Jafnar Enrique árangur Guardiola? Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. júní 2015 07:00 Argentínumennirnir Lionel Messi og Carlos Tevez verða í aðalhlutverkum í Berlín í kvöld. vísir/getty Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í fótbolta fer fram á Ólympíuvellinum í Berlín í kvöld þar sem Juventus tekur á móti Barcelona. Leikurinn hefst klukkan 18.45, en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.00. Orðið Meistaradeildin á svo sannarlega við í kvöld þar sem Ítalíumeistararnir mæta Spánarmeisturunum. Barcelona er miklu sigurstranglegra liðið, hefur enda verið að spila ótrúlegan fótbolta með MSN-sóknarþríeykið, Messi, Suárez og Neymar, í lygilegu formi. Barcelona er Spánarmeistari og bikarmeistari og innsiglar þrennuna með sigri í Berlín í kvöld. Takist það jafnar Luis Enrique árangur Peps Guardiola á sinni fyrstu leiktíð og verður mögulega í lok árs með sögulega jafn gott lið og Börsungar voru með árið 2009.MSN-þrenningin ógurlega með spænska konungsbikarinn sem Barcelona vann um síðustu helgi.vísir/gettyErfitt að veðja gegn Barca „Juventus á góðan möguleika,“ segir Guðmundur Benediktsson sem mun stýra upphitun og uppgjöri á leiknum á Stöð 2 Sport. „Juventus kann betur en flest lið að verjast. Þó að það komi Juve ekkert við þá þurfum við ekki að fara nema 21 ár aftur í tímann þegar Barcelona átti að vinna AC Milan en tapaði, 4-0. Það getur allt gerst,“ segir Guðmundur sem hefur þó meiri trú á Barcelona. „Auðvitað er erfitt að veðja gegn Barcelona. Það er miklu líklegra. Það er ofboðslega erfitt að veðja gegn liði sem er með MSN-þríeykið í því stuði sem það er. Svo hjálpar það Juventus ekki að besti miðvörðurinn í þriggja manna línu, Giorgio Chiellini, verður ekki með vegna meiðsla.“Suárez gert Barca best Þó að Juventus sé gott varnarlið með tvö þaulæfð varnarafbrigði sem liðið notar þarf það að reyna að stöðva Messi, Neymar og Suárez. Það hefur nánast engu liði tekist, en þremenningarnir eru búnir að skora samtals 120 mörk á leiktíðinni. Finnst ykkur þetta ótrúlegt? Það finnst öllum, en flettið þessu bara upp. Þetta er ekki prentvilla. „Þetta eru náttúrlega ótrúlegar tölur. En þarna er auðvitað Lionel Messi, sem er besti leikmaður allra tíma. Þegar hann er í stuði er ekkert hægt að stöðva hann,“ segir Guðmundur, en Luis Suárez var síðasta púslið. „Suárez er allt öðruvísi týpa sem er búinn að gera þetta Barcelona-lið að besta liði í Evrópu. Vinnslan í honum eru engu lík og fáséð að svona góðir leikmenn séu líka svona vinnusamir. Hann er á öxlinni – þetta á reyndar ekki við því Chiellini er ekki að spila – á varnarmönnum mótherjanna allan tímann og gerir þá gjörsamlega tryllta,“ segir Guðmundur.Patrice Evra leikur sinn fimmta úrslitaleik í Meistaradeildinni í kvöld. Þar mætir hann fornum fjanda - Luís Suárez.vísir/gettyÓtrúlegur árangur Barca-liðið stendur frammi fyrir því að fullkomna þrennuna í kvöld sem fyrr segir. Það er nokkuð ótrúlegt miðað við stöðuna á liðinu í byrjun árs. „Það var allt í upplausn þarna. Messi var orðaður við félög á Englandi og hann og Neymar settir á bekkinn fyrir tapleik. Þeir voru fúlir og Enrique var talinn á útleið. Þess vegna finnst mér þetta alveg ótrúlegur árangur og vel gert hjá Enrique að rétta úr þessu öllu saman,“ segir Guðmundur.Enrique kemst á par við Pep Pep Guardiola vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Barcelona veturinn 2008/09. Hann bætti svo Stórbikar Evrópu, Stórbikar Spánar og heimsmeistaratitli félagsliða í sarpinn á einu og sama árinu. Luis Enrique getur jafnað árangur Guardiola yfir eitt tímabil, en ef hann fer alla leið á þessu ári og tekur fleiri titla eins og Guardiola gerði fyrir sex árum, verður hægt að tala um þetta Barca-lið sem það besta í sögunni frekar en 2009-liðið? „Það er erfitt að segja. Enrique á eftir að vinna allt hitt, en ef hann gerir það á þessu ári er ég tilbúinn að setja hann í sama flokk. Þá mun Barcelona eiga tvö bestu félagslið sögunnar,“ segir Guðmundur Benediktsson. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Messi fór á kostum og afgreiddi Bilbao Barcelona er tvöfaldur meistari í Spáni eftir 3-1 sigur á Athletic Bilbao í úrslitum bikarsins. 30. maí 2015 21:20 Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Heppnir að fá að sjá Messi á æfingu "Þar gerir hann hluti sem eru erfiðari," hafði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, að segja um Messi. 31. maí 2015 13:01 Tévez: Þurfum að spila fullkomlega til að vinna Barcelona Carlos Tévez segir að Juventus þurfi að eiga fullkominn leik til að leggja Barcelona að velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um næstu helgi. 29. maí 2015 23:15 Henry: Xavi er herra Barcelona Xavi spilar sinn síðasta leik fyrir Börsunga í Berlín á laugardaginn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 4. júní 2015 11:30 Eiður Smári og Heimir sérfræðingar Stöðvar 2 Sports Vegleg umfjöllun í tengslum við úrslitleik Meistaradeildar Evrópu. 5. júní 2015 12:00 Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45 Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í fótbolta fer fram á Ólympíuvellinum í Berlín í kvöld þar sem Juventus tekur á móti Barcelona. Leikurinn hefst klukkan 18.45, en útsending á Stöð 2 Sport hefst klukkan 18.00. Orðið Meistaradeildin á svo sannarlega við í kvöld þar sem Ítalíumeistararnir mæta Spánarmeisturunum. Barcelona er miklu sigurstranglegra liðið, hefur enda verið að spila ótrúlegan fótbolta með MSN-sóknarþríeykið, Messi, Suárez og Neymar, í lygilegu formi. Barcelona er Spánarmeistari og bikarmeistari og innsiglar þrennuna með sigri í Berlín í kvöld. Takist það jafnar Luis Enrique árangur Peps Guardiola á sinni fyrstu leiktíð og verður mögulega í lok árs með sögulega jafn gott lið og Börsungar voru með árið 2009.MSN-þrenningin ógurlega með spænska konungsbikarinn sem Barcelona vann um síðustu helgi.vísir/gettyErfitt að veðja gegn Barca „Juventus á góðan möguleika,“ segir Guðmundur Benediktsson sem mun stýra upphitun og uppgjöri á leiknum á Stöð 2 Sport. „Juventus kann betur en flest lið að verjast. Þó að það komi Juve ekkert við þá þurfum við ekki að fara nema 21 ár aftur í tímann þegar Barcelona átti að vinna AC Milan en tapaði, 4-0. Það getur allt gerst,“ segir Guðmundur sem hefur þó meiri trú á Barcelona. „Auðvitað er erfitt að veðja gegn Barcelona. Það er miklu líklegra. Það er ofboðslega erfitt að veðja gegn liði sem er með MSN-þríeykið í því stuði sem það er. Svo hjálpar það Juventus ekki að besti miðvörðurinn í þriggja manna línu, Giorgio Chiellini, verður ekki með vegna meiðsla.“Suárez gert Barca best Þó að Juventus sé gott varnarlið með tvö þaulæfð varnarafbrigði sem liðið notar þarf það að reyna að stöðva Messi, Neymar og Suárez. Það hefur nánast engu liði tekist, en þremenningarnir eru búnir að skora samtals 120 mörk á leiktíðinni. Finnst ykkur þetta ótrúlegt? Það finnst öllum, en flettið þessu bara upp. Þetta er ekki prentvilla. „Þetta eru náttúrlega ótrúlegar tölur. En þarna er auðvitað Lionel Messi, sem er besti leikmaður allra tíma. Þegar hann er í stuði er ekkert hægt að stöðva hann,“ segir Guðmundur, en Luis Suárez var síðasta púslið. „Suárez er allt öðruvísi týpa sem er búinn að gera þetta Barcelona-lið að besta liði í Evrópu. Vinnslan í honum eru engu lík og fáséð að svona góðir leikmenn séu líka svona vinnusamir. Hann er á öxlinni – þetta á reyndar ekki við því Chiellini er ekki að spila – á varnarmönnum mótherjanna allan tímann og gerir þá gjörsamlega tryllta,“ segir Guðmundur.Patrice Evra leikur sinn fimmta úrslitaleik í Meistaradeildinni í kvöld. Þar mætir hann fornum fjanda - Luís Suárez.vísir/gettyÓtrúlegur árangur Barca-liðið stendur frammi fyrir því að fullkomna þrennuna í kvöld sem fyrr segir. Það er nokkuð ótrúlegt miðað við stöðuna á liðinu í byrjun árs. „Það var allt í upplausn þarna. Messi var orðaður við félög á Englandi og hann og Neymar settir á bekkinn fyrir tapleik. Þeir voru fúlir og Enrique var talinn á útleið. Þess vegna finnst mér þetta alveg ótrúlegur árangur og vel gert hjá Enrique að rétta úr þessu öllu saman,“ segir Guðmundur.Enrique kemst á par við Pep Pep Guardiola vann þrennuna á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari Barcelona veturinn 2008/09. Hann bætti svo Stórbikar Evrópu, Stórbikar Spánar og heimsmeistaratitli félagsliða í sarpinn á einu og sama árinu. Luis Enrique getur jafnað árangur Guardiola yfir eitt tímabil, en ef hann fer alla leið á þessu ári og tekur fleiri titla eins og Guardiola gerði fyrir sex árum, verður hægt að tala um þetta Barca-lið sem það besta í sögunni frekar en 2009-liðið? „Það er erfitt að segja. Enrique á eftir að vinna allt hitt, en ef hann gerir það á þessu ári er ég tilbúinn að setja hann í sama flokk. Þá mun Barcelona eiga tvö bestu félagslið sögunnar,“ segir Guðmundur Benediktsson.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Messi fór á kostum og afgreiddi Bilbao Barcelona er tvöfaldur meistari í Spáni eftir 3-1 sigur á Athletic Bilbao í úrslitum bikarsins. 30. maí 2015 21:20 Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28 Heppnir að fá að sjá Messi á æfingu "Þar gerir hann hluti sem eru erfiðari," hafði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, að segja um Messi. 31. maí 2015 13:01 Tévez: Þurfum að spila fullkomlega til að vinna Barcelona Carlos Tévez segir að Juventus þurfi að eiga fullkominn leik til að leggja Barcelona að velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um næstu helgi. 29. maí 2015 23:15 Henry: Xavi er herra Barcelona Xavi spilar sinn síðasta leik fyrir Börsunga í Berlín á laugardaginn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 4. júní 2015 11:30 Eiður Smári og Heimir sérfræðingar Stöðvar 2 Sports Vegleg umfjöllun í tengslum við úrslitleik Meistaradeildar Evrópu. 5. júní 2015 12:00 Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45 Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30 Mest lesið Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Körfubolti Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Handbolti Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Fleiri fréttir Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Sjá meira
Messi fór á kostum og afgreiddi Bilbao Barcelona er tvöfaldur meistari í Spáni eftir 3-1 sigur á Athletic Bilbao í úrslitum bikarsins. 30. maí 2015 21:20
Suárez og Chiellini mætast ekki í úrslitaleiknum Ítalski varnarmaðurinn meiddur og verður ekki með í Berlín. 4. júní 2015 12:28
Heppnir að fá að sjá Messi á æfingu "Þar gerir hann hluti sem eru erfiðari," hafði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, að segja um Messi. 31. maí 2015 13:01
Tévez: Þurfum að spila fullkomlega til að vinna Barcelona Carlos Tévez segir að Juventus þurfi að eiga fullkominn leik til að leggja Barcelona að velli í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu um næstu helgi. 29. maí 2015 23:15
Henry: Xavi er herra Barcelona Xavi spilar sinn síðasta leik fyrir Börsunga í Berlín á laugardaginn í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 4. júní 2015 11:30
Eiður Smári og Heimir sérfræðingar Stöðvar 2 Sports Vegleg umfjöllun í tengslum við úrslitleik Meistaradeildar Evrópu. 5. júní 2015 12:00
Buffon: Messi er geimvera sem spilar með okkur mannfólkinu Markvörður Juventus vonast til að Messi snúi aftur til jarðar og verði mannlegur í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. 3. júní 2015 08:45
Bonucci: Ég ætla ekkert að klappa fyrir framherjum Barcelona MSN-þríeykið er búið að skora 120 mörk fyrir Barcelona en Juventus þarf að stoppa það í úrslitaleiknum á laugardaginn. 3. júní 2015 15:30