Lífið

Tobey Maguire kíkti á pöbbkviss Hugleiks

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Jón Mýrdal, eigandi Bravó, ásamt leikaranum.
Jón Mýrdal, eigandi Bravó, ásamt leikaranum.
Bandaríski leikarinn Tobey Maguire rak inn nefið á skemmtistaðinn Bravó í kvöld þar sem Hugleikur Dagsson og Jóhann Ævar Grímsson stjórnuðu hálfsmánaðarlegri spurningakeppni sem fram fer á þriðjudagskvöldum.

„Já hann kíkti aðeins í heimsókn,“ segir Jón Mýrdal, eigandi Bravó, en hann stillti sér upp með leikaranum á ljósmynd en sagðist ekki hafa talað mikið við hann. „Nei maður er ekkert að bögga kúnnana sína of mikið.“ Í fyrstu hélt Jón að um gamlan félaga sinn úr Borgarnesinu væri að ræða en svo kom í ljós að þetta var leikarinn knái.

Aðspurður hvort Maguire hafi tekið þátt í keppninni segir Jón að hann hafi ekki treyst sér í það. „Hann sagðist ekki vera nógu sleipur í myndasöguspurningunum, sem var þema kvöldsins.“

Maguire er staddur hér á landi vegna kvikmyndarinnar Pawn Sacrifice sem tekin er hér á landi að hluta. Í henni fer hann með hlutverk skáksnillingsins Bobby Fischer.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×