Ísland í dag: „Almenningur mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum“ Bjarki Ármannsson skrifar 8. júní 2015 20:15 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að sama hvor leiðin verði farin við uppgjör slitabúa, nauðasamningar sem uppfylli stöðugleikaskilyrði verði samþykktir eða slitabúin látin greiða 39 prósent í stöðugleikaskatt, verði áhrifin á íslenska hagsmuni þau sömu. Þetta kom fram í viðtali þeirra Höskuldar Kára Schram og Gunnars Atla Gunnarssonar við Sigmund í þættinum Ísland í dag í kvöld. Sigmundur sagði jafnframt að strax á þessu ári verði stór skref stigin í átt að afnámi hafta sem leiði til þess að almenningur muni nær hætta að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi. Aðgerðir stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta voru kynntar á fréttamannafundi í Hörpu í dag og Sigmundur ræddi þær í Íslandi í dag í kvöld. Sigmundur sagði það meðal annars áhugavert að viljayfirlýsingar skildu hafa borist frá kröfuhöfum slitabúa föllnu bankanna í dag. „Mér skilst að yfirlýsingarnar hafi komið í kjölfar þess að menn hafi séð að þetta væri raunverulega að gerast, skatturinn kæmi raunverulega,“ segir Sigmundur. „Menn sjái þá tækifæri í því að klára málin hraðar og verða við þessum stöðugleikaskilyrðum. Það hefur ýmsa kosti fyrir þessa aðila en getur líka gert það fyrir Ísland, þó hinn kosturinn sé mjög góður líka. Ef þetta endar þannig að menn klára þetta ekki og stöðugleikaskatturinn fellur, þá er það mjög góð niðurstaða líka.“ Hann segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar þess eðlis að það skipti ekki máli fyrir Ísland hvort kröfuhafarnir verði við skilyrðunum í tæka tíð eður ei. „Þetta er hannað þannig að þetta komi alltaf á sama stað niður,“ segir Sigmundur. „Jafnvel þó að menn fari skattaleiðina, þá hafa þeir möguleika á að lækka beinar skattgreiðslur um kannski 160 milljarða en það kæmi þá fram með öðrum hætti. Með fjárfestingum og öðru.“ Aðspurður hvenær nákvæmlega gjaldeyrishöftin verði með öllu losuð sagði Sigmundur að stór skref yrðu tekin strax á þessu ári. „Sérstaklega hvað varðar almenning, sem mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum,“ segir hann. „Það verður opnað á nánast allt sem viðkemur viðskiptum einstaklinga.“ Meðal annars muni fólk ekki lengur þurfa að prenta út farseðil til að kaupa gjaldeyri þegar það fer til útlanda. Einnig muni almenningur geta keypt erlend hlutabréf. Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að sama hvor leiðin verði farin við uppgjör slitabúa, nauðasamningar sem uppfylli stöðugleikaskilyrði verði samþykktir eða slitabúin látin greiða 39 prósent í stöðugleikaskatt, verði áhrifin á íslenska hagsmuni þau sömu. Þetta kom fram í viðtali þeirra Höskuldar Kára Schram og Gunnars Atla Gunnarssonar við Sigmund í þættinum Ísland í dag í kvöld. Sigmundur sagði jafnframt að strax á þessu ári verði stór skref stigin í átt að afnámi hafta sem leiði til þess að almenningur muni nær hætta að finna fyrir áhrifum þeirra í daglegu lífi. Aðgerðir stjórnvalda um losun gjaldeyrishafta voru kynntar á fréttamannafundi í Hörpu í dag og Sigmundur ræddi þær í Íslandi í dag í kvöld. Sigmundur sagði það meðal annars áhugavert að viljayfirlýsingar skildu hafa borist frá kröfuhöfum slitabúa föllnu bankanna í dag. „Mér skilst að yfirlýsingarnar hafi komið í kjölfar þess að menn hafi séð að þetta væri raunverulega að gerast, skatturinn kæmi raunverulega,“ segir Sigmundur. „Menn sjái þá tækifæri í því að klára málin hraðar og verða við þessum stöðugleikaskilyrðum. Það hefur ýmsa kosti fyrir þessa aðila en getur líka gert það fyrir Ísland, þó hinn kosturinn sé mjög góður líka. Ef þetta endar þannig að menn klára þetta ekki og stöðugleikaskatturinn fellur, þá er það mjög góð niðurstaða líka.“ Hann segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar þess eðlis að það skipti ekki máli fyrir Ísland hvort kröfuhafarnir verði við skilyrðunum í tæka tíð eður ei. „Þetta er hannað þannig að þetta komi alltaf á sama stað niður,“ segir Sigmundur. „Jafnvel þó að menn fari skattaleiðina, þá hafa þeir möguleika á að lækka beinar skattgreiðslur um kannski 160 milljarða en það kæmi þá fram með öðrum hætti. Með fjárfestingum og öðru.“ Aðspurður hvenær nákvæmlega gjaldeyrishöftin verði með öllu losuð sagði Sigmundur að stór skref yrðu tekin strax á þessu ári. „Sérstaklega hvað varðar almenning, sem mun fljótlega alveg hætta að finna fyrir höftunum,“ segir hann. „Það verður opnað á nánast allt sem viðkemur viðskiptum einstaklinga.“ Meðal annars muni fólk ekki lengur þurfa að prenta út farseðil til að kaupa gjaldeyri þegar það fer til útlanda. Einnig muni almenningur geta keypt erlend hlutabréf.
Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12 „Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04 „Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00 BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03 Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41 Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23 Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Leggja á 39 prósenta skatt á eignir slitabúanna Slitabúin hafa til áramóta að ljúka nauðasamningum. Tekjur ríkissjóðs gætu numið 850 milljörðum. 8. júní 2015 12:12
„Ég er afskaplega glaður að sjá þetta gerast“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var sigri hrósandi í Reykjavík síðdegis. 8. júní 2015 18:04
„Tóm vitleysa“ að forsíðufrétt DV hafi haft áhrif á atburðarásina Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, og Bjarni Benediktsson, fjármála-og efnahagsráðherra, hafna því báðir að forsíðufrétt DV síðastliðinn föstudag hafi haft áhrif á atburðarásina vegna losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 14:00
BBC, Reuters og Wall Street Journal fjalla um höftin Alþingi kom saman í gærkvöld til að samþykkja frumvarp efnahags- og viðskiptanefndar er miða að því að styðja við fyrirhugaðar aðgerðir stjórnvalda til losunar fjármagnshafta. 8. júní 2015 09:03
Tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu numið 850 milljörðum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir tekjur ríkissjóðs af stöðugleikaskatti gætu orðið umtalsverðar. 8. júní 2015 12:41
Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. 8. júní 2015 12:23
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda