Velta Sagafilm jókst um tæp 150 prósent Jón Hákon Halldórsson skrifar 3. desember 2014 08:30 Matthew McConaughey Leikstjórinn Christopher Nolan ákvað að taka upp myndina Interstellar hér á landi. Sagafilm aðstoðaði við tökurnar. Velta kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Sagafilm jókst úr 1.077 milljónum króna árið 2012 í 2.485 milljónir króna árið 2013, samkvæmt ársreikningi félagsins. Þetta er aukning um næstum 150 prósent á milli ára. Guðný Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir að veltuaukningin stafi af því að verkefni fyrir erlenda framleiðendur hafi verið mörg á árinu 2013, en verkefnastaðan sé ólík á milli ára. Þessi gríðarlega veltuaukning skilaði þó ekki auknum hagnaði fyrirtækisins. Hagnaðurinn var 66 milljónir króna árið 2013 en 96 milljónir árið á undan. „Þetta er rosalega misjafnt eftir ári, bara eftir því hvaða verkefni eru í gangi. En við vorum með stórt bandarískt verkefni sem heitir Interstellar og er núna í bíóhúsunum. Við vorum að þjónusta það á Íslandi. Svo vorum við með stórt verkefni sem heitir Deadsnow sem var fyrir norskt framleiðslufyrirtæki. Það er mynd sem var sýnd hér á landi fyrr á árinu. Síðan vorum við með kanadískt verkefni sem hét Pawn Sacrifice og fjallaði um Bobby Fischer. Við vorum líka með rússneskt verkefni sem hét Calculator og er að fara að koma í kvikmyndahús í Rússlandi núna á næstu mánuðum,“ segir Guðný. Tekjur fyrirtækisins vegna Interstellar námu um 700 milljónum og tekjur af Deadsnow voru 600 milljónir. „Þannig að veltan samanstendur rosalega mikið af þessum erlendu verkefnum,“ segir Guðný. Hún segir að minna hafi verið um erlend verkefni í ár, en íslensku verkefnin hafi verið þeim mun fleiri. Guðný bendir á að Ísland hafi verið mjög vinsælt að undanförnu þegar kemur að þjónustu við erlenda kvikmyndagerðarmenn. Þetta megi sjá á veltutölum við iðnaðinn í heild. „En það sorglega í þessu er að á meðan erlendu verkefnin eru að vaxa svona mikið er niðurskurður í Kvikmyndasjóði. Sem þýðir að það er ekki jafn mikil framleiðsla á íslensku efni,“ segir hún. Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira
Velta kvikmyndaframleiðslufyrirtækisins Sagafilm jókst úr 1.077 milljónum króna árið 2012 í 2.485 milljónir króna árið 2013, samkvæmt ársreikningi félagsins. Þetta er aukning um næstum 150 prósent á milli ára. Guðný Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri félagsins, segir að veltuaukningin stafi af því að verkefni fyrir erlenda framleiðendur hafi verið mörg á árinu 2013, en verkefnastaðan sé ólík á milli ára. Þessi gríðarlega veltuaukning skilaði þó ekki auknum hagnaði fyrirtækisins. Hagnaðurinn var 66 milljónir króna árið 2013 en 96 milljónir árið á undan. „Þetta er rosalega misjafnt eftir ári, bara eftir því hvaða verkefni eru í gangi. En við vorum með stórt bandarískt verkefni sem heitir Interstellar og er núna í bíóhúsunum. Við vorum að þjónusta það á Íslandi. Svo vorum við með stórt verkefni sem heitir Deadsnow sem var fyrir norskt framleiðslufyrirtæki. Það er mynd sem var sýnd hér á landi fyrr á árinu. Síðan vorum við með kanadískt verkefni sem hét Pawn Sacrifice og fjallaði um Bobby Fischer. Við vorum líka með rússneskt verkefni sem hét Calculator og er að fara að koma í kvikmyndahús í Rússlandi núna á næstu mánuðum,“ segir Guðný. Tekjur fyrirtækisins vegna Interstellar námu um 700 milljónum og tekjur af Deadsnow voru 600 milljónir. „Þannig að veltan samanstendur rosalega mikið af þessum erlendu verkefnum,“ segir Guðný. Hún segir að minna hafi verið um erlend verkefni í ár, en íslensku verkefnin hafi verið þeim mun fleiri. Guðný bendir á að Ísland hafi verið mjög vinsælt að undanförnu þegar kemur að þjónustu við erlenda kvikmyndagerðarmenn. Þetta megi sjá á veltutölum við iðnaðinn í heild. „En það sorglega í þessu er að á meðan erlendu verkefnin eru að vaxa svona mikið er niðurskurður í Kvikmyndasjóði. Sem þýðir að það er ekki jafn mikil framleiðsla á íslensku efni,“ segir hún.
Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Sjá meira