„Sjúkdómar fara ekki í verkföll“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 27. maí 2015 18:22 "Þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla. vísir/völundur jónsson Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, hefur þungar áhyggjur af stöðu mála eftir að skellt var í lás á Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í nótt. Hann segir ástandið grafalvarlegt og óttast það versta. Hjartagáttinni var lokað á miðnætti og verður opnuð að nýju í fyrsta lagi á mánudag. Þangað til þurfa hjartasjúklingar að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku. Ásgeir telur líklegt að það verði þess valdandi að sjúklingar leiti sér síður aðstoðar. Það geti þó reynst fólki afdrifaríkt. „Sjúkdómar fara ekki í verkföll, það er bara þannig. En ég er viss um að það séu mun meiri líkur en minni á að þeir sem eru með einhvern krankleika veigri sér jafnvel að leita til stofnana vegna verkfallsins, sem getur verið hættulegt. Staðan er grafalvarleg og í raun algjörlega óboðleg. Þessi verkfallshrina sem er búin að vera frá læknaverkfallinu til dagsins í dag, þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Hann bætir við að allri bráðaþjónustu sé sinnt og þakkar fyrir það. „Fólk er aldrei látið bíða, það er alveg á hreinu. En eins og við vitum eru hjartasjúkdómar „the silent killer“ og þess vegna þarf að finna lausn á þessu máli. Heilbrigðisstarfsfólk á auðvitað allt að vera á góðum launum og þau ættu að vera ákveðin af sérstöku kjararáði, því það verður að koma í veg fyrir að svona komi fyrir.“ Verkfallið sem skall á miðnætti nær til 2.100 hjúkrunarfræðinga. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur verið veitt undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Nokkrum deildum Landspítalans var lokað í dag, þar á meðal tveimur skurðdeildum og tíu dag- og göngudeildum. Verkfall 2016 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri Hjartaheilla, hefur þungar áhyggjur af stöðu mála eftir að skellt var í lás á Hjartagátt Landspítalans við Hringbraut í nótt. Hann segir ástandið grafalvarlegt og óttast það versta. Hjartagáttinni var lokað á miðnætti og verður opnuð að nýju í fyrsta lagi á mánudag. Þangað til þurfa hjartasjúklingar að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku. Ásgeir telur líklegt að það verði þess valdandi að sjúklingar leiti sér síður aðstoðar. Það geti þó reynst fólki afdrifaríkt. „Sjúkdómar fara ekki í verkföll, það er bara þannig. En ég er viss um að það séu mun meiri líkur en minni á að þeir sem eru með einhvern krankleika veigri sér jafnvel að leita til stofnana vegna verkfallsins, sem getur verið hættulegt. Staðan er grafalvarleg og í raun algjörlega óboðleg. Þessi verkfallshrina sem er búin að vera frá læknaverkfallinu til dagsins í dag, þetta getur eiginlega ekki endað vel,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Hann bætir við að allri bráðaþjónustu sé sinnt og þakkar fyrir það. „Fólk er aldrei látið bíða, það er alveg á hreinu. En eins og við vitum eru hjartasjúkdómar „the silent killer“ og þess vegna þarf að finna lausn á þessu máli. Heilbrigðisstarfsfólk á auðvitað allt að vera á góðum launum og þau ættu að vera ákveðin af sérstöku kjararáði, því það verður að koma í veg fyrir að svona komi fyrir.“ Verkfallið sem skall á miðnætti nær til 2.100 hjúkrunarfræðinga. Neyðarmönnun gerir ráð fyrir um fimm hundruð hjúkrunarfræðingum en auk þess hefur verið veitt undanþáguheimild fyrir áttatíu stöðugildum verið samþykkt af félagi hjúkrunarfræðinga. Nokkrum deildum Landspítalans var lokað í dag, þar á meðal tveimur skurðdeildum og tíu dag- og göngudeildum.
Verkfall 2016 Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira