Erlent

Hútar samþykkja þátttöku í friðarviðræðum

Atli Ísleifsson skrifar
Rúmlega tvö þúsund manns hafa látist og um hálf milljón manna neyðst til að flýja heimili sín vegna átakanna í landinu síðustu mánuði.
Rúmlega tvö þúsund manns hafa látist og um hálf milljón manna neyðst til að flýja heimili sín vegna átakanna í landinu síðustu mánuði. Vísir/AFP
Fulltrúar uppreisnarmanna Húta í Jemen samþykktu í gær að taka þátt í friðarviðræðum á vegum Sameinuðu þjóðanna í Genf sem fyrirhugaðar eru þann 14. júní næstkomandi. Fulltrúar ríkisstjórnar landsins staðfestu þátttöku sína á miðvikudaginn.

Hörð átök hafa staðið í landinu síðustu mánuði þar sem stjórnarher Sádi-Arabíu hefur gert loftárásir á sveitir Húta í rúma tvo mánuði í tilraun til að koma Abd-Rabbu Mansour Hadi Jemenforseta aftur til valda. Hadi dvelur nú í Sádi-Arabíu eftir að Hútar náðu höfuðborginni Sanaa á sitt vald í september.

Rúmlega tvö þúsund manns hafa látist og um hálf milljón manna neyðst til að flýja heimili sín vegna átakanna í landinu.

Ismail Ould Cheikh Ahmed, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Jemen, hefur unnið að því vikum saman að fá deiluaðila að samningaborðinu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×