
Þrátt fyrir að Ísland sé sögusviðið fóru tökur að mestu fram í Kanada ef frá eru taldir þrír tökudagar sem voru hér á landi í október 2013.
Eins og sjá má á myndbandinu hér að neðan kemur Ísland heldur betur við sögu í þessari stórmynd.
Tökur fóru meðal annars fram í Reykjavík og á Fróðárheiði við bæinn Kverná skammt frá Grundarfirði.
Tobey Maguire er einn vinsælasti leikari heims og hefur meðal annars farið með hlutverk Kóngulóarmannsins.