Hundruð múslima báðu í moskunni í gær Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. maí 2015 12:00 Sverrir Agnarsson á gólfi moskunnar í Feneyjum. „Það gekk frábærlega vel í dag. Full moska og við vorum með íslenskan imam, Ólaf Halldórsson, sem leiddi bæn. Tvö til þrjú hundruð manns voru í moskunni og það voru múslimar af öllum þjóðernum, aðallega túristar. Engin mótmæli voru í gangi og við heyrðum ekkert frá yfirvöldum,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sem staddur er í Feneyjum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að aðstandendur íslenska verksins óttuðust mótmæli en ekkert varð af þeim í gær þrátt fyrir að auglýsingaspjöldum þess efnis hefði verið dreift um borgina. „Við erum ekki að svívirða neina kirkju. Þetta er ekki kirkja. Hún var afhelguð af páfa þegar hann var í Feneyjum og hefur verið lager síðustu 40 árin. Það hefur ekki komið nógu skýrt fram, ekkert er verið að vanhelga,“ segir Sverrir sem vill árétta þann misskilning sem hann segir hafa verið ríkjandi í fjölmiðlum og segir fjölmiðla erlendis hafa fiskað upp stemmingu gegn verkinu. „Pressan hefur verið að kvarta yfir því að þetta sé skipulagt bænahald en þetta bænahald var skipulagt fyrir 1400 árum. Múslimar biðja alltaf á sömu tímum,“ segir hann. „Við múslimar lítum á það sem svo að heimurinn geti verið moska. Það er engin athöfn til að helga mosku eða vanhelga. Maður getur beðið hvar sem er, líka í listaverki. Þetta er flottasta moska sem ég hef séð í Evrópu og þar af leiðandi biðjum við þar,“ segir Sverrir. Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
„Það gekk frábærlega vel í dag. Full moska og við vorum með íslenskan imam, Ólaf Halldórsson, sem leiddi bæn. Tvö til þrjú hundruð manns voru í moskunni og það voru múslimar af öllum þjóðernum, aðallega túristar. Engin mótmæli voru í gangi og við heyrðum ekkert frá yfirvöldum,“ segir Sverrir Agnarsson, formaður Félags múslima á Íslandi, sem staddur er í Feneyjum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að aðstandendur íslenska verksins óttuðust mótmæli en ekkert varð af þeim í gær þrátt fyrir að auglýsingaspjöldum þess efnis hefði verið dreift um borgina. „Við erum ekki að svívirða neina kirkju. Þetta er ekki kirkja. Hún var afhelguð af páfa þegar hann var í Feneyjum og hefur verið lager síðustu 40 árin. Það hefur ekki komið nógu skýrt fram, ekkert er verið að vanhelga,“ segir Sverrir sem vill árétta þann misskilning sem hann segir hafa verið ríkjandi í fjölmiðlum og segir fjölmiðla erlendis hafa fiskað upp stemmingu gegn verkinu. „Pressan hefur verið að kvarta yfir því að þetta sé skipulagt bænahald en þetta bænahald var skipulagt fyrir 1400 árum. Múslimar biðja alltaf á sömu tímum,“ segir hann. „Við múslimar lítum á það sem svo að heimurinn geti verið moska. Það er engin athöfn til að helga mosku eða vanhelga. Maður getur beðið hvar sem er, líka í listaverki. Þetta er flottasta moska sem ég hef séð í Evrópu og þar af leiðandi biðjum við þar,“ segir Sverrir.
Feneyjatvíæringurinn Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24 Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00 „Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23 Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06 Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fullt út úr dyrum alla daga í íslensku moskunni í Feneyjum Óhætt að segja að framlag Íslands til Feneyjatvíæringsins í ár hafi vakið athygli. 11. maí 2015 21:24
Skíthræddir í Feneyjum: Íslendingar ósiðmenntaðir og móðgandi Aðstandendur íslenska verksins á Tvíæringnum í Feneyjum óttast mótmæli við íslenska skálann í dag. 15. maí 2015 07:00
„Framsóknaröfl“ í Feneyjum vilja notfæra sér íslenska verkið sér til framdráttar Sverrir Agnarsson segir framlag Íslands á Feneyjatvíæringnum flottustu mosku í Evrópu. 13. maí 2015 11:23
Ótti aðstandenda ástæðulaus: Engin mótmæli við íslensku moskuna Ólafur Halldórsson leiddi bænastund í íslenska verkinu á Feneyjartvíæringnum en dagurinn gekk með öllu snurðulaust fyrir sig. 15. maí 2015 17:06