Neyðarmönnun í sumum tilfellum betri en gengur og gerist Aðalsteinn Kjartansson skrifar 26. maí 2015 12:00 Formaður félags hjúkrunarfræðinga segir ekki útlit fyrir að verkfalli hjúkrunarfræðinga verði afstýrt. Vísir/GVA Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst á miðnætti, náist ekki að semja fyrir þann tíma. Á meðan verkfallinu stendur verður svokölluð neyðarmönnun á Landspítalanum en hún er í sumum tilfellum jafn mikil og venjulega. Spítalinn er því keyrður á neyðarmönnun allan ársins hring í sumum tilfellum. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir að öryggislistinn, sem gefinn er út af velferðarráðuneytinu, geri í sumum tilfellum ráð fyrir jafn mikilli mönnun og gengur og gerist á sumum deildum spítalans. „Já það virðist vera á ákveðnum deildum að mönnum dags daglega sé svipuð og gefin er til kynna á þessum öryggislista. Öryggislistinn er náttúrulega gefinn út af ríkinu og setur þá hver sé lágmarksmönnum sem þarf að vera á deild til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar þú skoðar ákveðnar deildir á þessum lista og þá kemur í ljós að mönnunin er svipuð og er dags daglega já,“ segir hann. Ólafur segir að eina ástæðuna fyrir þessu sé hversu erfiðlega gengur að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Hann segir einnig að gera megi ráð fyrir að það verði enn erfiðara í framtíðinni. „Þetta er ákveðin vísbending þess efnis og hluti af þeirri ástæðu er að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Við stöndum frammi fyrir því að það er skortur á hjúkrunarfræðingum nú þegar og fer hratt versnandi,“ segir hann. „Í einhverjum tilfellum hafa til dæmis mönnunarmótun verið aðlöguð þannig að það megi fjölga hjúkrunarfræðingum en ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa og það er kannski ein ástæðan fyrir því að mönnunin er rekin á lágmarki allt árið.“ Ólafur segir þetta vera eitt af því sem félag hjúkrunarfræðinga vilji að verði skoðað. Að það verði skilgreint hversu mörgum skjólstæðingur hver hjúkrunarfræðingur má sinna hverju sinni, með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Hann segir engar reglur í gildi á Íslandi um dag um þetta. Ólafur efast um að samningar náist áður en boðað verkfall hefst á miðnætti. „Nei það er enn þá langt á milli okkar og samninganefndar ríkisins og það hefur ekki verið boðaður annar fundur þannig ég á ekki von á því að við náum að afstýra þessu verkfalli fyrir miðnætti,“ segir hann. Verkfall 2016 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Verkfall hjúkrunarfræðinga hefst á miðnætti, náist ekki að semja fyrir þann tíma. Á meðan verkfallinu stendur verður svokölluð neyðarmönnun á Landspítalanum en hún er í sumum tilfellum jafn mikil og venjulega. Spítalinn er því keyrður á neyðarmönnun allan ársins hring í sumum tilfellum. Ólafur G. Skúlason, formaður Félags hjúkrunarfræðinga, segir að öryggislistinn, sem gefinn er út af velferðarráðuneytinu, geri í sumum tilfellum ráð fyrir jafn mikilli mönnun og gengur og gerist á sumum deildum spítalans. „Já það virðist vera á ákveðnum deildum að mönnum dags daglega sé svipuð og gefin er til kynna á þessum öryggislista. Öryggislistinn er náttúrulega gefinn út af ríkinu og setur þá hver sé lágmarksmönnum sem þarf að vera á deild til að tryggja öryggi sjúklinga. Þegar þú skoðar ákveðnar deildir á þessum lista og þá kemur í ljós að mönnunin er svipuð og er dags daglega já,“ segir hann. Ólafur segir að eina ástæðuna fyrir þessu sé hversu erfiðlega gengur að fá hjúkrunarfræðinga til starfa. Hann segir einnig að gera megi ráð fyrir að það verði enn erfiðara í framtíðinni. „Þetta er ákveðin vísbending þess efnis og hluti af þeirri ástæðu er að ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa. Við stöndum frammi fyrir því að það er skortur á hjúkrunarfræðingum nú þegar og fer hratt versnandi,“ segir hann. „Í einhverjum tilfellum hafa til dæmis mönnunarmótun verið aðlöguð þannig að það megi fjölga hjúkrunarfræðingum en ekki fást hjúkrunarfræðingar til starfa og það er kannski ein ástæðan fyrir því að mönnunin er rekin á lágmarki allt árið.“ Ólafur segir þetta vera eitt af því sem félag hjúkrunarfræðinga vilji að verði skoðað. Að það verði skilgreint hversu mörgum skjólstæðingur hver hjúkrunarfræðingur má sinna hverju sinni, með öryggi sjúklinga að leiðarljósi. Hann segir engar reglur í gildi á Íslandi um dag um þetta. Ólafur efast um að samningar náist áður en boðað verkfall hefst á miðnætti. „Nei það er enn þá langt á milli okkar og samninganefndar ríkisins og það hefur ekki verið boðaður annar fundur þannig ég á ekki von á því að við náum að afstýra þessu verkfalli fyrir miðnætti,“ segir hann.
Verkfall 2016 Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira