Blikum í vil en leikið var á Samsung-vellinum í Garðabæ.

Arnar Grétarsson gerði 10 tíu breytingar á liði Breiðabliks sem vann 3-0 sigur á Stjörnunni á sunnudaginn í 6. umferð Pepsi-deildar karla. Gunnleifur Gunnleifsson var sá eini í byrjunarliðinu í kvöld sem spilaði leikinn gegn Stjörnunni.

Arnór Gauti Ragnarsson skoraði eina mark fyrri hálfleiks þegar hann kom Blikum yfir með skalla eftir hornspyrnu Atla Sigurjónssonar.

Staðan var 0-1 í hálfleik og fram á 73. mínútu þegar Hákon Atli Bryde jafnaði metin með skalla eftir fyrirgjöf Arnars Þórs Ingasonar.

Arnar gerði í kjölfarið tvöfalda skiptingu sem skilaði árangri á 85. mínútu þegar Haukur Þorsteinsson skoraði klaufalegt sjálfsmark.

Varamaðurinn Höskuldur Gunnlaugsson kláraði svo dæmið í uppbótartíma þegar hann skoraði þriðja mark sitt í sumar.

Lokatölur 1-3, Breiðabliki í vil en Kópavogsbúar verða í hattinum þegar dregið verður í 16-liða úrslit bikarkeppninnar á morgun.

Upplýsingar um úrslit og markaskorara eru fengnar frá Fótbolta.net.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.