Ísland í dag: „Almenningur mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum“ Bjarki Ármannsson skrifar 8. júní 2015 20:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að sama hvor leiðin verði farin við uppgjör slitabúa, nauðasamningar sem uppfylli stöðugleikaskilyrði verði samþykktir eða slitabúin látin greiða 39 prósent í stöðugleikaskatt, verði áhrifin á íslenska hagsmuni þau sömu. Þetta kom fram í viðtali þeirra Höskuldar Kára Schram og Gunnars Atla Gunnarssonar við Sigmund í þættinum Ísland í dag í kvöld. Sigmundur sagði jafnframt að strax á þessu ári verði stór skref stigin í átt að afnámi hafta sem leiði til þess að almenningur muni nær hætta að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi. Aðgerðir stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta voru kynntar á fréttamannafundi í Hörpu í dag og Sigmundur ræddi þær í Íslandi í dag í kvöld. Sigmundur sagði það meðal annars áhugavert að viljayfirlýsingar skildu hafa borist frá kröfuhöfum slitabúa föllnu bankanna í dag. „Mér skilst að yfirlýsingarnar hafi komið í kjölfar þess að menn hafi séð að þetta væri raunverulega að gerast, skatturinn kæmi raunverulega,“ segir Sigmundur. „Menn sjái þá tækifæri í því að klára málin hraðar og verða við þessum stöðugleikaskilyrðum. Það hefur ýmsa kosti fyrir þessa aðila en getur líka gert það fyrir Ísland, þó hinn kosturinn sé mjög góður líka. Ef þetta endar þannig að menn klára þetta ekki og stöðugleikaskatturinn fellur, þá er það mjög góð niðurstaða líka.“ Hann segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar þess eðlis að það skipti ekki máli fyrir Ísland hvort kröfuhafarnir verði við skilyrðunum í tæka tíð eður ei. „Þetta er hannað þannig að þetta komi alltaf á sama stað niður,“ segir Sigmundur. „Jafnvel þó að menn fari skattaleiðina, þá hafa þeir möguleika á að lækka beinar skattgreiðslur um kannski 160 milljarða en það kæmi þá fram með öðrum hætti. Með fjárfestingum og öðru.“ Aðspurður hvenær nákvæmlega gjaldeyrishöftin verði með öllu losuð sagði Sigmundur að stór skref yrðu tekin strax á þessu ári. „Sérstaklega hvað varðar almenning, sem mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum,“ segir hann. „Það verður opnað á nánast allt sem viðkemur viðskiptum einstaklinga.“ Meðal annars muni fólk ekki lengur þurfa að prenta út farseðil til að kaupa gjaldeyri þegar það fer til útlanda. Einnig muni almenningur geta keypt erlend hlutabréf. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að sama hvor leiðin verði farin við uppgjör slitabúa, nauðasamningar sem uppfylli stöðugleikaskilyrði verði samþykktir eða slitabúin látin greiða 39 prósent í stöðugleikaskatt, verði áhrifin á íslenska hagsmuni þau sömu. Þetta kom fram í viðtali þeirra Höskuldar Kára Schram og Gunnars Atla Gunnarssonar við Sigmund í þættinum Ísland í dag í kvöld. Sigmundur sagði jafnframt að strax á þessu ári verði stór skref stigin í átt að afnámi hafta sem leiði til þess að almenningur muni nær hætta að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi. Aðgerðir stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta voru kynntar á fréttamannafundi í Hörpu í dag og Sigmundur ræddi þær í Íslandi í dag í kvöld. Sigmundur sagði það meðal annars áhugavert að viljayfirlýsingar skildu hafa borist frá kröfuhöfum slitabúa föllnu bankanna í dag. „Mér skilst að yfirlýsingarnar hafi komið í kjölfar þess að menn hafi séð að þetta væri raunverulega að gerast, skatturinn kæmi raunverulega,“ segir Sigmundur. „Menn sjái þá tækifæri í því að klára málin hraðar og verða við þessum stöðugleikaskilyrðum. Það hefur ýmsa kosti fyrir þessa aðila en getur líka gert það fyrir Ísland, þó hinn kosturinn sé mjög góður líka. Ef þetta endar þannig að menn klára þetta ekki og stöðugleikaskatturinn fellur, þá er það mjög góð niðurstaða líka.“ Hann segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar þess eðlis að það skipti ekki máli fyrir Ísland hvort kröfuhafarnir verði við skilyrðunum í tæka tíð eður ei. „Þetta er hannað þannig að þetta komi alltaf á sama stað niður,“ segir Sigmundur. „Jafnvel þó að menn fari skattaleiðina, þá hafa þeir möguleika á að lækka beinar skattgreiðslur um kannski 160 milljarða en það kæmi þá fram með öðrum hætti. Með fjárfestingum og öðru.“ Aðspurður hvenær nákvæmlega gjaldeyrishöftin verði með öllu losuð sagði Sigmundur að stór skref yrðu tekin strax á þessu ári. „Sérstaklega hvað varðar almenning, sem mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum,“ segir hann. „Það verður opnað á nánast allt sem viðkemur viðskiptum einstaklinga.“ Meðal annars muni fólk ekki lengur þurfa að prenta út farseðil til að kaupa gjaldeyri þegar það fer til útlanda. Einnig muni almenningur geta keypt erlend hlutabréf.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Fleiri fréttir Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Sjá meira
Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12
„Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04
„Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00
BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03
Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41
Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23