Myndin um Bobby Fischer heimsfrumsýnd í Toronto Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2014 19:30 vísir/getty Kvikmyndin Pawn Sacrifice, í leikstjórn Ed Zwick, verður heimsfrumsýnd á 39. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada. Hátiðin er haldin frá 4. til 14. september á þessu ári. Pawn Sacrifice skartar leikaranum Tobey Maguire í aðalhlutverki en myndin fjallar um skákmeistarann sáluga Bobby Fischer. Tökulið myndarinnar kom hingað til lands í fyrra til að taka upp atriði í myndinni og fengu framleiðendur meðal annars lánað eitt af taflborðunum sem Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu á í einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972 til að nota í tökum á myndinni. Taflborðið var flutt alla leið til Kanada vegna gerð myndarinnar. „Þeir vildu hafa þetta ekta í tökunum og það var ekkert mál að fá taflborðið lánað. Það var að sjálfsögðu tryggt fyrir formúu ef ske kynni að eitthvað kæmi fyrir svona sögulegan grip. Það er mikið lagt í þessa mynd en aðrir hlutir voru einnig sendir frá Íslandi til Kanada,“ sagði Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm, sem aðstoðaði tökuliðið, í samtali við Fréttablaðið í desember í fyrra. Í öðrum hlutverkum í Pawn Sacrifice eru Peter Sarsgaard og Liev Schreiber. Bíó og sjónvarp Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Kvikmyndin Pawn Sacrifice, í leikstjórn Ed Zwick, verður heimsfrumsýnd á 39. alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada. Hátiðin er haldin frá 4. til 14. september á þessu ári. Pawn Sacrifice skartar leikaranum Tobey Maguire í aðalhlutverki en myndin fjallar um skákmeistarann sáluga Bobby Fischer. Tökulið myndarinnar kom hingað til lands í fyrra til að taka upp atriði í myndinni og fengu framleiðendur meðal annars lánað eitt af taflborðunum sem Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu á í einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972 til að nota í tökum á myndinni. Taflborðið var flutt alla leið til Kanada vegna gerð myndarinnar. „Þeir vildu hafa þetta ekta í tökunum og það var ekkert mál að fá taflborðið lánað. Það var að sjálfsögðu tryggt fyrir formúu ef ske kynni að eitthvað kæmi fyrir svona sögulegan grip. Það er mikið lagt í þessa mynd en aðrir hlutir voru einnig sendir frá Íslandi til Kanada,“ sagði Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm, sem aðstoðaði tökuliðið, í samtali við Fréttablaðið í desember í fyrra. Í öðrum hlutverkum í Pawn Sacrifice eru Peter Sarsgaard og Liev Schreiber.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira