Lífið

Tobey notaði sama skákborð og Fischer

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tobey hefur mikinn áhuga á Fischer en Pawn Sacrifice verður frumsýnd á næsta ári vestan hafs.
Tobey hefur mikinn áhuga á Fischer en Pawn Sacrifice verður frumsýnd á næsta ári vestan hafs.
Tökulið stórmyndarinnar Pawn Sacrifice kom hingað til lands fyrir stuttu til að taka upp atriði í myndinni. Myndin fjallar um skákmeistarann sáluga Bobby Fischer. Leikarinn Tobey Maguire, sem er hvað þekktastur fyrir að leika Köngulóarmanninn, túlkar Fischer í myndinni.

Framleiðendur myndarinnar fengu lánað eitt af taflborðunum sem Boris Spasskí og Bobby Fischer tefldu á í einvígi aldarinnar í Reykjavík árið 1972 til að nota í tökum á myndinni. Taflborðið sem er til sýnis á Hótel Natura, ferðaðist alla leið til Kanada með tökuliðinu og fékk Tobey því að tefla á sama taflborði og stórmeistarinn sem hann leikur.

„Þeir vildu hafa þetta ekta í tökunum og það var ekkert mál að fá taflborðið lánað. Það var að sjálfsögðu tryggt fyrir formúu ef ske kynni að eitthvað kæmi fyrir svona sögulegan grip. Það er mikið lagt í þessa mynd en aðrir hlutir voru einnig sendir frá Íslandi til Kanada,“ segir Árni Björn Helgason, yfirmaður erlendrar framleiðslu hjá Sagafilm.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×