Erlent

Flýja heimili sín í Jemen

Fjölskyldur í Jemen hafa þurft að flýja heimili sín undanfarnar vikur vegna loftárása.
Fjölskyldur í Jemen hafa þurft að flýja heimili sín undanfarnar vikur vegna loftárása.
Margar fjölskyldur hafa flúið frá borginni Aden í Jemen vegna stríðsástands. Á myndinni, sem tekin var í vikunni, bíða börn eftir mat og drykk frá sjálfsboðaliðum hjálparsamtaka.

Rúmlega hundrað börn hafa látið lífið í stríðsátökunum í Jemen undanfarnar vikur að sögn UNICEF. Níutíu manns voru drepnir í loftárás sádiarabíska hersins í Jemen í gær. Að sögn yfirvalda var ráðist á herstöð í höfuðborginni Sanaa. Loftárásin er sú mannskæðasta í landinu síðan í byrjun aprílmánaðar og særðust þrjú hundruð manns í henni.

Uppreisnarmenn Húta náðu höfuðborginni Sanaa á sitt vald í september síðastliðnum. Bandalag ríkja undir forystu Sádi-Arabíu hóf loftárásir á stöðvar uppreisnarmanna í lok mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×