Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. maí 2015 12:30 Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. Vísir/GVA Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á Landspítalanum í gærkvöldi. Halldór sat í nítján ár sem ráðherra en hann var um áratugaskeið einn helsti áhrifamaður Framsóknarflokksins. Halldór fékk lést eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag þegar hann var staddur í sumarbústað. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél. Halldór var lengi oddviti Framsóknarflokksins í stjórn með Sjálfstæðisflokki.Vísir/Hari Halldór var um langt skeið áhrifamaður í Framsóknarflokknum en hann settist fyrsta á þing árið 1974. Hann varð svo sjávarútvegsráðherra árið 1983.Hafði mikil áhrif á stjórnmálin Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að Halldór hafi haft mikil áhrif á stjórn landsins í ráðherratíð sinni. „Halldór Ásgrímsson sat gríðarlega lengi á þingi og var í miklu forystuhlutverki hjá einum af áhrifamestu flokkum landsins, framsóknarflokknum, um áratuga skeið,“ segir hann. „Hann var lengur ráðherra en flest allir aðrir hafa verið og kom þess vegna víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál; bæði innanlands, eins og í sjávarútvegsmálum, og utanríkisstefnuna, þá sérstaklega í Evrópumálin.“Flokkurinn undir Evrópuáhrifum Halldórs Gunnar Helgi segir að persónuleg sannfæring Halldórs hafi að hluta gert það að verkum að Framsóknarflokkurinn hafi um tímabil verið fremur Evrópusinnaður flokkur. Halldór hitti leiðtoga annarra landa fyrir Íslands hönd. Hér er hann með Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands.Vísir/AFP„Sumt af því sem hann gerði var náttúrulega umdeilt, sérstaklega hans þáttur í að innleiða kvótakerfið og ýmsir kunnu honum litlar þakkir fyrir það,“ segir hann.Kominn með nóg af pólitík Gunnar Helgi segir að Framsóknarflokknum hafi vegnað misjafnlega vel undir forystu Halldórs en flokkurinn vann kosningasigur í fyrstu kosningunum sem Halldór leiddi flokkinn. Eftir það hafi fylgi flokksins hins vegar dalað. „Halldór sagði af sér eftir mikinn ósigur flokksins í sveitastjórnarkosningum árið 2006 og það var að því leiti óvenjulegt að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki endilega, það er ekki þessa sterka hefð sem er í sumum öðrum löndum að þeir taki ósigri með því að segja af sér, en Halldór gerði það,“ segir Gunnar Helgi, „Ýmsir höfðu nú grun um að hann væri búinn að fá sig fullsaddan af því stússi sem íslenskri pólitík fylgir,“ segir hann. Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á Landspítalanum í gærkvöldi. Halldór sat í nítján ár sem ráðherra en hann var um áratugaskeið einn helsti áhrifamaður Framsóknarflokksins. Halldór fékk lést eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag þegar hann var staddur í sumarbústað. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél. Halldór var lengi oddviti Framsóknarflokksins í stjórn með Sjálfstæðisflokki.Vísir/Hari Halldór var um langt skeið áhrifamaður í Framsóknarflokknum en hann settist fyrsta á þing árið 1974. Hann varð svo sjávarútvegsráðherra árið 1983.Hafði mikil áhrif á stjórnmálin Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að Halldór hafi haft mikil áhrif á stjórn landsins í ráðherratíð sinni. „Halldór Ásgrímsson sat gríðarlega lengi á þingi og var í miklu forystuhlutverki hjá einum af áhrifamestu flokkum landsins, framsóknarflokknum, um áratuga skeið,“ segir hann. „Hann var lengur ráðherra en flest allir aðrir hafa verið og kom þess vegna víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál; bæði innanlands, eins og í sjávarútvegsmálum, og utanríkisstefnuna, þá sérstaklega í Evrópumálin.“Flokkurinn undir Evrópuáhrifum Halldórs Gunnar Helgi segir að persónuleg sannfæring Halldórs hafi að hluta gert það að verkum að Framsóknarflokkurinn hafi um tímabil verið fremur Evrópusinnaður flokkur. Halldór hitti leiðtoga annarra landa fyrir Íslands hönd. Hér er hann með Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands.Vísir/AFP„Sumt af því sem hann gerði var náttúrulega umdeilt, sérstaklega hans þáttur í að innleiða kvótakerfið og ýmsir kunnu honum litlar þakkir fyrir það,“ segir hann.Kominn með nóg af pólitík Gunnar Helgi segir að Framsóknarflokknum hafi vegnað misjafnlega vel undir forystu Halldórs en flokkurinn vann kosningasigur í fyrstu kosningunum sem Halldór leiddi flokkinn. Eftir það hafi fylgi flokksins hins vegar dalað. „Halldór sagði af sér eftir mikinn ósigur flokksins í sveitastjórnarkosningum árið 2006 og það var að því leiti óvenjulegt að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki endilega, það er ekki þessa sterka hefð sem er í sumum öðrum löndum að þeir taki ósigri með því að segja af sér, en Halldór gerði það,“ segir Gunnar Helgi, „Ýmsir höfðu nú grun um að hann væri búinn að fá sig fullsaddan af því stússi sem íslenskri pólitík fylgir,“ segir hann.
Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Sjá meira