Innlent

Halldór verður jarðsunginn á fimmtudag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Halldór Ásgrímsson var 67 ára gamall þegar hann lést.
Halldór Ásgrímsson var 67 ára gamall þegar hann lést. Vísir/Teitur
Útför Halldórs Ásgrímssonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, fer fram fimmtudaginn 28. maí klukkan 13 frá Hallgrímkirkju. Útförin fer fram á vegum ríkisins.

Halldór lést á á mánudaginn 67 ára að aldri á Landspítalanum eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag. Hann var þá staddur í sumarhúsi sínu í Grímsnesi og var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur.

Halldór gegndi embætti utanríkisráðherra frá 1995-1999 og forsætisráðherra 2004-2006.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×