Kom víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. maí 2015 12:30 Halldór Ásgrímsson sat lengur sem ráðherra en flestir aðrir hafa gert. Gunnar Helgi Kristinsson segir að hann hafi haft mikil áhrif á íslensk stjórnmál. Vísir/GVA Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á Landspítalanum í gærkvöldi. Halldór sat í nítján ár sem ráðherra en hann var um áratugaskeið einn helsti áhrifamaður Framsóknarflokksins. Halldór fékk lést eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag þegar hann var staddur í sumarbústað. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél. Halldór var lengi oddviti Framsóknarflokksins í stjórn með Sjálfstæðisflokki.Vísir/Hari Halldór var um langt skeið áhrifamaður í Framsóknarflokknum en hann settist fyrsta á þing árið 1974. Hann varð svo sjávarútvegsráðherra árið 1983.Hafði mikil áhrif á stjórnmálin Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að Halldór hafi haft mikil áhrif á stjórn landsins í ráðherratíð sinni. „Halldór Ásgrímsson sat gríðarlega lengi á þingi og var í miklu forystuhlutverki hjá einum af áhrifamestu flokkum landsins, framsóknarflokknum, um áratuga skeið,“ segir hann. „Hann var lengur ráðherra en flest allir aðrir hafa verið og kom þess vegna víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál; bæði innanlands, eins og í sjávarútvegsmálum, og utanríkisstefnuna, þá sérstaklega í Evrópumálin.“Flokkurinn undir Evrópuáhrifum Halldórs Gunnar Helgi segir að persónuleg sannfæring Halldórs hafi að hluta gert það að verkum að Framsóknarflokkurinn hafi um tímabil verið fremur Evrópusinnaður flokkur. Halldór hitti leiðtoga annarra landa fyrir Íslands hönd. Hér er hann með Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands.Vísir/AFP„Sumt af því sem hann gerði var náttúrulega umdeilt, sérstaklega hans þáttur í að innleiða kvótakerfið og ýmsir kunnu honum litlar þakkir fyrir það,“ segir hann.Kominn með nóg af pólitík Gunnar Helgi segir að Framsóknarflokknum hafi vegnað misjafnlega vel undir forystu Halldórs en flokkurinn vann kosningasigur í fyrstu kosningunum sem Halldór leiddi flokkinn. Eftir það hafi fylgi flokksins hins vegar dalað. „Halldór sagði af sér eftir mikinn ósigur flokksins í sveitastjórnarkosningum árið 2006 og það var að því leiti óvenjulegt að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki endilega, það er ekki þessa sterka hefð sem er í sumum öðrum löndum að þeir taki ósigri með því að segja af sér, en Halldór gerði það,“ segir Gunnar Helgi, „Ýmsir höfðu nú grun um að hann væri búinn að fá sig fullsaddan af því stússi sem íslenskri pólitík fylgir,“ segir hann. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, lést á Landspítalanum í gærkvöldi. Halldór sat í nítján ár sem ráðherra en hann var um áratugaskeið einn helsti áhrifamaður Framsóknarflokksins. Halldór fékk lést eftir að hafa fengið hjartaáfall síðastliðinn föstudag þegar hann var staddur í sumarbústað. Hann var fluttur á Landspítalann þar sem honum var haldið sofandi í öndunarvél. Halldór var lengi oddviti Framsóknarflokksins í stjórn með Sjálfstæðisflokki.Vísir/Hari Halldór var um langt skeið áhrifamaður í Framsóknarflokknum en hann settist fyrsta á þing árið 1974. Hann varð svo sjávarútvegsráðherra árið 1983.Hafði mikil áhrif á stjórnmálin Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmálafræðingur segir að Halldór hafi haft mikil áhrif á stjórn landsins í ráðherratíð sinni. „Halldór Ásgrímsson sat gríðarlega lengi á þingi og var í miklu forystuhlutverki hjá einum af áhrifamestu flokkum landsins, framsóknarflokknum, um áratuga skeið,“ segir hann. „Hann var lengur ráðherra en flest allir aðrir hafa verið og kom þess vegna víða við og hafði mikil áhrif á íslensk stjórnmál; bæði innanlands, eins og í sjávarútvegsmálum, og utanríkisstefnuna, þá sérstaklega í Evrópumálin.“Flokkurinn undir Evrópuáhrifum Halldórs Gunnar Helgi segir að persónuleg sannfæring Halldórs hafi að hluta gert það að verkum að Framsóknarflokkurinn hafi um tímabil verið fremur Evrópusinnaður flokkur. Halldór hitti leiðtoga annarra landa fyrir Íslands hönd. Hér er hann með Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands.Vísir/AFP„Sumt af því sem hann gerði var náttúrulega umdeilt, sérstaklega hans þáttur í að innleiða kvótakerfið og ýmsir kunnu honum litlar þakkir fyrir það,“ segir hann.Kominn með nóg af pólitík Gunnar Helgi segir að Framsóknarflokknum hafi vegnað misjafnlega vel undir forystu Halldórs en flokkurinn vann kosningasigur í fyrstu kosningunum sem Halldór leiddi flokkinn. Eftir það hafi fylgi flokksins hins vegar dalað. „Halldór sagði af sér eftir mikinn ósigur flokksins í sveitastjórnarkosningum árið 2006 og það var að því leiti óvenjulegt að íslenskir stjórnmálamenn hafa ekki endilega, það er ekki þessa sterka hefð sem er í sumum öðrum löndum að þeir taki ósigri með því að segja af sér, en Halldór gerði það,“ segir Gunnar Helgi, „Ýmsir höfðu nú grun um að hann væri búinn að fá sig fullsaddan af því stússi sem íslenskri pólitík fylgir,“ segir hann.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira