Lögregla í Feneyjum lokar íslensku moskunni Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2015 15:53 Sverrir Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslima, ávarpar gesti moskunnar. Mynd/Snorri Ásmundsson Lögregla í Feneyjum hefur lokað fyrir að aðgang að Fyrstu moskunni í Feneyjum, framlagi Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár. Moskan hefur vakið talsverða athygli, sem og gagnrýni, bæði hér heima og erlendis. Verkið, sem er hugarfóstur hins svissnesk-íslenska Christop Buchel, er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Sjá má myndir frá lokuninni hér. Líkt og greint hefur verið frá, barst KÍM bréf frá borgaryfirvöldum stuttu fyrir opnun þar sem fram kom að lögreglan teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ KÍM fékk lögfræðinga til að meta stöðuna en Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Kynningarstöðvar íslenskrar myndlistar (KÍM), sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að stefnt væri að því að halda moskunni áfram opinni. Að því er ítalskir miðlar greina frá í dag, var moskunni lokað um klukkan eitt. Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa verið kallaðir á vettvang til að koma gestum og aðstandendum sýningarinnar út úr byggingunni. Sjá einnig: Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Svo virðist sem borgarráð Feneyja hafi ákveðið að afturkalla tilskyld leyfi fyrir notkun kirkjunnar fornu. Ítalskir miðlar segja ástæðurnar annars vegar þær að Buchel hafi ekki sagt rétt frá því í hvaða tilgangi kirkjan yrði notuð og hins vegar að sýningin hafi brotið öryggisreglur þegar rúmlega hundrað manns mættu til að biðja í kirkjunni fyrir viku. „Nöturleg skilaboð til heimsins“ KÍM hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem niðurstaða borgaryfirvalda er sögð sorgleg. Aðstandendur sýningarinnar telja borgina hafa frá upphafi sýnt mikla tortryggni í garð framlags Íslands og fremur reynt að leggja steina í götu þess að en greiða fyrir sýningunni. „Síðustu mánuði hefur Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, listamaðurinn og allt sýningarteymið unnið hörðum höndum að því að svara fyrirspurnum frá borgaryfirvöldum Feneyja, en í hvert sinn sem þeim hefur verið svarað hafa komið nýjar fyrirspurnir,“ segir í tilkynningunni. „Aðalágreiningsmál borgaryfirvalda og Kynningarmiðstöðvarinnar hefur falist í því hvort að verkið sé listaverk eða ekki, þrátt fyrir að framlag íslenska skálans sé opinbert framlag Íslands til hinnar 56. alþjóðlegu myndlistarsýningu Feneyjatvíæringsins.“ Í tilkynningunni er það ítrekað að kirkjan sem hýsir sýninguna hafi verið afhelguð og leigð í þeim tilgangi að hýsa þetta verkefni yfir sýningartímann. „Með ákvörðun sinni hafa yfirvöld borgarinnar kosið að hafna þeim möguleika að borgin geti einnig orðið vettvangur umræðu og sátta manna í milli um málefni sem varða miklu fyrir íbúa Feneyja, Íslands og heimsins almennt,“ segir jafnframt. „Það eru nöturleg skilaboð til heimsins að nokkrum dögum eftir að Frans I. páfi, yfirmaður kaþólsku kirkjunnar, viðurkennir formlega ríki Palestínumanna og opnar þannig fyrir aukna samræðu milli kristinna manna og þeirra sem aðhyllast múhameðstrú, þá skuli yfirvöld í Feneyjum kjósa að loka listrænum vettvangi sem var ætlað að fóstra slíkra samræðu í borginni, en þess í stað kjósa fylgja slóð afneitunar, fordóma og hræðslu.“ Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Þrasið hluti af verkinu Moska Christoph Büchel sem er íslenska verkið á tvíæringnum í ár hefur valdið miklu fjaðrafoki í Feneyjum frá opnunardegi. 21. maí 2015 16:45 Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06 Hundruð múslima báðu í moskunni í gær Allt gekk vel fyrir sig í moskunni sem er framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár: 16. maí 2015 12:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Sjá meira
Lögregla í Feneyjum hefur lokað fyrir að aðgang að Fyrstu moskunni í Feneyjum, framlagi Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár. Moskan hefur vakið talsverða athygli, sem og gagnrýni, bæði hér heima og erlendis. Verkið, sem er hugarfóstur hins svissnesk-íslenska Christop Buchel, er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Sjá má myndir frá lokuninni hér. Líkt og greint hefur verið frá, barst KÍM bréf frá borgaryfirvöldum stuttu fyrir opnun þar sem fram kom að lögreglan teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ KÍM fékk lögfræðinga til að meta stöðuna en Björg Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Kynningarstöðvar íslenskrar myndlistar (KÍM), sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að stefnt væri að því að halda moskunni áfram opinni. Að því er ítalskir miðlar greina frá í dag, var moskunni lokað um klukkan eitt. Slökkviliðsmenn eru sagðir hafa verið kallaðir á vettvang til að koma gestum og aðstandendum sýningarinnar út úr byggingunni. Sjá einnig: Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Svo virðist sem borgarráð Feneyja hafi ákveðið að afturkalla tilskyld leyfi fyrir notkun kirkjunnar fornu. Ítalskir miðlar segja ástæðurnar annars vegar þær að Buchel hafi ekki sagt rétt frá því í hvaða tilgangi kirkjan yrði notuð og hins vegar að sýningin hafi brotið öryggisreglur þegar rúmlega hundrað manns mættu til að biðja í kirkjunni fyrir viku. „Nöturleg skilaboð til heimsins“ KÍM hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem niðurstaða borgaryfirvalda er sögð sorgleg. Aðstandendur sýningarinnar telja borgina hafa frá upphafi sýnt mikla tortryggni í garð framlags Íslands og fremur reynt að leggja steina í götu þess að en greiða fyrir sýningunni. „Síðustu mánuði hefur Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, listamaðurinn og allt sýningarteymið unnið hörðum höndum að því að svara fyrirspurnum frá borgaryfirvöldum Feneyja, en í hvert sinn sem þeim hefur verið svarað hafa komið nýjar fyrirspurnir,“ segir í tilkynningunni. „Aðalágreiningsmál borgaryfirvalda og Kynningarmiðstöðvarinnar hefur falist í því hvort að verkið sé listaverk eða ekki, þrátt fyrir að framlag íslenska skálans sé opinbert framlag Íslands til hinnar 56. alþjóðlegu myndlistarsýningu Feneyjatvíæringsins.“ Í tilkynningunni er það ítrekað að kirkjan sem hýsir sýninguna hafi verið afhelguð og leigð í þeim tilgangi að hýsa þetta verkefni yfir sýningartímann. „Með ákvörðun sinni hafa yfirvöld borgarinnar kosið að hafna þeim möguleika að borgin geti einnig orðið vettvangur umræðu og sátta manna í milli um málefni sem varða miklu fyrir íbúa Feneyja, Íslands og heimsins almennt,“ segir jafnframt. „Það eru nöturleg skilaboð til heimsins að nokkrum dögum eftir að Frans I. páfi, yfirmaður kaþólsku kirkjunnar, viðurkennir formlega ríki Palestínumanna og opnar þannig fyrir aukna samræðu milli kristinna manna og þeirra sem aðhyllast múhameðstrú, þá skuli yfirvöld í Feneyjum kjósa að loka listrænum vettvangi sem var ætlað að fóstra slíkra samræðu í borginni, en þess í stað kjósa fylgja slóð afneitunar, fordóma og hræðslu.“
Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Þrasið hluti af verkinu Moska Christoph Büchel sem er íslenska verkið á tvíæringnum í ár hefur valdið miklu fjaðrafoki í Feneyjum frá opnunardegi. 21. maí 2015 16:45 Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06 Hundruð múslima báðu í moskunni í gær Allt gekk vel fyrir sig í moskunni sem er framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár: 16. maí 2015 12:00 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Fleiri fréttir Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Sjá meira
Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24
Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00
„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54
Þrasið hluti af verkinu Moska Christoph Büchel sem er íslenska verkið á tvíæringnum í ár hefur valdið miklu fjaðrafoki í Feneyjum frá opnunardegi. 21. maí 2015 16:45
Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06
Hundruð múslima báðu í moskunni í gær Allt gekk vel fyrir sig í moskunni sem er framlag Íslendinga á Feneyjatvíæringnum í ár: 16. maí 2015 12:00
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent