Ánægð með tóninn í grein Bjarna Aðalsteinn Kjartansson skrifar 20. maí 2015 12:43 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni fari fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Leiðtogar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir með Bjarna en bíða eftir að tillögurnar verði kláraðar. Bjarni segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að hann vilji bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. Hann segir að halda verði vel á undirbúningi málsins og rekstri þess á Alþingi og að grundvöllur þess sé gott samstarf við stjórnarandstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir útfærsla á breytingunni skipta mestu máli en hann kveðst ánægður með greinina. „Ég er mjög ánægður með tóninn í þessari grein. Við höfum margsinnis lagt þetta til og ég hef skrifað um þetta greinar og haldið um þetta ræður að við þurfum að nýta þetta tækifæri sem við höfum núna til að breyta stjórnarskránni á næsta ári með því breytingarákvæði sem nú er í gildi,“ segir Árni Páll. „Mér finnst tóninn góður en þetta fer auðvitað dálítið eftir útfærslunni.“ Hann segir að tryggja þurfi að kveðið sé á um raunverulegan eignarétt þjóðarinnar um auðlindir landsins. Ekki sé nóg að sett verði inn almenn yfirlýsing um eignaréttinn. „Og svo held ég að við eigum að setja ákvæði í stjórnarskrá um rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og við eigum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um að þriðjungur þingmanna geti vísað málum í þjóðaratkvæði,“ segir Árni Páll sem telur að það yrði til bóta fyrir þingstörfin. „Ég held að það yrði mjög til góðs hvað varðar starfshætti alþingis, það myndi greiða fyrir breytingum á þingsköpum og gefa gefa minnihlutanum á alþingi aðrar leiðir til að verjast ofríki meirihlutans heldur en bara það að nota ræðustól Alþingis.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. Hún situr sjálf í stjórnarskrárnefnd þingsins og segir að þau atriði sem hann nefnir í greininni hafi öll verið til meðferðar í nefndinni.„Ég fagna því auðvitað að formaður Sjálfstæðisflokksins lýsi vilja til þess að þjóðin greiði atkvæði samkvæmt breytingaákvæðinu sem samþykkt var á sínum tíma samhliða forsetakosningum 2016. Það er auðvitað í takt við það sem ég sjálf hef ítrekað komið á framfæri í vinnu minni í nefndinni,“ segir hún. Katrín segir að of snemmt sé að segja til um hvort samstaða verði um breytingarnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hún vonast þó til þess að sátt náist um málið. „Ég vonast til þess að við náum að ná sátt um einhverjar tillögur sem yrði hægt að bera undir þjóðina því það er alveg gríðarleg þörf á breytingum á stjórnarskrá,“ segir hún. Alþingi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, vill að þjóðaratkvæðagreiðsla um breytingar á stjórnarskránni fari fram samhliða forsetakosningum á næsta ári. Leiðtogar Samfylkingar og Vinstri grænna taka undir með Bjarna en bíða eftir að tillögurnar verði kláraðar. Bjarni segir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að hann vilji bæta við ákvæðum sem taka á umhverfis- og auðlindamálum, þjóðaratkvæðagreiðslu og takmörkuðu framsali valdheimilda. Hann segir að halda verði vel á undirbúningi málsins og rekstri þess á Alþingi og að grundvöllur þess sé gott samstarf við stjórnarandstöðuna. Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir útfærsla á breytingunni skipta mestu máli en hann kveðst ánægður með greinina. „Ég er mjög ánægður með tóninn í þessari grein. Við höfum margsinnis lagt þetta til og ég hef skrifað um þetta greinar og haldið um þetta ræður að við þurfum að nýta þetta tækifæri sem við höfum núna til að breyta stjórnarskránni á næsta ári með því breytingarákvæði sem nú er í gildi,“ segir Árni Páll. „Mér finnst tóninn góður en þetta fer auðvitað dálítið eftir útfærslunni.“ Hann segir að tryggja þurfi að kveðið sé á um raunverulegan eignarétt þjóðarinnar um auðlindir landsins. Ekki sé nóg að sett verði inn almenn yfirlýsing um eignaréttinn. „Og svo held ég að við eigum að setja ákvæði í stjórnarskrá um rétt almennings til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu og við eigum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um að þriðjungur þingmanna geti vísað málum í þjóðaratkvæði,“ segir Árni Páll sem telur að það yrði til bóta fyrir þingstörfin. „Ég held að það yrði mjög til góðs hvað varðar starfshætti alþingis, það myndi greiða fyrir breytingum á þingsköpum og gefa gefa minnihlutanum á alþingi aðrar leiðir til að verjast ofríki meirihlutans heldur en bara það að nota ræðustól Alþingis.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. Hún situr sjálf í stjórnarskrárnefnd þingsins og segir að þau atriði sem hann nefnir í greininni hafi öll verið til meðferðar í nefndinni.„Ég fagna því auðvitað að formaður Sjálfstæðisflokksins lýsi vilja til þess að þjóðin greiði atkvæði samkvæmt breytingaákvæðinu sem samþykkt var á sínum tíma samhliða forsetakosningum 2016. Það er auðvitað í takt við það sem ég sjálf hef ítrekað komið á framfæri í vinnu minni í nefndinni,“ segir hún. Katrín segir að of snemmt sé að segja til um hvort samstaða verði um breytingarnar á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hún vonast þó til þess að sátt náist um málið. „Ég vonast til þess að við náum að ná sátt um einhverjar tillögur sem yrði hægt að bera undir þjóðina því það er alveg gríðarleg þörf á breytingum á stjórnarskrá,“ segir hún.
Alþingi Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira