Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Bjarki Ármannsson skrifar 11. maí 2015 21:24 Mynd New York Times innan úr moskunni. Sverrir Agnarsson sést fyrir miðju. Mynd/New York Times Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár, Fyrsta moskan í Feneyjum eftir Christop Buchel, hefur vakið mikla athygli á hátíðinni og segja aðstandendur að fullt hafi verið út úr dyrum alla daga frá því að sýningin var opnuð á föstudag. Lögfræðingar skoða þó enn athugasemdir lögreglu þar í bæ við verkið. Fyrsta moskan í Feneyjum er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Björg Stefánsdóttir, hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM), segir góða aðsókn og sterk viðbrögð við verkinu ekki koma á óvart. „Við bjuggumst náttúrulega alveg við því, við höfðum mikla trú á þessu verkefni,“ segir Björg. Hún fullyrðir að aldrei hafi fleiri mætt á opnun íslenskrar sýningar á hátíðinni en þó liggur ekki fyrir hversu margir mættu nú um helgina. „Ég kom á laugardaginn, daginn eftir opnunina,“ segir Björg. „Svona kortéri eftir að við vorum búin að opna, þá var alveg fullt út úr dyrum.“ Pína ekki fólk til að fara úr skóm Búast mátti við því að opnun mosku í kaþólskri kirkju myndi ef til vill stuða suma og um helgina bárust fregnir af því að nokkrir Feneyingar hefðu mótmælt fyrir framan moskuna. Björg segir þó að varla sé hægt að tala um mótmæli. „Það var bara fólk sem kom og talaði við okkur og spurði hvað væri í gangi,“ segir hún. „Þau voru með stórar spurningar, sem er skiljanlegt. Þetta er náttúrulega heitt málefni. Við bara töluðum við þau og áttum gott samtal. Þau voru frekar æst til að byrja með en í lokin voru allir frekar sáttir.“ Hún segir að þetta séu sennilega neikvæðustu viðbrögðin við verkinu sem hún hefur orðið vör við. „Það var einhver ein týpa sem var æstur yfir því að hann þyrfti að fara úr skónum,“ segir Björg. „En við sögðum honum svo bara að hann mætti labba um eins og hann vildi, fyrst hann færi fram á það. Við erum ekkert að pína fólk til þess að fara úr skónum.“ Sem kunnugt er, stendur sýning á Feneyjatvíæringnum alla jafna yfir í hálft ár. Að þessu sinni verður hins vegar opið í heila sjö mánuði. Björg og sumir aðrir sem viðstaddir voru opnunina eru komnir frá Feneyjum en Sverrir Ibrahim Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslima og þátttakandi í verkinu, hyggst vera viðstaddur sýninguna meira og minna allan tímann sem hún verður opin. Listamaðurinn sjálfur, hinn svissneski og íslenski Christop Buchel, er enn í Feneyjum ásamt Nínu Magnúsdóttur sýningarstjóra, en þau verða þar sennilega ekki alla sjö mánuðina. Stefna að því að halda opnu þrátt fyrir athugasemdir lögreglu Babb kom í bátinn rétt fyrir opnun sýningarinnar þegar KÍM barst bréf frá borgaryfirvöldum í Feneyjum þar sem fram kom að lögreglan þar í borg teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ Sýningin opnaði samt sem áður og Björg segir að þau hafi ekki heyrt meira frá borgaryfirvöldum vegna málsins. „Við erum bara að vinna í þessu áfram og erum með lögfræðinga sem eru að hjálpa okkur,“ segir Björg. „Þetta er semsagt í vinnslu.“ Málinu er þannig ekki lokið en Björg telur ekki ástæðu til að óttast það að sýningunni verði lokað. „Nei, það er allavega ekki komið að því ennþá,“ segir hún. „Við náttúrulega stefnum bara að því að halda opnu og erum bara vongóð.“ Feneyjatvíæringurinn Tengdar fréttir Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár, Fyrsta moskan í Feneyjum eftir Christop Buchel, hefur vakið mikla athygli á hátíðinni og segja aðstandendur að fullt hafi verið út úr dyrum alla daga frá því að sýningin var opnuð á föstudag. Lögfræðingar skoða þó enn athugasemdir lögreglu þar í bæ við verkið. Fyrsta moskan í Feneyjum er íslömsk moska sem sett hefur verið upp í fornfrægri kaþólskri kirkju frá 10. öld. Björg Stefánsdóttir, hjá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar (KÍM), segir góða aðsókn og sterk viðbrögð við verkinu ekki koma á óvart. „Við bjuggumst náttúrulega alveg við því, við höfðum mikla trú á þessu verkefni,“ segir Björg. Hún fullyrðir að aldrei hafi fleiri mætt á opnun íslenskrar sýningar á hátíðinni en þó liggur ekki fyrir hversu margir mættu nú um helgina. „Ég kom á laugardaginn, daginn eftir opnunina,“ segir Björg. „Svona kortéri eftir að við vorum búin að opna, þá var alveg fullt út úr dyrum.“ Pína ekki fólk til að fara úr skóm Búast mátti við því að opnun mosku í kaþólskri kirkju myndi ef til vill stuða suma og um helgina bárust fregnir af því að nokkrir Feneyingar hefðu mótmælt fyrir framan moskuna. Björg segir þó að varla sé hægt að tala um mótmæli. „Það var bara fólk sem kom og talaði við okkur og spurði hvað væri í gangi,“ segir hún. „Þau voru með stórar spurningar, sem er skiljanlegt. Þetta er náttúrulega heitt málefni. Við bara töluðum við þau og áttum gott samtal. Þau voru frekar æst til að byrja með en í lokin voru allir frekar sáttir.“ Hún segir að þetta séu sennilega neikvæðustu viðbrögðin við verkinu sem hún hefur orðið vör við. „Það var einhver ein týpa sem var æstur yfir því að hann þyrfti að fara úr skónum,“ segir Björg. „En við sögðum honum svo bara að hann mætti labba um eins og hann vildi, fyrst hann færi fram á það. Við erum ekkert að pína fólk til þess að fara úr skónum.“ Sem kunnugt er, stendur sýning á Feneyjatvíæringnum alla jafna yfir í hálft ár. Að þessu sinni verður hins vegar opið í heila sjö mánuði. Björg og sumir aðrir sem viðstaddir voru opnunina eru komnir frá Feneyjum en Sverrir Ibrahim Agnarsson, formaður Félags íslenskra múslima og þátttakandi í verkinu, hyggst vera viðstaddur sýninguna meira og minna allan tímann sem hún verður opin. Listamaðurinn sjálfur, hinn svissneski og íslenski Christop Buchel, er enn í Feneyjum ásamt Nínu Magnúsdóttur sýningarstjóra, en þau verða þar sennilega ekki alla sjö mánuðina. Stefna að því að halda opnu þrátt fyrir athugasemdir lögreglu Babb kom í bátinn rétt fyrir opnun sýningarinnar þegar KÍM barst bréf frá borgaryfirvöldum í Feneyjum þar sem fram kom að lögreglan þar í borg teldi moskuna mögulega „ógn við öryggið.“ Sýningin opnaði samt sem áður og Björg segir að þau hafi ekki heyrt meira frá borgaryfirvöldum vegna málsins. „Við erum bara að vinna í þessu áfram og erum með lögfræðinga sem eru að hjálpa okkur,“ segir Björg. „Þetta er semsagt í vinnslu.“ Málinu er þannig ekki lokið en Björg telur ekki ástæðu til að óttast það að sýningunni verði lokað. „Nei, það er allavega ekki komið að því ennþá,“ segir hún. „Við náttúrulega stefnum bara að því að halda opnu og erum bara vongóð.“
Feneyjatvíæringurinn Tengdar fréttir Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54 Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Sjá meira
Íslensk moska í Feneyjum veldur usla Framlag Íslendinga á Feneyjartvíæringnum er talin ógn við öryggið. 7. maí 2015 07:54