Forsætisráðherra: Aðgerðirnar geta haft raunveruleg áhrif á daglegt líf Aðalsteinn Kjartansson skrifar 8. júní 2015 12:23 Allt sem fæst í aðgerðum stjórnvalda verður notað til að greiða niður skuldir ríkisins. Vísir/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stöðugleikaskattinn og þær aðgerðir sem kynntar voru í dag væri stærsti liðurinn í því verkefni að renna treystum stoðum undir íslenskt efnahagslíf. „Þetta eru mál sem geta haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks,“ sagði hann á fréttamannafundi í Hörpu þar sem aðgerðir stjórnvalda voru kynntar. „Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum.“Sjá einnig: 39 prósent skattur lagður á eignir slitabúanna „Þau geta fram að áramótum gert nauðasamninga sem uppfylla ýmis stöðugleikaskilyrði, meðal annars með greiðslu sérstaks stöðugleikaframlags,“ sagði hann og bætti við að ef þau gerðu það ekki myndi 39 prósent stöðugleikaskattur leggjast á slitabúin. Samtals næmi skatturinn rúmum 800 milljörðum króna. Sigmundur sagði að skatturinn væri í eðli sínu ólíkur útgönguskatti eins og hefur verið til umræðu. „Því hann leggst á eignir búanna í eitt skipti,” sagði hann og sagði að skatturinn skapaði sterkan hvata til að slitabúin klári uppgjör. Samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt á fundi sínum að leggja tvö frumvörp fyrir Alþingi í dag sem muni saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaráætlun um afnám fjármagnshafta. Gert er ráð fyrir að slitabúum gefist kostur á að ljúka nauðasamningum fyrir næstu áramót og þá fengið að flytja fjármagn að því gefnu að þau uppfylli sérstök stöðugleikaskilyrði. Annars verða þau felld undir 39 prósent stöðugleikaskatt sem leggst í eitt skipti á heildareignir þeirra. Stöðugleikaskilyrðin felast meðal annars í því að greitt verði einhverskonar stöðugleikaframlag og að neyðarlán frá ríkinu verði endurgreidd. Þeir fjármunir sem fást með þessum aðgerðum verða nýttar til að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Gjaldeyrishöft Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sagði stöðugleikaskattinn og þær aðgerðir sem kynntar voru í dag væri stærsti liðurinn í því verkefni að renna treystum stoðum undir íslenskt efnahagslíf. „Þetta eru mál sem geta haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks,“ sagði hann á fréttamannafundi í Hörpu þar sem aðgerðir stjórnvalda voru kynntar. „Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum.“Sjá einnig: 39 prósent skattur lagður á eignir slitabúanna „Þau geta fram að áramótum gert nauðasamninga sem uppfylla ýmis stöðugleikaskilyrði, meðal annars með greiðslu sérstaks stöðugleikaframlags,“ sagði hann og bætti við að ef þau gerðu það ekki myndi 39 prósent stöðugleikaskattur leggjast á slitabúin. Samtals næmi skatturinn rúmum 800 milljörðum króna. Sigmundur sagði að skatturinn væri í eðli sínu ólíkur útgönguskatti eins og hefur verið til umræðu. „Því hann leggst á eignir búanna í eitt skipti,” sagði hann og sagði að skatturinn skapaði sterkan hvata til að slitabúin klári uppgjör. Samkvæmt tilkynningu til kauphallarinnar segir að ríkisstjórnin hafi samþykkt á fundi sínum að leggja tvö frumvörp fyrir Alþingi í dag sem muni saman leggja grundvöll að heildstæðri aðgerðaráætlun um afnám fjármagnshafta. Gert er ráð fyrir að slitabúum gefist kostur á að ljúka nauðasamningum fyrir næstu áramót og þá fengið að flytja fjármagn að því gefnu að þau uppfylli sérstök stöðugleikaskilyrði. Annars verða þau felld undir 39 prósent stöðugleikaskatt sem leggst í eitt skipti á heildareignir þeirra. Stöðugleikaskilyrðin felast meðal annars í því að greitt verði einhverskonar stöðugleikaframlag og að neyðarlán frá ríkinu verði endurgreidd. Þeir fjármunir sem fást með þessum aðgerðum verða nýttar til að greiða niður skuldir ríkissjóðs.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira