Enn hefur ekkert spurst til strokufanganna - Myndir Samúel Karl Ólason skrifar 8. júní 2015 08:30 Ríkisstjórinn Andrew Cuomo á blaðamannafundi. Vísir/AFP Enn hefur ekkert spurst til tveggja dæmdra morðingja sem brutust út úr öryggisfangelsi í New York ríki í Bandaríkjunum um helgina. Ríkisstjórinn Andrew Cuomo segir að hundrað þúsund dollarar hafi nú verið settir til höfuðs þeim enda séu þeir afar hættulegir og líklegir til þess að fremja ódæðisverk á ný. Fangelsið er eitt af elstu fangelsum Bandaríkjanna og frá hámarksöryggisdeild þess hefur engum tekist að sleppa í hundrað og fimmtíu ár. Mennirnir komust yfir rafmagnsverkfæri í fangelsinu og náðu að skera gat á stálvegg í fangelsinu þaðan sem þeir komust inn í lagnakerfi hússins. Þar þurftu þeir að skera sig í gegnum stálrör sem leiddi þá út í frelsið. Flóttinn þykir mjög líkur fangaflótta í kvikmyndinni Shawshank Redemtion. Ekki hefur verið gefið út hvernig þeir komust hjá því að einhver heyrði í þeim, en ríkisstjórinn segir ómögulegt að enginn hafi gert það. Verkfærin fengu þeir að öllum líkindum í fangelsinu, en talning hefur leitt í ljós að engra er saknað. Verktakar sem hafa unnið í fangelsinu fara nú yfir verkfæri sín og kanna hvort einhverra sé saknað.Mögulega komnir til Kanada David Sweat var dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn eftir að hann var dæmdur yfrir morð á lögreglumanni í júlí árið 2002. Richard Matt fékk hins vegar frá 25 árum til lífstíðarfangelsisvistar. Hann var dæmdur fyrir þrjú morð, þrjú mannrán og tvö rán eftir að hann rændi manni og barði hann til dauða í desember árið 1997. „Þetta eru morðingjar,“ sagðir ríkisstjórinn á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það hefur aldrei verið nokkur efi um að þá glæpi sem þeir hafa framið. Þeir ganga nú lausir og við setjum forgang á að handsama þá.“ Hundruð lögregluþjóna leita nú við fangelsið með þyrlum og leitarhundum og einnig fylgja þeir eftir ábendingum sem hafa borist lögreglunni. Lögreglan hefur þó ekki grun um hvar þeir eru niðurkomnir og Cuomo segir mögulegt að þeir séu þegar komnir til Kanada. Það tekur einungis 45 mínútur að keyra til Montreal frá fangelsinu.Með því að skríða í gegnum götin komust þeir í lagnakerfi fangelsisin.Vísir/AFPFangarnir skáru gat á stórt rör sem þeir notuðu til að sleppa.Vísir/AFPÞennan miða skildu fangarnir sem kveðju eftir við gatið á rörinu.Vísir/AFP Tengdar fréttir Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Enn hefur ekkert spurst til tveggja dæmdra morðingja sem brutust út úr öryggisfangelsi í New York ríki í Bandaríkjunum um helgina. Ríkisstjórinn Andrew Cuomo segir að hundrað þúsund dollarar hafi nú verið settir til höfuðs þeim enda séu þeir afar hættulegir og líklegir til þess að fremja ódæðisverk á ný. Fangelsið er eitt af elstu fangelsum Bandaríkjanna og frá hámarksöryggisdeild þess hefur engum tekist að sleppa í hundrað og fimmtíu ár. Mennirnir komust yfir rafmagnsverkfæri í fangelsinu og náðu að skera gat á stálvegg í fangelsinu þaðan sem þeir komust inn í lagnakerfi hússins. Þar þurftu þeir að skera sig í gegnum stálrör sem leiddi þá út í frelsið. Flóttinn þykir mjög líkur fangaflótta í kvikmyndinni Shawshank Redemtion. Ekki hefur verið gefið út hvernig þeir komust hjá því að einhver heyrði í þeim, en ríkisstjórinn segir ómögulegt að enginn hafi gert það. Verkfærin fengu þeir að öllum líkindum í fangelsinu, en talning hefur leitt í ljós að engra er saknað. Verktakar sem hafa unnið í fangelsinu fara nú yfir verkfæri sín og kanna hvort einhverra sé saknað.Mögulega komnir til Kanada David Sweat var dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn eftir að hann var dæmdur yfrir morð á lögreglumanni í júlí árið 2002. Richard Matt fékk hins vegar frá 25 árum til lífstíðarfangelsisvistar. Hann var dæmdur fyrir þrjú morð, þrjú mannrán og tvö rán eftir að hann rændi manni og barði hann til dauða í desember árið 1997. „Þetta eru morðingjar,“ sagðir ríkisstjórinn á blaðamannafundi í gærkvöldi. „Það hefur aldrei verið nokkur efi um að þá glæpi sem þeir hafa framið. Þeir ganga nú lausir og við setjum forgang á að handsama þá.“ Hundruð lögregluþjóna leita nú við fangelsið með þyrlum og leitarhundum og einnig fylgja þeir eftir ábendingum sem hafa borist lögreglunni. Lögreglan hefur þó ekki grun um hvar þeir eru niðurkomnir og Cuomo segir mögulegt að þeir séu þegar komnir til Kanada. Það tekur einungis 45 mínútur að keyra til Montreal frá fangelsinu.Með því að skríða í gegnum götin komust þeir í lagnakerfi fangelsisin.Vísir/AFPFangarnir skáru gat á stórt rör sem þeir notuðu til að sleppa.Vísir/AFPÞennan miða skildu fangarnir sem kveðju eftir við gatið á rörinu.Vísir/AFP
Tengdar fréttir Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Tveir dæmdir morðingjar sluppu úr hámarksöryggisfangelsi „Þetta eru hættulegir menn,“ sagði Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York fylkis, "Þeir eru ekkert til að leika sér að.“ 7. júní 2015 10:08