Stofnandi Silk Road dæmdur í lífstíðarfangelsi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 29. maí 2015 21:01 Síðan var sú stærsta sinnar tegundar. Ross Ulbricht, höfuðpaurinn á bakvið Silk Road eða Silkiveginn sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, var í dag dæmdur til lífstíðarfangelsis. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti eða Deep Web. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Sjá einnig: Íslendingar notuðu E-bay fíkniefnaheimsins Ulbricht óskaði eftir því fyrir dómi að honum yrði sýnd vægð en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var í febrúar dæmdur fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti.Bað dómarann um að skilja eftir ljóstýru „Ég skapaði Silk Road af því að ég trúði því á þeim tíma að fólk ætti rétt á því að selja og kaupa það sem það vildi svo lengi sem það særði ekki annað fólk,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmri beiðni til dómarans. „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það. Silk Road reyndist vera barnaleg hugmynd og dýrkeypt sem ég sé mikið eftir. Ég hef fengið æsku mína, ég veit að þú verður að taka af mér miðaldra árin mín en gerðu það, leyfðu mér að lifa sem gamall maður. Vertu svo vinsamleg að skilja eftir litla ljóstýru við enda ganganna, afsökun til þess að halda í heilsuna mína, afsökun til þess að leyfa mér að dreyma um betri daga í framtíðinni og tækifæri til þess að hljóta uppreisn æru sem frjáls maður áður en ég hitti skapara minn.“ Sjá einnig: Íslensk yfirvöld aðstoðuðu FBIUlbricht ákærður fyrir að ráða leigumorðingja Silk Road var ekki fyrsta síða sinnar tegundar en sökum þess að kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum varð hún sú vinsælasta. Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill og óháð mynt. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. En fíkniefna-markaðssvæðið, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Saksóknari í máli Ulbricht sendi dómaranum í málinu, Katherine Forrest, langt bréf fyrir dómsuppkvaðningu þar sem krafist var að Ulbricht yrði dæmdur til lengri refsingar en lágmarksrefsingarinnar. Vildu þau með því senda skýr skilaboð. Ulbricht bíður enn dómsuppkvaðningar í Maryland en hann hefur verið ákærður fyrir að ráða leigumorðingja. Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Ross Ulbricht, höfuðpaurinn á bakvið Silk Road eða Silkiveginn sem hýsti markaðssvæði með ólögleg fíkniefni og aðra ólögmæta starfsemi, var í dag dæmdur til lífstíðarfangelsis. Silk Road var langstærsta vefsíða sinnar tegundar í heiminum en þó aðeins ein af mörgum á hinu svokallaða myrkraneti eða Deep Web. Talið er að Silk Road hafi velt rúmlega tvö hundruð og þrjátíu milljörðum króna á líftíma sínum. Sjá einnig: Íslendingar notuðu E-bay fíkniefnaheimsins Ulbricht óskaði eftir því fyrir dómi að honum yrði sýnd vægð en hafði ekki erindi sem erfiði. Hann var í febrúar dæmdur fyrir fíkniefnasölu og peningaþvætti.Bað dómarann um að skilja eftir ljóstýru „Ég skapaði Silk Road af því að ég trúði því á þeim tíma að fólk ætti rétt á því að selja og kaupa það sem það vildi svo lengi sem það særði ekki annað fólk,“ skrifaði Ulbricht í hjartnæmri beiðni til dómarans. „Ég hef lært það af Silk Road að þegar þú gefur fólki frelsi veistu ekki hvað þau koma til með að gera við það. Silk Road reyndist vera barnaleg hugmynd og dýrkeypt sem ég sé mikið eftir. Ég hef fengið æsku mína, ég veit að þú verður að taka af mér miðaldra árin mín en gerðu það, leyfðu mér að lifa sem gamall maður. Vertu svo vinsamleg að skilja eftir litla ljóstýru við enda ganganna, afsökun til þess að halda í heilsuna mína, afsökun til þess að leyfa mér að dreyma um betri daga í framtíðinni og tækifæri til þess að hljóta uppreisn æru sem frjáls maður áður en ég hitti skapara minn.“ Sjá einnig: Íslensk yfirvöld aðstoðuðu FBIUlbricht ákærður fyrir að ráða leigumorðingja Silk Road var ekki fyrsta síða sinnar tegundar en sökum þess að kaupendur og seljendur notuðu Bitcoin í sínum viðskiptum varð hún sú vinsælasta. Bitcoin er rafrænn gjaldmiðill og óháð mynt. Mörg dæmi eru um að íslenskir fíkniefnaneytendur hafi nýtt sér þessa þjónustu hér á landi. En fíkniefna-markaðssvæðið, oft kallað eBay fíkniefnaheimsins, notaði íslensk gagnaver til að fela slóð sína. Saksóknari í máli Ulbricht sendi dómaranum í málinu, Katherine Forrest, langt bréf fyrir dómsuppkvaðningu þar sem krafist var að Ulbricht yrði dæmdur til lengri refsingar en lágmarksrefsingarinnar. Vildu þau með því senda skýr skilaboð. Ulbricht bíður enn dómsuppkvaðningar í Maryland en hann hefur verið ákærður fyrir að ráða leigumorðingja.
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira