Starfsgreinasambandið frestar verkföllum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. maí 2015 10:59 Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Á myndinni eru Þorsteinn Víglundsson hjá SA og Björn Snæbjörnsson hjá SGS. Vísir Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS. „Þetta var mat okkar að að þetta væri svona okkar framlag til þess að reyna að vita hvort að það væri hægt að ná samningum án þess að, án þess, að það verði farið í verkfall en nú er það þeirra að nýta þetta tækifæri,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við fréttastofu. Næsti fundur verður á mánudaginn klukkan 13 en Björn ítrekar að ekkert sé að frétta. „Það eru engin ný tilboð annað en okkur fannst bara allt í lagi að gefa smá slaka á þessu.“Verkföllunum frestað um tíu daga Þar segir að með þessu axli SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en landið lamast í verkföllum og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði. Frestun verkfalla á þessu stigi málsins er framlag Starfsgreinasambandsins til skynsamlegra lausna á kjaradeilunni. Ljóst er að það verður að leysa málið og semja hvort sem það verður gert með verkfallsafli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða með skynsemina að vopni. Boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur því ákveðið eftirfarandi: Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí er frestað til 28. og 29. maí. Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí er frestað til 6. júní.Allt í lás „Eftir tvær vikur hefjast verkföll af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður ef ekki tekst að semja. Þau munu hafa veruleg og víðtæk áhrif og það er mikið til vinnandi að afstýra slíku. Framlag Starfsgreinasambandsins í þessu samhengi er að gefa andrými næstu tvær vikurnar til að semja svo ekki þurfi að koma til þessara hörðu aðgerða,“ segir Björn. „Það er bara allt í lás þannig að það hefur ekkert mikið breyst á undanförnum vikum.“ Frestun verkfallanna um rúma viku þýðir að ef kjarasamningar nást ekki skella verkföll Starfsgreinasambandsins á á sama tíma og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Flóabandalagsins og VR. Aðspurður um hvort að Starfsgreinasambandið hafi haft það í huga þegar verföllunum var frestað segir Björn svo ekki vera. „Auðvitað eru þeir að fara á svipuðum tíma þarna og auðvitað verður það þá enn þá enn þá aflsmeira heldur en að við hefðu kannski verið einir og sér en það var ekki ástæðan,“ segir Björn. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Ákveðið hefur verið að fresta fyrirhuguðu verkfalli 10.000 félagsmanna aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands dagana 19. og 20. maí. Að auki hefur ótímabundnu verkfalli sem átti að hefjast 26. maí verið frestað. Það er mat samninganefndar SGS að gefinn skuli tími til úrslitatilrauna í samningaviðræðum á þessu stigi málsins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SGS. „Þetta var mat okkar að að þetta væri svona okkar framlag til þess að reyna að vita hvort að það væri hægt að ná samningum án þess að, án þess, að það verði farið í verkfall en nú er það þeirra að nýta þetta tækifæri,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, í samtali við fréttastofu. Næsti fundur verður á mánudaginn klukkan 13 en Björn ítrekar að ekkert sé að frétta. „Það eru engin ný tilboð annað en okkur fannst bara allt í lagi að gefa smá slaka á þessu.“Verkföllunum frestað um tíu daga Þar segir að með þessu axli SGS ábyrgð á erfiðum kjaradeilum og gefur Samtökum atvinnulífsins tækifæri til að koma með tillögur sem hönd er á festandi áður en landið lamast í verkföllum og hér skellur á neyðarástand á vinnumarkaði. Frestun verkfalla á þessu stigi málsins er framlag Starfsgreinasambandsins til skynsamlegra lausna á kjaradeilunni. Ljóst er að það verður að leysa málið og semja hvort sem það verður gert með verkfallsafli með ófyrirsjáanlegum afleiðingum eða með skynsemina að vopni. Boltinn er hjá Samtökum atvinnulífsins að nálgast skynsamar og ábyrgar kröfur Starfsgreinasambandsins. Samninganefnd Starfsgreinasambandsins hefur því ákveðið eftirfarandi: Verkföll sem áttu að koma til framkvæmdar 19. og 20. maí er frestað til 28. og 29. maí. Ótímabundnu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda 26. maí er frestað til 6. júní.Allt í lás „Eftir tvær vikur hefjast verkföll af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áður ef ekki tekst að semja. Þau munu hafa veruleg og víðtæk áhrif og það er mikið til vinnandi að afstýra slíku. Framlag Starfsgreinasambandsins í þessu samhengi er að gefa andrými næstu tvær vikurnar til að semja svo ekki þurfi að koma til þessara hörðu aðgerða,“ segir Björn. „Það er bara allt í lás þannig að það hefur ekkert mikið breyst á undanförnum vikum.“ Frestun verkfallanna um rúma viku þýðir að ef kjarasamningar nást ekki skella verkföll Starfsgreinasambandsins á á sama tíma og fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir Flóabandalagsins og VR. Aðspurður um hvort að Starfsgreinasambandið hafi haft það í huga þegar verföllunum var frestað segir Björn svo ekki vera. „Auðvitað eru þeir að fara á svipuðum tíma þarna og auðvitað verður það þá enn þá enn þá aflsmeira heldur en að við hefðu kannski verið einir og sér en það var ekki ástæðan,“ segir Björn.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00 Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Verkfallsaðgerðir í gangi Í dag hefur hluti félagsmanna BHM verið 38 daga í ótímabundnuverkfalli. 36 daga þeir sem næstlengst hafa verið og nokkrir hópar, dýralæknar þar á meðal, í 25 daga. 14. maí 2015 07:00
Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Stéttarfélag Vesturlands segir sig úr samfloti SGS vegna óánægju með fyrirtækjasamninga sem önnur stéttarfélög í samflotinu hafa gert. 13. maí 2015 12:16