Innlent

Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Ólafur Halldórsson leiddi bæn í íslensku innsetningunni í dag.
Ólafur Halldórsson leiddi bæn í íslensku innsetningunni í dag. Mynd/skjáskot/new york times
Svo virðist sem mótmælendur í Feneyjum hafi haldið sig heima því ekkert varð úr þeim mótmælum sem aðstandendur íslenska verskins á Tvíæringnum óttuðust við íslenska skálann í dag.

Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi sem staddur er á Ítalíu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að menn væru „skíthræddir við mótmæli hér við bænir á morgun [í dag]. Margir vilja draga sig út úr þessu og ekki mæta.“

Sá ótti hafi þó reynst ástæðulaus því ekkert hafi orðið úr mótmælunum og dagurinn í dag hafi allur verið sá friðsamasti.

Þá hafi dreifibréf og auglýsingaskilti sem dreift hafði verið og hvöttu heimamenn til að sniðganga allt sem íslenskt er verið fjarlægð af feneyskum yfirvöldum.

Sverrir segir í samtali við fréttastofu að dagurinn í dag hafi þess í stað einkennst af miklum áhuga erlendra fjölmiðla á íslensku sýningunni, til að mynda hafi fjöldi ítalskra fjölmiðla litið við í innsetningunni sem og fulltrúar svissneska sjónvarpsins.

Þá hafi Ólafur Halldórsson, sjómaður sem gerðist múslimi tæplega þrítugur að aldri og fjallað var um í Múslimunum okkar á Stöð 2 í vetur, leitt bæn í moskunni í dag sem Sverrir segir hafa verið allt að því himneska – svo mikil var róin sem sveipaði athöfnina.

Sýningin stendur í sjö mánuði 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×