Stéttarfélag Vesturlands klýfur sig úr samfloti SGS Heimir Már Pétursson skrifar 13. maí 2015 12:16 "Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. vísir/pjetur Stéttarfélag Vesturlands hefur sagt sig úr samfloti fimmtán annarra stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður félagsins gagnrýnir harðlega þau félög innan sambandsins sem hafa gert kjarasamninga við einstök fyrirtæki að undanförnu. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness sem eru í 16 stéttarfélaga samfloti innan Starfsgreinasambandsins í yfrirstandandi kjaradeilu, hafa á undanförnum vikum gert kjarasamninga við tugi fyrirtækja. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands segir óánægju ríkja með þetta og fundað hafi verið um málið í hennar félagi í gærkvöldi. „Það var tekin ákvörðun um það hér í gærkvöldi á samninganefndarfundi félagsins að draga samningsumboð félagsins til baka. Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. Fylgja þurfi lögum og reglum þegar stéttarfélög hafi framselt samningsumboð sitt eins og sextán stéttarfélög hafi gert til Starfsgreinasambandsins. Að mati Signýar séu þau verkalýðsfélög sem gert hafi fyrirtækjasamninga að undaförnu umboðslaus. Þessi félög séu ekki að vinna eftir þeirri aðferðarfræði sem lagt hafi verið upp með að bæta lökustu kjörin. „Því þessi aðferðarfræði að mínu mati skilur á milli þeirra sem við þurfum að bæta kjörin hjá og hinna sem jafnvel hafa betri kjör. Hverjir eiga þá að standa með þeim sem hafa lökust kjörin þegar aðrir eru farnir frá,“ spyr Signý. Þótt hún geti ekkert fullyrt að samið hafi verið fyrir þá sem betur standi að vígi því þessir fyrirtækjasamningar hafi ekki verið birtir. „Og menn hafa jafnvel samið við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem ekki hafa umboð til að semja. Þeir hafa gengið yfir samningssvæði. Þetta eru bara vinnubrögð sem Stéttarfélag Vesturlands hefur ekki áhuga fyrir að stunda,“ segir Signý.En má ekki á móti spyrja hvort ekki sé eðlilegt að semja við fyrirtæki sem ganga að þeim kröfum sem settar hafa verið fram?„Það er auðvitað alltaf spurning með hvaða hætti menn vilja fara með umboðið þegar þeir eru komnir út í aðgerðir. Vegna þess að samtakamátturinn til að ná fram bestu kjörum fyrir þá lægst launuðu, hlýtur að vera sá að þeir sem hafi betri kjör standi með hinum,“ segir Signý Jóhannesdóttir. Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Stéttarfélag Vesturlands hefur sagt sig úr samfloti fimmtán annarra stéttarfélaga innan Starfsgreinasambandsins í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Formaður félagsins gagnrýnir harðlega þau félög innan sambandsins sem hafa gert kjarasamninga við einstök fyrirtæki að undanförnu. Verkalýðsfélagið Framsýn á Húsavík og Verkalýðsfélag Akraness sem eru í 16 stéttarfélaga samfloti innan Starfsgreinasambandsins í yfrirstandandi kjaradeilu, hafa á undanförnum vikum gert kjarasamninga við tugi fyrirtækja. Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands segir óánægju ríkja með þetta og fundað hafi verið um málið í hennar félagi í gærkvöldi. „Það var tekin ákvörðun um það hér í gærkvöldi á samninganefndarfundi félagsins að draga samningsumboð félagsins til baka. Við höfum verið í ákveðnum ágreiningi við okkar félaga innan Starfsgreinasambandsins um þessa aðferðarfræði að semja við fyrirtæki heima í héraði,“ segir Signý. Fylgja þurfi lögum og reglum þegar stéttarfélög hafi framselt samningsumboð sitt eins og sextán stéttarfélög hafi gert til Starfsgreinasambandsins. Að mati Signýar séu þau verkalýðsfélög sem gert hafi fyrirtækjasamninga að undaförnu umboðslaus. Þessi félög séu ekki að vinna eftir þeirri aðferðarfræði sem lagt hafi verið upp með að bæta lökustu kjörin. „Því þessi aðferðarfræði að mínu mati skilur á milli þeirra sem við þurfum að bæta kjörin hjá og hinna sem jafnvel hafa betri kjör. Hverjir eiga þá að standa með þeim sem hafa lökust kjörin þegar aðrir eru farnir frá,“ spyr Signý. Þótt hún geti ekkert fullyrt að samið hafi verið fyrir þá sem betur standi að vígi því þessir fyrirtækjasamningar hafi ekki verið birtir. „Og menn hafa jafnvel samið við fyrirtæki innan Samtaka atvinnulífsins sem ekki hafa umboð til að semja. Þeir hafa gengið yfir samningssvæði. Þetta eru bara vinnubrögð sem Stéttarfélag Vesturlands hefur ekki áhuga fyrir að stunda,“ segir Signý.En má ekki á móti spyrja hvort ekki sé eðlilegt að semja við fyrirtæki sem ganga að þeim kröfum sem settar hafa verið fram?„Það er auðvitað alltaf spurning með hvaða hætti menn vilja fara með umboðið þegar þeir eru komnir út í aðgerðir. Vegna þess að samtakamátturinn til að ná fram bestu kjörum fyrir þá lægst launuðu, hlýtur að vera sá að þeir sem hafi betri kjör standi með hinum,“ segir Signý Jóhannesdóttir.
Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira